Helmingur hætti eftir ofbeldi eða áreitni á vinnustað Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Ofbeldi eða áreitni á vinnustað getur haft mikil og varanleg áhrif á starfsferil þolenda. vísir/andri marinó Alls lögðu 244 starfsmenn fram kvörtun til Vinnueftirlitsins á árunum 2004 til ársins 2015 vegna ofbeldis eða áreitni. Ásta Snorradóttir, fyrrverandi sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og núverandi lektor við félagsráðgjafadeild HÍ, segir málin þó vera miklu fleiri. Þau mál sem komi á borð Vinnueftirlitsins séu mál sem ekki hafi verið leyst á vinnustaðnum sjálfum. „Við vitum út frá okkar rannsóknum að það er í kringum 8-20 prósent af starfsfólki sem hefur einhvern tímann á starfsævinni upplifað það að hafa orðið fyrir einelti,“ segir Ásta. Erfiðustu málin endi hjá Vinnueftirlitinu. Ásta og Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, skoðuðu allar kvartanir sem bárust á fyrrgreindum tíma. Niðurstöður sýna að þolendur koma úr ýmsum starfsstéttum og starfa 41 prósent þeirra í einkageiranum og 58 prósent í opinbera geiranum. Flestir meintir gerendur gegna yfirmannsstöðu og algengt er að ofbeldið eða áreitnin hafi varað í nokkur ár á vinnustaðnum. Þá sýna niðurstöður að 42 prósent þolenda höfðu óbreytta stöðu á vinnustað í kjölfar þess að greina frá ofbeldinu eða áreitninni, 19 prósentum þolenda hafði verið sagt upp störfum, 17 prósent sögðu upp að eigin frumkvæði og 14 prósent fóru langtíma veikindaleyfi. Algengara er að karlmönnum hafi verið sagt upp störfum en konum. Hins vegar er algengara að konur fari í langtíma veikindaleyfi en karlar. Ásta segir erlendar rannsóknir benda til þess að ofbeldi eða áreitni geti haft áhrif á starfsferil þolenda á vinnumarkaði. Í kjölfar uppsagna og langvarandi veikinda sé ákveðin hætta á að einstaklingar fái verri stöðu á vinnumarkaði með tilheyrandi tekjumissi. Einnig er ákveðin hætta á að það leiði til ótímabundins brottfalls af vinnumarkaði. „Þetta er málefni sem þarf að skoða betur. Það þarf að kanna betur hvernig staða þessa hóps er á vinnumarkaði og hvernig fólki reiðir af á eftir. Vegna þess að þegar svona kemur upp á vinnustað og ef það er eitthvað rót á eftir þá hefur það áhrif á einstaklinginn. Það getur verið að fólk fari í verri störf og þá skerðir það ævitekjurnar. Ef fólk er lengi í vanda sem fylgir, atvinnuleysi eða langtímaveikindum að þá verður líka tekjutap. Þá verða líka vandræði heima fyrir ef fólk er fjölskyldufólk,“ segir Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Alls lögðu 244 starfsmenn fram kvörtun til Vinnueftirlitsins á árunum 2004 til ársins 2015 vegna ofbeldis eða áreitni. Ásta Snorradóttir, fyrrverandi sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og núverandi lektor við félagsráðgjafadeild HÍ, segir málin þó vera miklu fleiri. Þau mál sem komi á borð Vinnueftirlitsins séu mál sem ekki hafi verið leyst á vinnustaðnum sjálfum. „Við vitum út frá okkar rannsóknum að það er í kringum 8-20 prósent af starfsfólki sem hefur einhvern tímann á starfsævinni upplifað það að hafa orðið fyrir einelti,“ segir Ásta. Erfiðustu málin endi hjá Vinnueftirlitinu. Ásta og Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, skoðuðu allar kvartanir sem bárust á fyrrgreindum tíma. Niðurstöður sýna að þolendur koma úr ýmsum starfsstéttum og starfa 41 prósent þeirra í einkageiranum og 58 prósent í opinbera geiranum. Flestir meintir gerendur gegna yfirmannsstöðu og algengt er að ofbeldið eða áreitnin hafi varað í nokkur ár á vinnustaðnum. Þá sýna niðurstöður að 42 prósent þolenda höfðu óbreytta stöðu á vinnustað í kjölfar þess að greina frá ofbeldinu eða áreitninni, 19 prósentum þolenda hafði verið sagt upp störfum, 17 prósent sögðu upp að eigin frumkvæði og 14 prósent fóru langtíma veikindaleyfi. Algengara er að karlmönnum hafi verið sagt upp störfum en konum. Hins vegar er algengara að konur fari í langtíma veikindaleyfi en karlar. Ásta segir erlendar rannsóknir benda til þess að ofbeldi eða áreitni geti haft áhrif á starfsferil þolenda á vinnumarkaði. Í kjölfar uppsagna og langvarandi veikinda sé ákveðin hætta á að einstaklingar fái verri stöðu á vinnumarkaði með tilheyrandi tekjumissi. Einnig er ákveðin hætta á að það leiði til ótímabundins brottfalls af vinnumarkaði. „Þetta er málefni sem þarf að skoða betur. Það þarf að kanna betur hvernig staða þessa hóps er á vinnumarkaði og hvernig fólki reiðir af á eftir. Vegna þess að þegar svona kemur upp á vinnustað og ef það er eitthvað rót á eftir þá hefur það áhrif á einstaklinginn. Það getur verið að fólk fari í verri störf og þá skerðir það ævitekjurnar. Ef fólk er lengi í vanda sem fylgir, atvinnuleysi eða langtímaveikindum að þá verður líka tekjutap. Þá verða líka vandræði heima fyrir ef fólk er fjölskyldufólk,“ segir Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira