Skóli með og án aðgreiningar Kristín Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ hefur verið hin opinbera stefna á Íslandi um nokkurt skeið. Henni hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis margra sveitarfélaga og við menntun kennara.„Án aðgreiningar“ Í nafni stefnunnar „skóli án aðgreiningar“ hafa mörg úrvals sérúrræði verið aflögð og myndast hefur þöggun um ágæti þeirra. Meira að segja eru orðin sérkennari og sérkennsla orðin tabú í ýmsum opinberum gögnum. Stefnan er að allir kennarar kunni til verka við að kenna öllum nemendum. Gott og vel. Margt þarfnast úrbóta í almennu kennaranámi. En er sérhæfing og sérþekking í málefnum barna með fjölbreyttar sérþarfir orðin óþörf og jafnvel af hinu illa?Ólíkar þarfir og kennsluaðferðir Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu barna með skerta námsgetu eru að mörgu leyti ólík því sem gerist í almennri kennslu. Vanda þarf til verka svo að nemandinn hafi viðfangsefni við hæfi sem veita fjölbreytt tækifæri til náms. Bók, blað og blýantur eru ekki endilega þau námsgögn sem best henta. Almennir kennarar hafa hingað til ekki fengið kennslu á þessu sviði og kjarasamningar veita ekki svigrúm til aukins undirbúnings sem með þarf. Til eru börn sem þurfa markvissa hjálp við að stilla skap sitt og fylgja reglum. Ef breyta á óæskilegri hegðun þarf að setja skýr mörk og vera reiðubúinn að fylgja þeim eftir. Slík vinna þarf að fara fram í aðstæðum sem henta.…verða undir í goggunarröðinni Hið gamla orðatiltæki „líkur sækir líkan heim“ felur í sér mikinn sannleik. Öll sækjumst við eftir samveru og vináttu við fólk sem við finnum til samkenndar með. Sumir nemendur eru vinsælir, sumir eiga einn góðan vin og aðrir eru hafðir útundan. Þrátt fyrir góðan vilja kennara eru margir þættir félagstengsla sem ekki er unnt að stýra. Þú getur gert tvö börn að sessunautum en þú gerir þau ekki að vinum. Félagslega óþroskaðir nemendur ná iðulega ekki að fóta sig í hópnum, heldur eru einungis umbornir. Þessi börn vaxa úr grasi án þess að eignast vini. Þau skilja ekki leikreglur jafnaldra sem eru á öðru þroskastigi. Í smærri hópum er oft auðveldara að aðstoða nemendur við að mynda tengsl, efla félagsþroska þeirra og sjálfsvirðingu. Takist vel til á nemandinn auðveldara með að spjara sig í stærri hópi og að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er. Þess vegna er mikill missir að mörgum góðum sérdeildum sem lagðar hafa verið niður undanfarin ár.„Skóli fjölbreytileikans“ – að vera fremstur meðal jafningja Þeirri skoðun hefur verið fleygt fram að nemendur í sérskólum og í öðrum sérúrræðum læri bara að apa eftir kæki og slæma hegðun hver af öðrum. Þetta eru örgustu fordómar. Nemendur með skerta námshæfni finna oft til mikillar samkenndar hver með öðrum og með þeim tekst djúp og innileg vinátta. Margir nemendur sem hafa verið í sérúrræðum eiga sinn vinahóp til að deila með gleði og sorgum, bjóða í merkisafmæli og upplifa saman merka áfanga. Samfélag þroskaheftra er minnihlutahópur sem sætir fordómum og vanþekkingu. Þar er að finna fólk með reisn og sjálfsvirðingu sem er sátt við eigin stöðu. Þetta er fólk sem alist hefur upp við virðingu og var gert kleift að þroskast og eflast á eigin forsendum í stað þess að þurfa sífellt að mistakast á mælikvarða hinna ófötluðu. Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæfing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ og setja markið hærra.Höfundur var deildarstjóri í Öskjuhlíðarskóla og hefur unnið sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu í almennum skólum, leikskóla og á framhaldsstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ hefur verið hin opinbera stefna á Íslandi um nokkurt skeið. Henni hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis margra sveitarfélaga og við menntun kennara.„Án aðgreiningar“ Í nafni stefnunnar „skóli án aðgreiningar“ hafa mörg úrvals sérúrræði verið aflögð og myndast hefur þöggun um ágæti þeirra. Meira að segja eru orðin sérkennari og sérkennsla orðin tabú í ýmsum opinberum gögnum. Stefnan er að allir kennarar kunni til verka við að kenna öllum nemendum. Gott og vel. Margt þarfnast úrbóta í almennu kennaranámi. En er sérhæfing og sérþekking í málefnum barna með fjölbreyttar sérþarfir orðin óþörf og jafnvel af hinu illa?Ólíkar þarfir og kennsluaðferðir Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu barna með skerta námsgetu eru að mörgu leyti ólík því sem gerist í almennri kennslu. Vanda þarf til verka svo að nemandinn hafi viðfangsefni við hæfi sem veita fjölbreytt tækifæri til náms. Bók, blað og blýantur eru ekki endilega þau námsgögn sem best henta. Almennir kennarar hafa hingað til ekki fengið kennslu á þessu sviði og kjarasamningar veita ekki svigrúm til aukins undirbúnings sem með þarf. Til eru börn sem þurfa markvissa hjálp við að stilla skap sitt og fylgja reglum. Ef breyta á óæskilegri hegðun þarf að setja skýr mörk og vera reiðubúinn að fylgja þeim eftir. Slík vinna þarf að fara fram í aðstæðum sem henta.…verða undir í goggunarröðinni Hið gamla orðatiltæki „líkur sækir líkan heim“ felur í sér mikinn sannleik. Öll sækjumst við eftir samveru og vináttu við fólk sem við finnum til samkenndar með. Sumir nemendur eru vinsælir, sumir eiga einn góðan vin og aðrir eru hafðir útundan. Þrátt fyrir góðan vilja kennara eru margir þættir félagstengsla sem ekki er unnt að stýra. Þú getur gert tvö börn að sessunautum en þú gerir þau ekki að vinum. Félagslega óþroskaðir nemendur ná iðulega ekki að fóta sig í hópnum, heldur eru einungis umbornir. Þessi börn vaxa úr grasi án þess að eignast vini. Þau skilja ekki leikreglur jafnaldra sem eru á öðru þroskastigi. Í smærri hópum er oft auðveldara að aðstoða nemendur við að mynda tengsl, efla félagsþroska þeirra og sjálfsvirðingu. Takist vel til á nemandinn auðveldara með að spjara sig í stærri hópi og að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er. Þess vegna er mikill missir að mörgum góðum sérdeildum sem lagðar hafa verið niður undanfarin ár.„Skóli fjölbreytileikans“ – að vera fremstur meðal jafningja Þeirri skoðun hefur verið fleygt fram að nemendur í sérskólum og í öðrum sérúrræðum læri bara að apa eftir kæki og slæma hegðun hver af öðrum. Þetta eru örgustu fordómar. Nemendur með skerta námshæfni finna oft til mikillar samkenndar hver með öðrum og með þeim tekst djúp og innileg vinátta. Margir nemendur sem hafa verið í sérúrræðum eiga sinn vinahóp til að deila með gleði og sorgum, bjóða í merkisafmæli og upplifa saman merka áfanga. Samfélag þroskaheftra er minnihlutahópur sem sætir fordómum og vanþekkingu. Þar er að finna fólk með reisn og sjálfsvirðingu sem er sátt við eigin stöðu. Þetta er fólk sem alist hefur upp við virðingu og var gert kleift að þroskast og eflast á eigin forsendum í stað þess að þurfa sífellt að mistakast á mælikvarða hinna ófötluðu. Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæfing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ og setja markið hærra.Höfundur var deildarstjóri í Öskjuhlíðarskóla og hefur unnið sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu í almennum skólum, leikskóla og á framhaldsstigi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun