Skóli með og án aðgreiningar Kristín Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ hefur verið hin opinbera stefna á Íslandi um nokkurt skeið. Henni hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis margra sveitarfélaga og við menntun kennara.„Án aðgreiningar“ Í nafni stefnunnar „skóli án aðgreiningar“ hafa mörg úrvals sérúrræði verið aflögð og myndast hefur þöggun um ágæti þeirra. Meira að segja eru orðin sérkennari og sérkennsla orðin tabú í ýmsum opinberum gögnum. Stefnan er að allir kennarar kunni til verka við að kenna öllum nemendum. Gott og vel. Margt þarfnast úrbóta í almennu kennaranámi. En er sérhæfing og sérþekking í málefnum barna með fjölbreyttar sérþarfir orðin óþörf og jafnvel af hinu illa?Ólíkar þarfir og kennsluaðferðir Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu barna með skerta námsgetu eru að mörgu leyti ólík því sem gerist í almennri kennslu. Vanda þarf til verka svo að nemandinn hafi viðfangsefni við hæfi sem veita fjölbreytt tækifæri til náms. Bók, blað og blýantur eru ekki endilega þau námsgögn sem best henta. Almennir kennarar hafa hingað til ekki fengið kennslu á þessu sviði og kjarasamningar veita ekki svigrúm til aukins undirbúnings sem með þarf. Til eru börn sem þurfa markvissa hjálp við að stilla skap sitt og fylgja reglum. Ef breyta á óæskilegri hegðun þarf að setja skýr mörk og vera reiðubúinn að fylgja þeim eftir. Slík vinna þarf að fara fram í aðstæðum sem henta.…verða undir í goggunarröðinni Hið gamla orðatiltæki „líkur sækir líkan heim“ felur í sér mikinn sannleik. Öll sækjumst við eftir samveru og vináttu við fólk sem við finnum til samkenndar með. Sumir nemendur eru vinsælir, sumir eiga einn góðan vin og aðrir eru hafðir útundan. Þrátt fyrir góðan vilja kennara eru margir þættir félagstengsla sem ekki er unnt að stýra. Þú getur gert tvö börn að sessunautum en þú gerir þau ekki að vinum. Félagslega óþroskaðir nemendur ná iðulega ekki að fóta sig í hópnum, heldur eru einungis umbornir. Þessi börn vaxa úr grasi án þess að eignast vini. Þau skilja ekki leikreglur jafnaldra sem eru á öðru þroskastigi. Í smærri hópum er oft auðveldara að aðstoða nemendur við að mynda tengsl, efla félagsþroska þeirra og sjálfsvirðingu. Takist vel til á nemandinn auðveldara með að spjara sig í stærri hópi og að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er. Þess vegna er mikill missir að mörgum góðum sérdeildum sem lagðar hafa verið niður undanfarin ár.„Skóli fjölbreytileikans“ – að vera fremstur meðal jafningja Þeirri skoðun hefur verið fleygt fram að nemendur í sérskólum og í öðrum sérúrræðum læri bara að apa eftir kæki og slæma hegðun hver af öðrum. Þetta eru örgustu fordómar. Nemendur með skerta námshæfni finna oft til mikillar samkenndar hver með öðrum og með þeim tekst djúp og innileg vinátta. Margir nemendur sem hafa verið í sérúrræðum eiga sinn vinahóp til að deila með gleði og sorgum, bjóða í merkisafmæli og upplifa saman merka áfanga. Samfélag þroskaheftra er minnihlutahópur sem sætir fordómum og vanþekkingu. Þar er að finna fólk með reisn og sjálfsvirðingu sem er sátt við eigin stöðu. Þetta er fólk sem alist hefur upp við virðingu og var gert kleift að þroskast og eflast á eigin forsendum í stað þess að þurfa sífellt að mistakast á mælikvarða hinna ófötluðu. Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæfing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ og setja markið hærra.Höfundur var deildarstjóri í Öskjuhlíðarskóla og hefur unnið sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu í almennum skólum, leikskóla og á framhaldsstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ hefur verið hin opinbera stefna á Íslandi um nokkurt skeið. Henni hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis margra sveitarfélaga og við menntun kennara.„Án aðgreiningar“ Í nafni stefnunnar „skóli án aðgreiningar“ hafa mörg úrvals sérúrræði verið aflögð og myndast hefur þöggun um ágæti þeirra. Meira að segja eru orðin sérkennari og sérkennsla orðin tabú í ýmsum opinberum gögnum. Stefnan er að allir kennarar kunni til verka við að kenna öllum nemendum. Gott og vel. Margt þarfnast úrbóta í almennu kennaranámi. En er sérhæfing og sérþekking í málefnum barna með fjölbreyttar sérþarfir orðin óþörf og jafnvel af hinu illa?Ólíkar þarfir og kennsluaðferðir Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu barna með skerta námsgetu eru að mörgu leyti ólík því sem gerist í almennri kennslu. Vanda þarf til verka svo að nemandinn hafi viðfangsefni við hæfi sem veita fjölbreytt tækifæri til náms. Bók, blað og blýantur eru ekki endilega þau námsgögn sem best henta. Almennir kennarar hafa hingað til ekki fengið kennslu á þessu sviði og kjarasamningar veita ekki svigrúm til aukins undirbúnings sem með þarf. Til eru börn sem þurfa markvissa hjálp við að stilla skap sitt og fylgja reglum. Ef breyta á óæskilegri hegðun þarf að setja skýr mörk og vera reiðubúinn að fylgja þeim eftir. Slík vinna þarf að fara fram í aðstæðum sem henta.…verða undir í goggunarröðinni Hið gamla orðatiltæki „líkur sækir líkan heim“ felur í sér mikinn sannleik. Öll sækjumst við eftir samveru og vináttu við fólk sem við finnum til samkenndar með. Sumir nemendur eru vinsælir, sumir eiga einn góðan vin og aðrir eru hafðir útundan. Þrátt fyrir góðan vilja kennara eru margir þættir félagstengsla sem ekki er unnt að stýra. Þú getur gert tvö börn að sessunautum en þú gerir þau ekki að vinum. Félagslega óþroskaðir nemendur ná iðulega ekki að fóta sig í hópnum, heldur eru einungis umbornir. Þessi börn vaxa úr grasi án þess að eignast vini. Þau skilja ekki leikreglur jafnaldra sem eru á öðru þroskastigi. Í smærri hópum er oft auðveldara að aðstoða nemendur við að mynda tengsl, efla félagsþroska þeirra og sjálfsvirðingu. Takist vel til á nemandinn auðveldara með að spjara sig í stærri hópi og að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er. Þess vegna er mikill missir að mörgum góðum sérdeildum sem lagðar hafa verið niður undanfarin ár.„Skóli fjölbreytileikans“ – að vera fremstur meðal jafningja Þeirri skoðun hefur verið fleygt fram að nemendur í sérskólum og í öðrum sérúrræðum læri bara að apa eftir kæki og slæma hegðun hver af öðrum. Þetta eru örgustu fordómar. Nemendur með skerta námshæfni finna oft til mikillar samkenndar hver með öðrum og með þeim tekst djúp og innileg vinátta. Margir nemendur sem hafa verið í sérúrræðum eiga sinn vinahóp til að deila með gleði og sorgum, bjóða í merkisafmæli og upplifa saman merka áfanga. Samfélag þroskaheftra er minnihlutahópur sem sætir fordómum og vanþekkingu. Þar er að finna fólk með reisn og sjálfsvirðingu sem er sátt við eigin stöðu. Þetta er fólk sem alist hefur upp við virðingu og var gert kleift að þroskast og eflast á eigin forsendum í stað þess að þurfa sífellt að mistakast á mælikvarða hinna ófötluðu. Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæfing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ og setja markið hærra.Höfundur var deildarstjóri í Öskjuhlíðarskóla og hefur unnið sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu í almennum skólum, leikskóla og á framhaldsstigi.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun