Bækur í bland við bjór og brennivín Benedikt Bóas skrifar 1. nóvember 2017 13:30 Félagarnir Arnar Gauti og Jón Gunnar við lokaundirbúning. Víkurfréttir/Páll Ketilsson „Við vildum búa til sterka tengingu fyrir heimamenn á Suðurnesjum ásamt því að heiðra æskuminningar okkar héðan frá Keflavík því Arnar Gauti er uppalinn hérna og ég var mikið hér sem barn hjá ömmu og afa,“ segir Jón Gunnar Geirdal, athafnamaður en hann og góðvinur hans, Arnar Gauti Sverrisson, opna Library Bistró í hádeginu. „Þetta leggst vel í okkur og við fögnum því að geta boðið heimamönnum á Suðurnesjum upp á upplifun sem þessa. „Hér verður líka happy hour alla daga frá klukkan 15, brunch um helgar og margt margt fleira, sem bætist í flóruna fyrir heimamenn. Það má búast við að þetta verði smekklegt, svona í ljósi þess að Arnar Gauti er með fingurna í þessu, á sínum heimaslóðum,“ segir Jón en lokafrágangur stóð yfir þegar Fréttablaðið bar að garði. Mikil fjárfesting liggur í staðnum, öll húsgögn eru innflutt frá Dialma Brown á Ítalíu. „Stjórnendur Park Inn Radisson hótelsins sem staðurinn tengist leituðu til okkar í vor varðandi hugmyndavinnu fyrir nýtt concept inn á hótelið. Við vinirnir tengdum okkur fyrir nokkru síðan í því sem við köllum „concept creation“ vinnu, hvort sem það eru veitingastaðir sem eru til staðar og þarf nauðsynlega að laga eða nýtt húsnæði. Við erum svokallað „onestopshop“ fyrir okkar verkefni. Við veljum hvert einasta húsgagn, gólfefni, liti á veggi, tónlistina og hvernig hún dreifist yfir daginn og vikuna, þróum nýjan matseðil með kokknum og þá líka hvernig réttirnir líta út þegar þeir koma út úr eldhúsinu, allar merkingar og svo sjálfa opnunina. Við erum nefnilega ekki bara að opna nýtt bistró heldur glænýja og upplifun í mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna,“ segir hann.Staðurinn í allri sinni dýrð. Stendur við Hafnargötuna sem er Laugavegurinn í Reykjanesbæ.Víkurfréttir/Páll KetilssonArnar Gauti er annálaður fagurkeri og búinn að vera með puttanna á púlsinum í heimi tísku og hönnunar í bráðum í 27 ár. Þeir félagar hafa eytt tíma erlendis til að kynna sér hina ýmsu strauma í veitingageiranum. „Sú vinna hefur svo sannarlega nýst okkur í þessu verkefni og svo finnst okkur líka hótelbarir vera oft þeir skemmtilegustu. Þar blandast innfæddir og erlendir gestir sem myndar þessa einstöku stemningu. Hótelið er líka nánast alltaf fullt og má því búast við miklum gír á bókasafninu okkar. Við fundum fyrir því að heimamenn vantaði eitthvað í heimabyggð sem væri á pari við það sem þeir væru að sækja í til höfuðborgarinnar. Hér er því kominn valkostur fyrir Suðurnesjamenn að lyfta sér upp.“ Þeir félagar eru rétt að byrja – hótelbarinn er aðeins byrjunin. „Að öllum ólöstuðum fannst mér sérstaklega gaman að vinna þetta með Arnari Gauta enda náum við ótrúlega vel saman í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Fram undan er líka fjöldi athyglisverðra verkefna sem tekið verður eftir og við félagarnir hvergi nærri hættir,“ segir Jón. Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
„Við vildum búa til sterka tengingu fyrir heimamenn á Suðurnesjum ásamt því að heiðra æskuminningar okkar héðan frá Keflavík því Arnar Gauti er uppalinn hérna og ég var mikið hér sem barn hjá ömmu og afa,“ segir Jón Gunnar Geirdal, athafnamaður en hann og góðvinur hans, Arnar Gauti Sverrisson, opna Library Bistró í hádeginu. „Þetta leggst vel í okkur og við fögnum því að geta boðið heimamönnum á Suðurnesjum upp á upplifun sem þessa. „Hér verður líka happy hour alla daga frá klukkan 15, brunch um helgar og margt margt fleira, sem bætist í flóruna fyrir heimamenn. Það má búast við að þetta verði smekklegt, svona í ljósi þess að Arnar Gauti er með fingurna í þessu, á sínum heimaslóðum,“ segir Jón en lokafrágangur stóð yfir þegar Fréttablaðið bar að garði. Mikil fjárfesting liggur í staðnum, öll húsgögn eru innflutt frá Dialma Brown á Ítalíu. „Stjórnendur Park Inn Radisson hótelsins sem staðurinn tengist leituðu til okkar í vor varðandi hugmyndavinnu fyrir nýtt concept inn á hótelið. Við vinirnir tengdum okkur fyrir nokkru síðan í því sem við köllum „concept creation“ vinnu, hvort sem það eru veitingastaðir sem eru til staðar og þarf nauðsynlega að laga eða nýtt húsnæði. Við erum svokallað „onestopshop“ fyrir okkar verkefni. Við veljum hvert einasta húsgagn, gólfefni, liti á veggi, tónlistina og hvernig hún dreifist yfir daginn og vikuna, þróum nýjan matseðil með kokknum og þá líka hvernig réttirnir líta út þegar þeir koma út úr eldhúsinu, allar merkingar og svo sjálfa opnunina. Við erum nefnilega ekki bara að opna nýtt bistró heldur glænýja og upplifun í mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna,“ segir hann.Staðurinn í allri sinni dýrð. Stendur við Hafnargötuna sem er Laugavegurinn í Reykjanesbæ.Víkurfréttir/Páll KetilssonArnar Gauti er annálaður fagurkeri og búinn að vera með puttanna á púlsinum í heimi tísku og hönnunar í bráðum í 27 ár. Þeir félagar hafa eytt tíma erlendis til að kynna sér hina ýmsu strauma í veitingageiranum. „Sú vinna hefur svo sannarlega nýst okkur í þessu verkefni og svo finnst okkur líka hótelbarir vera oft þeir skemmtilegustu. Þar blandast innfæddir og erlendir gestir sem myndar þessa einstöku stemningu. Hótelið er líka nánast alltaf fullt og má því búast við miklum gír á bókasafninu okkar. Við fundum fyrir því að heimamenn vantaði eitthvað í heimabyggð sem væri á pari við það sem þeir væru að sækja í til höfuðborgarinnar. Hér er því kominn valkostur fyrir Suðurnesjamenn að lyfta sér upp.“ Þeir félagar eru rétt að byrja – hótelbarinn er aðeins byrjunin. „Að öllum ólöstuðum fannst mér sérstaklega gaman að vinna þetta með Arnari Gauta enda náum við ótrúlega vel saman í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Fram undan er líka fjöldi athyglisverðra verkefna sem tekið verður eftir og við félagarnir hvergi nærri hættir,“ segir Jón.
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning