Stytti sér stundir með klámi og heimildarmyndum um sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2017 13:00 Osama Bin Laden árið 2001. Vísir/Getty Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, birti í gærkvöldi fjölda skjala, mynda og myndbanda sem fundust í árásinni á heimili Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, í Pakistan árið 2011, þegar hann var felldur. Á meðal skjalanna eru dagbók Bin Laden, myndband frá brúðkaupi sonar hans, heimildarmyndir um hann sjálfan og teiknimyndir. Meðal skjalanna er um að ræða rúmlega 18 þúsund textaskjöl, 79 þúsund hljóð- og myndaskrár (þar á meðal æfingarupptökur fyrir ræður Bin Laden) og rúmlega tíu þúsund myndbönd. Allt í allt eru skrárnar tæplega 470 þúsund talsins.Í tilkynningu frá CIA segir Mike Pompeo, yfirmaður stofnunarinnar, að skjölin geti veitt fólki innsýn í áætlanir og starfsemi al-Qaeda. Hann segir að CIA muni stofnunin muni áfram vinna að því að deila efni með Bandarísku þjóðinni í samræmi við markmið stofnunarinnar að vernda Bandaríkin.Í tilkynningunni kemur einnig fram að í skjölunum megi finna upplýsingar um deilur al-Qaeda og Íslamska ríkisins. Þar eru einnig upplýsingar um skipulagningu tíu ára afmælis árásanna á Tvíburaturnana, áætlanir hryðjuverkasamtakanna til að nota arabíska vorið og tilraunir al-Qaeda til að bæta ímynd sína meðal múslima. Þetta er í fjórða sinn sem leyniþjónustan birtir skjöl sem fundust í árásinni. Hægt er að nálgast nýja efnið hér á vef CIA og eldra efnið hér. Nýja svæðið hefur þó legið mikið niðri vegna gífurlegrar umferðar.Það sem CIA birti ekki vegna réttindamála.CIA hélt einhverjum skjölum leyndum og segja það vera vegna öryggis eða að um hafi verið að ræða vírusa og klám. Skjöl og gögn sem varða höfundarrétt voru einnig ekki birt. Þar á meðal eru tölvuleikir og kvikmyndir.Endurvekja vangaveltur um tengsl við Íran Upplýsingarnar hafa endurvakið vangaveltur um tengsl al-Qaeda og Íran og hvort að ríkið hafi stutt hryðjuverkasamtökin við árásirnar á Tvíburaturnana. AP fréttaveitan segir leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa lengi haldið því fram að samband hafi myndast þar á milli á tíunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir að Bin Laden hafi verið súnníti frá Sádi-Arabíu, erkifjendum Íran, hafi Íranar verið tilbúnir til að starfa með honum til að koma höggi á Bandaríkin. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Íran hafi veitt vígamönnum al-Qaeda aðgang að þjálfunarbúðum Hezbollah Líbanon, gegn því að al-Qaeda réðist gegn hagsmunum Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu. Myndbandið af brúðkaupi Hamza bin Laden, sem talinn er hafa verið uppáhalds sonur Osama bin Laden, er talið hafa verið tekið upp í Íran af sérfræðingum, samkvæmt frétt BBC. Bin Laden sjálfur er ekki á myndbandinu en einn af gestum brúðkaupsins segir að „faðir brúðgumans, prins skæruliða í Afganistan, (mujahideen)“ væri hæstánægður með brúðkaupið.Leiddist undir lokin Bin Laden hafði um langt skeið verið mjög áhrifamikill maður. Í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana var hann þó að mestu bundinn við lítið afgirt svæði í Pakistan, án internettengingar og símasambands. Sérfræðingar segja, samkvæmt Washington Post, að honum hafi leiðst mjög og varið miklum tíma í að horfa á kvikmyndir, lesa bækur og horfa á klám. Á tölvu Bin Laden fannst hið víðfræga myndband Charlie Bit My Finger.„Þegar hryðjuverkasamtök eru skoðuð, er þetta alltaf eitthvað sem kemur fólki á óvart, hin skrítna og mennska hlið hryðjuverkamanna. Þeir verja ekki öllum sínum tíma í að sitja í kringum varðelda og ræða hvernig þeir geti brotið sér leið í gegnum varnir Bandaríkjanna,“ segir einn sérfræðingur við Washington Post. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, birti í gærkvöldi fjölda skjala, mynda og myndbanda sem fundust í árásinni á heimili Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, í Pakistan árið 2011, þegar hann var felldur. Á meðal skjalanna eru dagbók Bin Laden, myndband frá brúðkaupi sonar hans, heimildarmyndir um hann sjálfan og teiknimyndir. Meðal skjalanna er um að ræða rúmlega 18 þúsund textaskjöl, 79 þúsund hljóð- og myndaskrár (þar á meðal æfingarupptökur fyrir ræður Bin Laden) og rúmlega tíu þúsund myndbönd. Allt í allt eru skrárnar tæplega 470 þúsund talsins.Í tilkynningu frá CIA segir Mike Pompeo, yfirmaður stofnunarinnar, að skjölin geti veitt fólki innsýn í áætlanir og starfsemi al-Qaeda. Hann segir að CIA muni stofnunin muni áfram vinna að því að deila efni með Bandarísku þjóðinni í samræmi við markmið stofnunarinnar að vernda Bandaríkin.Í tilkynningunni kemur einnig fram að í skjölunum megi finna upplýsingar um deilur al-Qaeda og Íslamska ríkisins. Þar eru einnig upplýsingar um skipulagningu tíu ára afmælis árásanna á Tvíburaturnana, áætlanir hryðjuverkasamtakanna til að nota arabíska vorið og tilraunir al-Qaeda til að bæta ímynd sína meðal múslima. Þetta er í fjórða sinn sem leyniþjónustan birtir skjöl sem fundust í árásinni. Hægt er að nálgast nýja efnið hér á vef CIA og eldra efnið hér. Nýja svæðið hefur þó legið mikið niðri vegna gífurlegrar umferðar.Það sem CIA birti ekki vegna réttindamála.CIA hélt einhverjum skjölum leyndum og segja það vera vegna öryggis eða að um hafi verið að ræða vírusa og klám. Skjöl og gögn sem varða höfundarrétt voru einnig ekki birt. Þar á meðal eru tölvuleikir og kvikmyndir.Endurvekja vangaveltur um tengsl við Íran Upplýsingarnar hafa endurvakið vangaveltur um tengsl al-Qaeda og Íran og hvort að ríkið hafi stutt hryðjuverkasamtökin við árásirnar á Tvíburaturnana. AP fréttaveitan segir leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa lengi haldið því fram að samband hafi myndast þar á milli á tíunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir að Bin Laden hafi verið súnníti frá Sádi-Arabíu, erkifjendum Íran, hafi Íranar verið tilbúnir til að starfa með honum til að koma höggi á Bandaríkin. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Íran hafi veitt vígamönnum al-Qaeda aðgang að þjálfunarbúðum Hezbollah Líbanon, gegn því að al-Qaeda réðist gegn hagsmunum Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu. Myndbandið af brúðkaupi Hamza bin Laden, sem talinn er hafa verið uppáhalds sonur Osama bin Laden, er talið hafa verið tekið upp í Íran af sérfræðingum, samkvæmt frétt BBC. Bin Laden sjálfur er ekki á myndbandinu en einn af gestum brúðkaupsins segir að „faðir brúðgumans, prins skæruliða í Afganistan, (mujahideen)“ væri hæstánægður með brúðkaupið.Leiddist undir lokin Bin Laden hafði um langt skeið verið mjög áhrifamikill maður. Í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana var hann þó að mestu bundinn við lítið afgirt svæði í Pakistan, án internettengingar og símasambands. Sérfræðingar segja, samkvæmt Washington Post, að honum hafi leiðst mjög og varið miklum tíma í að horfa á kvikmyndir, lesa bækur og horfa á klám. Á tölvu Bin Laden fannst hið víðfræga myndband Charlie Bit My Finger.„Þegar hryðjuverkasamtök eru skoðuð, er þetta alltaf eitthvað sem kemur fólki á óvart, hin skrítna og mennska hlið hryðjuverkamanna. Þeir verja ekki öllum sínum tíma í að sitja í kringum varðelda og ræða hvernig þeir geti brotið sér leið í gegnum varnir Bandaríkjanna,“ segir einn sérfræðingur við Washington Post.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira