Handbolti

Línumaður ÍBV skellti sér til Kanarí og vann Meistaradeildina í strandhandbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Asun Batista í leik á strandhandboltamótinu.
Asun Batista í leik á strandhandboltamótinu. Mynd/Twitter/Arena Handball Tour‏
Asun Batista spilar með ÍBV í Olís deild kvenna en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni titil með öðru félagi.

Asun Batista vann um helgina Meistaradeildina í strandhandbolta með spænska liðinu C.BM Playa Algerciras.

Asun Batista gerði gott betur en það því þessi öflugi línumaður skoraði alls 116 mörk í mótinu og var bæði markahæst og kosin mikilvægasti leikmaðurinn.

C.BM Playa Algerciras vann 2-0 sigur á hollenska liðinu Westside í úrslitaleiknum eftir að hafa slegið ungverska liðið Multichem Szentendrei út í undanúrslitunum.

Evrópska handboltasambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni.





Asun Batista eða Asunción Batista Portero eins og hún heitir fullu nafni hefur spilað sex leiki með ÍBV-liðinu í Olís deild kvenna í vetur skorað í þeim fjórtán mörk. Eyjakonur eru í öðru sæti deildarinnar með 9 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×