Leiðinlegasta Matadorspil í heimi! Rósa María Hjörvar skrifar 7. nóvember 2017 13:52 Að vera öryrki á Íslandi er að vera þvingaður til þátttöku í leiðinlegasta Matadorspili í heimi. Það er naumt skammtað frá upphafi og ólíklegt að hægt sé að komast hringinn með þeim fjármunum sem þú hefur til ráðstöfunar. Ef þú skildir vera svo lánsöm að draga spjald með óvæntum glaðningi, eins og ófyrirséðum atvinnutekjum, styrk eða einhverskonar eingreiðslu, þá getur þú verið viss um að næsta spjald tilkynni um skuld til Ríkisskattstjóra, skerðingu lífeyris og skerðingu vaxta og/eða barnabóta.. Þú ferð beint í skuldafangelsi og færð sko ekki krónu fyrir að fara yfir byrjunarreit. Um þriðjungur þeirra sem leita aðstoðar hjá Umboðsmanni Skuldara eru öryrkjar sem eru á framfærslu ríkis og/eða lífeyrissjóða og glíma oftar en ekki við skuldir til annarra opinbera aðila eins og Ríkisskattstjóra, LÍN eða Tryggingarstofnunar Ríkisins. Þannig er hið opinbera búið að setja á fót hringekju þar sem fólk er vísað á milli opinbera aðila til þess annaðhvort að greiða eða fá greitt, lenda í innheimtu eða niðurfellingu skulda. Við þetta starfar svo her af fólki sem þarf að rýna í það hvort Sigga eða Jói séu í plús eða mínus hjá hinu opinbera, senda út bréf, aðstoða við útfylllingu eyðublaða og sinna innheimtu. Þannig gengur þetta hring eftir hring, með þá allra veikustu í okkar samfélagi sem fórnarlömb. Í stað þess að einbeita sér að því að ná andlegri og líkamlegri heilsu nagar fólk blýanta og klórar sér í höfðinu á meðan það reynir að reikna út hversu mikið það muni á endanum kosta það að hafa tekið á móti styrk eða reddað sér tekjum. Það er freistandi, þegar horft er til þess hversu flókið þetta kerfi er, að kalla eftir heildarendurskoðun og setja á fót nefnd sem gæti farið vandlega yfir málið og komið fram með lausnir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er óþarfi. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að leysa þennan vanda og höfum alla burði til þess að gera það hratt og örugglega. Vandinn er fyrst og síðast tekjuvandi og því þarf, undir eins, að hækka lífeyri, í 390 000 kr. og tryggja að hann fylgi launa og verðlagsþróun. Það þarf, fyrir áramót, að fella niður krónu á móti krónu skerðingu lífeyris og í framhaldi að undanskilja skatti þá styrki sem er veittir öryrkjum frá stéttarfélögum, styrktarfélögum og öðrum frjálsum félagasamtökum. Í framhaldinu væri svo gott að skoða bæði frítekjumark og persónuafslátt og setjast niður með lífeyrissjóðunum og kortleggja þær víxslskerðingar sem verða á lífeyri frá annarsvegar tryggingarstofnun og hinsvegar lífeyrissjóðum. Allt eru þetta breytingar sem hægt er að gera án mikilla fyrirhafnar og í leiðinni leggja að velli það pappírstígrisdýr sem ríkið hefur alið og hlýtur að kosta sitt. Það þarf ekki að skilyrða þessar breytingar við svokallað „starfsgetumat“, eins og sumir flokkar virðast vilja gera. Starfsgetumat, eins og það liggur fyrir er þungt og óljóst ferli sem bætist við þau kerfi sem nú þegar eru til staðar og það er alls óvíst að það skili nokkrum árangri. Hið gagnstæða hefur verið raunin til að mynda á Bretlandi. Við öryrkjar viljum vinna, við höfum sýnt það og sannað, ár eftir ár eru hundruðir öryrkja í virkri atvinnuleit og enn fleiri í vinnu – þrátt fyrir að uppskera lítið sem ekki neitt fjárhagslega fyrir verk sín. Eins og stendur eru um 400 manns með skerta starfsgetu í virkri vinnuleit hjá Vinnumálastofnun. Sem sagt 400 öryrkjar sem fá ekki vinnu þrátt fyrir hagsæld og góðæri. Og það er fjarri því að vera tæmandi tala, þar sem Vinnumálastofnun er aðeins ein af þeim gáttum sem notaðar eru til þess að komast á vinnumarkað. Þegar „starfgetumat“ er skoðað í í ljósi þess, að svo margir öryrkjar eru í virkri atvinnuleit , en fá ekki störf, þá er erfitt að skilja hvað mönnum gengur til með þessum tillögum. Væri ekki nær að krefjast þess að atvinnulífið, ríki og sveitarfélög settu sér ráðningarstefnu og myndu skuldbinda sig til þess að ráða þessa einstaklinga til starfa? Þegar búið er að afnema þær skerðingar sem takmarka tækifæri öryrkja til atvinnu og fjölga störfum þá er vandinn leystur og algjör óþarfi að byggja upp flókið og óljóst „starfsgetumat“ sem engin veit hverju á að skila. Jákvæðni skiptir máli, í samskiptum og breytingarferlum og hún skiptir því máli hér. Komandi ríkisstjórn hefur einstakt tækifæri til þess að leiðrétta kjör þeirra verst settu. Við þekkjum vandann og við kunnum að leysa hann og það er ekkert því til fyrirstöðu að breyta þessu strax. Þvílík forréttindi að fá að vera stjórnarþingmaður á svona tímum og hafa raunverulegt tækifæri til þess að bæta íslenskt þjóðfélag, afnema álögur á vinnandi fólki og tryggja stöðuleika. Þið skuluð ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara, hendum þessu ónýta Matadorspili út í veður og vind, tryggjum réttlæti, mannsæmd og lífsgleði strax í dag.Rósa María HjörvarFormaður málefnahóps um kjaramálÖryrkjabandalag Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera öryrki á Íslandi er að vera þvingaður til þátttöku í leiðinlegasta Matadorspili í heimi. Það er naumt skammtað frá upphafi og ólíklegt að hægt sé að komast hringinn með þeim fjármunum sem þú hefur til ráðstöfunar. Ef þú skildir vera svo lánsöm að draga spjald með óvæntum glaðningi, eins og ófyrirséðum atvinnutekjum, styrk eða einhverskonar eingreiðslu, þá getur þú verið viss um að næsta spjald tilkynni um skuld til Ríkisskattstjóra, skerðingu lífeyris og skerðingu vaxta og/eða barnabóta.. Þú ferð beint í skuldafangelsi og færð sko ekki krónu fyrir að fara yfir byrjunarreit. Um þriðjungur þeirra sem leita aðstoðar hjá Umboðsmanni Skuldara eru öryrkjar sem eru á framfærslu ríkis og/eða lífeyrissjóða og glíma oftar en ekki við skuldir til annarra opinbera aðila eins og Ríkisskattstjóra, LÍN eða Tryggingarstofnunar Ríkisins. Þannig er hið opinbera búið að setja á fót hringekju þar sem fólk er vísað á milli opinbera aðila til þess annaðhvort að greiða eða fá greitt, lenda í innheimtu eða niðurfellingu skulda. Við þetta starfar svo her af fólki sem þarf að rýna í það hvort Sigga eða Jói séu í plús eða mínus hjá hinu opinbera, senda út bréf, aðstoða við útfylllingu eyðublaða og sinna innheimtu. Þannig gengur þetta hring eftir hring, með þá allra veikustu í okkar samfélagi sem fórnarlömb. Í stað þess að einbeita sér að því að ná andlegri og líkamlegri heilsu nagar fólk blýanta og klórar sér í höfðinu á meðan það reynir að reikna út hversu mikið það muni á endanum kosta það að hafa tekið á móti styrk eða reddað sér tekjum. Það er freistandi, þegar horft er til þess hversu flókið þetta kerfi er, að kalla eftir heildarendurskoðun og setja á fót nefnd sem gæti farið vandlega yfir málið og komið fram með lausnir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er óþarfi. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að leysa þennan vanda og höfum alla burði til þess að gera það hratt og örugglega. Vandinn er fyrst og síðast tekjuvandi og því þarf, undir eins, að hækka lífeyri, í 390 000 kr. og tryggja að hann fylgi launa og verðlagsþróun. Það þarf, fyrir áramót, að fella niður krónu á móti krónu skerðingu lífeyris og í framhaldi að undanskilja skatti þá styrki sem er veittir öryrkjum frá stéttarfélögum, styrktarfélögum og öðrum frjálsum félagasamtökum. Í framhaldinu væri svo gott að skoða bæði frítekjumark og persónuafslátt og setjast niður með lífeyrissjóðunum og kortleggja þær víxslskerðingar sem verða á lífeyri frá annarsvegar tryggingarstofnun og hinsvegar lífeyrissjóðum. Allt eru þetta breytingar sem hægt er að gera án mikilla fyrirhafnar og í leiðinni leggja að velli það pappírstígrisdýr sem ríkið hefur alið og hlýtur að kosta sitt. Það þarf ekki að skilyrða þessar breytingar við svokallað „starfsgetumat“, eins og sumir flokkar virðast vilja gera. Starfsgetumat, eins og það liggur fyrir er þungt og óljóst ferli sem bætist við þau kerfi sem nú þegar eru til staðar og það er alls óvíst að það skili nokkrum árangri. Hið gagnstæða hefur verið raunin til að mynda á Bretlandi. Við öryrkjar viljum vinna, við höfum sýnt það og sannað, ár eftir ár eru hundruðir öryrkja í virkri atvinnuleit og enn fleiri í vinnu – þrátt fyrir að uppskera lítið sem ekki neitt fjárhagslega fyrir verk sín. Eins og stendur eru um 400 manns með skerta starfsgetu í virkri vinnuleit hjá Vinnumálastofnun. Sem sagt 400 öryrkjar sem fá ekki vinnu þrátt fyrir hagsæld og góðæri. Og það er fjarri því að vera tæmandi tala, þar sem Vinnumálastofnun er aðeins ein af þeim gáttum sem notaðar eru til þess að komast á vinnumarkað. Þegar „starfgetumat“ er skoðað í í ljósi þess, að svo margir öryrkjar eru í virkri atvinnuleit , en fá ekki störf, þá er erfitt að skilja hvað mönnum gengur til með þessum tillögum. Væri ekki nær að krefjast þess að atvinnulífið, ríki og sveitarfélög settu sér ráðningarstefnu og myndu skuldbinda sig til þess að ráða þessa einstaklinga til starfa? Þegar búið er að afnema þær skerðingar sem takmarka tækifæri öryrkja til atvinnu og fjölga störfum þá er vandinn leystur og algjör óþarfi að byggja upp flókið og óljóst „starfsgetumat“ sem engin veit hverju á að skila. Jákvæðni skiptir máli, í samskiptum og breytingarferlum og hún skiptir því máli hér. Komandi ríkisstjórn hefur einstakt tækifæri til þess að leiðrétta kjör þeirra verst settu. Við þekkjum vandann og við kunnum að leysa hann og það er ekkert því til fyrirstöðu að breyta þessu strax. Þvílík forréttindi að fá að vera stjórnarþingmaður á svona tímum og hafa raunverulegt tækifæri til þess að bæta íslenskt þjóðfélag, afnema álögur á vinnandi fólki og tryggja stöðuleika. Þið skuluð ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara, hendum þessu ónýta Matadorspili út í veður og vind, tryggjum réttlæti, mannsæmd og lífsgleði strax í dag.Rósa María HjörvarFormaður málefnahóps um kjaramálÖryrkjabandalag Íslands