Helmingur hætti eftir ofbeldi eða áreitni á vinnustað Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Ofbeldi eða áreitni á vinnustað getur haft mikil og varanleg áhrif á starfsferil þolenda. vísir/andri marinó Alls lögðu 244 starfsmenn fram kvörtun til Vinnueftirlitsins á árunum 2004 til ársins 2015 vegna ofbeldis eða áreitni. Ásta Snorradóttir, fyrrverandi sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og núverandi lektor við félagsráðgjafadeild HÍ, segir málin þó vera miklu fleiri. Þau mál sem komi á borð Vinnueftirlitsins séu mál sem ekki hafi verið leyst á vinnustaðnum sjálfum. „Við vitum út frá okkar rannsóknum að það er í kringum 8-20 prósent af starfsfólki sem hefur einhvern tímann á starfsævinni upplifað það að hafa orðið fyrir einelti,“ segir Ásta. Erfiðustu málin endi hjá Vinnueftirlitinu. Ásta og Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, skoðuðu allar kvartanir sem bárust á fyrrgreindum tíma. Niðurstöður sýna að þolendur koma úr ýmsum starfsstéttum og starfa 41 prósent þeirra í einkageiranum og 58 prósent í opinbera geiranum. Flestir meintir gerendur gegna yfirmannsstöðu og algengt er að ofbeldið eða áreitnin hafi varað í nokkur ár á vinnustaðnum. Þá sýna niðurstöður að 42 prósent þolenda höfðu óbreytta stöðu á vinnustað í kjölfar þess að greina frá ofbeldinu eða áreitninni, 19 prósentum þolenda hafði verið sagt upp störfum, 17 prósent sögðu upp að eigin frumkvæði og 14 prósent fóru langtíma veikindaleyfi. Algengara er að karlmönnum hafi verið sagt upp störfum en konum. Hins vegar er algengara að konur fari í langtíma veikindaleyfi en karlar. Ásta segir erlendar rannsóknir benda til þess að ofbeldi eða áreitni geti haft áhrif á starfsferil þolenda á vinnumarkaði. Í kjölfar uppsagna og langvarandi veikinda sé ákveðin hætta á að einstaklingar fái verri stöðu á vinnumarkaði með tilheyrandi tekjumissi. Einnig er ákveðin hætta á að það leiði til ótímabundins brottfalls af vinnumarkaði. „Þetta er málefni sem þarf að skoða betur. Það þarf að kanna betur hvernig staða þessa hóps er á vinnumarkaði og hvernig fólki reiðir af á eftir. Vegna þess að þegar svona kemur upp á vinnustað og ef það er eitthvað rót á eftir þá hefur það áhrif á einstaklinginn. Það getur verið að fólk fari í verri störf og þá skerðir það ævitekjurnar. Ef fólk er lengi í vanda sem fylgir, atvinnuleysi eða langtímaveikindum að þá verður líka tekjutap. Þá verða líka vandræði heima fyrir ef fólk er fjölskyldufólk,“ segir Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Alls lögðu 244 starfsmenn fram kvörtun til Vinnueftirlitsins á árunum 2004 til ársins 2015 vegna ofbeldis eða áreitni. Ásta Snorradóttir, fyrrverandi sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og núverandi lektor við félagsráðgjafadeild HÍ, segir málin þó vera miklu fleiri. Þau mál sem komi á borð Vinnueftirlitsins séu mál sem ekki hafi verið leyst á vinnustaðnum sjálfum. „Við vitum út frá okkar rannsóknum að það er í kringum 8-20 prósent af starfsfólki sem hefur einhvern tímann á starfsævinni upplifað það að hafa orðið fyrir einelti,“ segir Ásta. Erfiðustu málin endi hjá Vinnueftirlitinu. Ásta og Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, skoðuðu allar kvartanir sem bárust á fyrrgreindum tíma. Niðurstöður sýna að þolendur koma úr ýmsum starfsstéttum og starfa 41 prósent þeirra í einkageiranum og 58 prósent í opinbera geiranum. Flestir meintir gerendur gegna yfirmannsstöðu og algengt er að ofbeldið eða áreitnin hafi varað í nokkur ár á vinnustaðnum. Þá sýna niðurstöður að 42 prósent þolenda höfðu óbreytta stöðu á vinnustað í kjölfar þess að greina frá ofbeldinu eða áreitninni, 19 prósentum þolenda hafði verið sagt upp störfum, 17 prósent sögðu upp að eigin frumkvæði og 14 prósent fóru langtíma veikindaleyfi. Algengara er að karlmönnum hafi verið sagt upp störfum en konum. Hins vegar er algengara að konur fari í langtíma veikindaleyfi en karlar. Ásta segir erlendar rannsóknir benda til þess að ofbeldi eða áreitni geti haft áhrif á starfsferil þolenda á vinnumarkaði. Í kjölfar uppsagna og langvarandi veikinda sé ákveðin hætta á að einstaklingar fái verri stöðu á vinnumarkaði með tilheyrandi tekjumissi. Einnig er ákveðin hætta á að það leiði til ótímabundins brottfalls af vinnumarkaði. „Þetta er málefni sem þarf að skoða betur. Það þarf að kanna betur hvernig staða þessa hóps er á vinnumarkaði og hvernig fólki reiðir af á eftir. Vegna þess að þegar svona kemur upp á vinnustað og ef það er eitthvað rót á eftir þá hefur það áhrif á einstaklinginn. Það getur verið að fólk fari í verri störf og þá skerðir það ævitekjurnar. Ef fólk er lengi í vanda sem fylgir, atvinnuleysi eða langtímaveikindum að þá verður líka tekjutap. Þá verða líka vandræði heima fyrir ef fólk er fjölskyldufólk,“ segir Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira