Hinn upplýsti kjósandi Hermann Stefánsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun