Þau eru systkini: Með hæfileikana í blóðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 19:30 Þessum systkinum er margt til lista lagt. Svo virðist oft sem hæfileikar séu ættgengir, en það sannast sko sannarlega ef litið er yfir þennan lista yfir fræg, íslensk systkini. Sum þessara systkinapara koma ef til vill á óvart, en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á hinum ýmsu sviðum.Emmsjé Gauti og Karin.Söngelsk systkini Emmsjé Gauti er landsmönnum kunnugur enda einn fremsti rappari landsins. Systir hans, tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Young Karin, er ekki síður hæfileikarík. Auður og Hrafnhildur.Do Re Mí Fa Sund Hrafnhildur Lúthersdóttir er afrekskona í sundi og hefur sett fjölda meta í greininni, sem og keppt fyrir landslið Íslands í sundi. Hún á ekki langt að sækja metnaðinn og þrautseigjuna því tónlistarmaðurinn Auður, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson, er bróðir hennar. Auður kom eins og stormsveipur inní íslenskt tónlistarlíf og hefur náð ótrúlega langt á stuttum tíma.Björt og Fannar.Þriggja stiga systkini Þó þingkonan Björt Ólafsdóttir sé ung að árum, hefur hún náð langt í lífinu og hefur gegnt stöðu umhverfis- og auðlindaráðherra síðan snemma á þessu ári. Björt lætur sko ekki vaða yfir sig og það gerir bróðir hennar, körfuboltakappinn Fannar Ólafsson, ekki heldur. Einstaklega góð systkinablanda á þeim bænum.Jóhannes og Halla.Eftirherman og alþingiskonan Halla Signý Kristjánsdóttir er ein af splunkunýju þingmönnunum á Alþingi en hún stendur vaktina í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Bróðir hennar er enginn annar en Jóhannes Kristjánsson, ein ástsælasta eftirherma þjóðarinnar sem hefur eflaust hermt eftir flestum þingmönnum landsins. Ætli Halla sé næst?Óskar og Steinunn.Stöngin inn Fjölmiðlamaðurinn og knattspyrnusérfræðingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson og sjónvarpsstjarnan og pólitíkusinn Steinunn Ása Þorvaldsdóttir eru systkini. Þeir sem þau þekkja vita að þau bera af sér gríðarlega góðan þokka og eru skelegg með eindæmum.Magnús Geir, Árni Oddur og Jón Gunnar.Þrusu þrenna Hvað eiga Magnús Geir útvarpsstjóri, Árni Oddur forstjóri Marel og leikstjórinn Jón Gunnar sameiginlegt? Jú, þeir eru allir Þórðarsynir og tengdir bræðraböndum. Þeir virðast hafa dottið í genalukkupottinn þegar kemur að hæfileikum og skara fram úr, hver á sínu sviði.Ilmur og Lísa.Á öndverðu meiði Ástsæla leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir er varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð. Systir hennar, Lísa Kristjánsdóttir, er hins vegar aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs. Eflaust líflegar pólitískar umræður í þeirra fjölskylduboðum.Katla, Sveinn Andri og Herdís.Leiklist og lagamál Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir kann listina að kitla hláturtaugar landans betur en flestir. Það ætti að gleðja systkini hennar, lögfræðingana Svein Andra Sveinsson og Herdísi Þorgeirsdóttur. Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Svo virðist oft sem hæfileikar séu ættgengir, en það sannast sko sannarlega ef litið er yfir þennan lista yfir fræg, íslensk systkini. Sum þessara systkinapara koma ef til vill á óvart, en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á hinum ýmsu sviðum.Emmsjé Gauti og Karin.Söngelsk systkini Emmsjé Gauti er landsmönnum kunnugur enda einn fremsti rappari landsins. Systir hans, tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Young Karin, er ekki síður hæfileikarík. Auður og Hrafnhildur.Do Re Mí Fa Sund Hrafnhildur Lúthersdóttir er afrekskona í sundi og hefur sett fjölda meta í greininni, sem og keppt fyrir landslið Íslands í sundi. Hún á ekki langt að sækja metnaðinn og þrautseigjuna því tónlistarmaðurinn Auður, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson, er bróðir hennar. Auður kom eins og stormsveipur inní íslenskt tónlistarlíf og hefur náð ótrúlega langt á stuttum tíma.Björt og Fannar.Þriggja stiga systkini Þó þingkonan Björt Ólafsdóttir sé ung að árum, hefur hún náð langt í lífinu og hefur gegnt stöðu umhverfis- og auðlindaráðherra síðan snemma á þessu ári. Björt lætur sko ekki vaða yfir sig og það gerir bróðir hennar, körfuboltakappinn Fannar Ólafsson, ekki heldur. Einstaklega góð systkinablanda á þeim bænum.Jóhannes og Halla.Eftirherman og alþingiskonan Halla Signý Kristjánsdóttir er ein af splunkunýju þingmönnunum á Alþingi en hún stendur vaktina í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Bróðir hennar er enginn annar en Jóhannes Kristjánsson, ein ástsælasta eftirherma þjóðarinnar sem hefur eflaust hermt eftir flestum þingmönnum landsins. Ætli Halla sé næst?Óskar og Steinunn.Stöngin inn Fjölmiðlamaðurinn og knattspyrnusérfræðingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson og sjónvarpsstjarnan og pólitíkusinn Steinunn Ása Þorvaldsdóttir eru systkini. Þeir sem þau þekkja vita að þau bera af sér gríðarlega góðan þokka og eru skelegg með eindæmum.Magnús Geir, Árni Oddur og Jón Gunnar.Þrusu þrenna Hvað eiga Magnús Geir útvarpsstjóri, Árni Oddur forstjóri Marel og leikstjórinn Jón Gunnar sameiginlegt? Jú, þeir eru allir Þórðarsynir og tengdir bræðraböndum. Þeir virðast hafa dottið í genalukkupottinn þegar kemur að hæfileikum og skara fram úr, hver á sínu sviði.Ilmur og Lísa.Á öndverðu meiði Ástsæla leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir er varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð. Systir hennar, Lísa Kristjánsdóttir, er hins vegar aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs. Eflaust líflegar pólitískar umræður í þeirra fjölskylduboðum.Katla, Sveinn Andri og Herdís.Leiklist og lagamál Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir kann listina að kitla hláturtaugar landans betur en flestir. Það ætti að gleðja systkini hennar, lögfræðingana Svein Andra Sveinsson og Herdísi Þorgeirsdóttur.
Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira