Staða framhaldsskólanemenda á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 13:07 Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.