Hversu skynsamleg er skynsemin? Gunnar Jóhannesson skrifar 31. október 2017 11:15 Hversu áreiðanleg er hugsun okkar? Er hún traustsins verð? Hvað með skynsemina? Er hún jafn skynsamleg og af er látið? Slíkar spurningar hljóma ef til vill kjánalega. Ýmsir af mínum ágætu guðlausu vinum - þó alls ekki allir - líta svo á að það að vera kristinnar trúar í dag er í besta falli aum afsökun fyrir þá sem ekki nenna að hugsa og nota sína heilbrigðu skynsemi. Raunin er sú, segja þessir ágætu guðleysingjar, að trú er í mótsögn við vísindalega og skynsamlega hugsun. Ólíkt guðleysinu sjáðu! Guðleysi og vísindaleg og skynsamleg hugsun falli nefnilega saman eins og hanski og hönd. Raunar sé um eitt og hið sama að ræða. Svo þar sem vísindaleg og heilbrigð hugsun ræður ferð hlýtur niðurstaðan óhjákvæmilega að vera á guðlausum nótum. Ef þú sumsé fellst ekki á guðleysið þá hefur þú gefið alla hugsun og skynsemi upp á bátinn. Eða svo er sagt. Hér er rétt að staldra við og spyrja okkar ágæta guðlausa vin áhugaverðrar spurningar. Hvað er hugsun? Hvað er skynsemi? Það er að segja ef við göngum út frá forsendum guðleysisins. Guðleysi er jú í eðli sínu smættandi. Samkvæmt því verður að útskýra allt neðan frá, út frá hinu smáa. Á forsendum efnislegs og náttúrulegs ferlis af einum toga eða öðrum. Önnur útskýring er ekki í boði. Allt á sér, og getur ekki annað en átt sér, náttúrulegar orsakir. Það er jú skilgreiningin á náttúruhyggju. Veruleikinn er ekki annað en efni sem lýtur blindum lögmálum náttúrunnar. Og það á auðvitað líka við um hugsun okkar. Hún er ekki undanskilin smættarhyggjunni. Hugsun er ekki fólgin í öðru en taugaboðun í heilanum okkar. Í rafboðum sem skjótast frá einum stað til annars. Í raun er enginn munur á huga okkar og heila. Um er að ræða eitt og það sama. Það minnir á vísindamanninn - sem jafnframt var sannfærður guðleysingi - sem spurður var hvað hann notaði þegar hann stundaði vísindi. - Hugann, sagði hann. - Og hvað er hann, var hann spurður tilbaka. Vísindamaðurinn velktist ekki í vafa um þá röklegu niðurstöðu sem leiddi af hans guðlausu lífsskoðun. - Tja, sagði hann, hugur minn er það sama og heilinn í mér. - Og hvað er heilinn? - Ja, hann er tilviljunarkennd afurð blinds og hugsunarlauss náttúlegs ferlis án nokkurs tilgangs og merkingar. - Jæja, sagði hinn. Af hverju treystirðu þá á hugsun þína? Hvers vegna trúir þú nokkru sem hún segir þér? Já, það er góð spurning. Ef tölvan þín væri ekkert annað en tilviljunarkennd afurð blinds og hugsunarlauss náttúlegs ferlis án nokkurs tilgangs og merkingar, mundir þú nota hana eða treysta á það sem hún segði þér? Þegar allt kemur til alls er þetta spurningin! Hver er áreiðanleiki hugsunar okkar og skynsemi? Hafa vitsmunalegir eiginleikar okkar sannleikann yfirleitt að leiðarljósi? Nei! Ekki samkvæmt okkar ágæta vini guðleysingjanum. Og út frá guðlausu sjónarhorni hefur hann rétt fyrir sér. Það sem rekur þróunina áfram, samkvæmt guðleysinu, og hefur framleitt meðal annars vit okkar og hugsun, hefur ekkert með sannleika að gera heldur fyrst og síðast aðlögun og afkomu. Hvaða þýðingu hefur það? Jú, eins og efnafræðingurinn J. Haldane minnti á fyrir all löngu síðan, ef hugsun mín er ekki fólgin í öðru en atómum á hreyfingu í heilanum á mér - kerfi sem er afleiðing blinds náttúrulegs ferlis - af hverju ætti ég að trúa eða treysta nokkru sem hún segir mér, þar á meðal því að heilinn í mér samanstandi af atómum? Já, hvers vegna? Og hvaða ástæðu hef ég þá til að trúa því og treysta að guðleysi eða náttúruhyggja sé sönn? Mér sýnist svarið nokkuð augljóst, þótt ég þykist vita að okkar ágæti vinur guðleysinginn sé mér ekki sammála. En burtséð frá því get ég ekki annað en velt vöngum yfir því hvers vegna honum finnst skynsamlegt að gangast við því sem grefur undan og gerir að engu þá skynsemi sem hann þó gerir tilkall til í krafti guðleysis síns. Það er eins og saga undan sér greinina sem maður situr á. Ef það er rétt, eins og Richard Dawkins og allir hinir náttúruhyggjusinnarnir halda fram, að við erum ekkert annað en afleiðing blinds og hugsunarlauss náttúrlegs ferlis, þá hafa þeir gefið okkur góða ástæðu til að efast um áreiðanleika vitsmuna okkar og hugsunar. Og þá höfum við góða ástæðu til að efast um allt sem hugsun okkar og vit vilja telja okkur trú um - og þar á meðal er trúarjátning náttúruhyggjunnar, guðleysið sjálft! Það er því ekki að sjá að Guð eða guðstrú sé í mótsögn við skynsamlega hugsun heldur þvert á móti guðleysið. Það þykir mér merkilegt! Það er ekki bara að höndin virðist alltof lítil fyrir hanskann, heldur virðist vanta sjálfan hanskann. Þetta hefur að sjálfsögðu ekkert með getu okkar til að hugsa að gera. Minn ágæti vinur guðleysinginn getur vitaskuld hugsað og beitt sinni heilbrigðu skynsemi á sama hátt og ég. Og það gerir hann oft og iðullega á mun dýpri og afkastameiri hátt en ég. Nei, málið snýst um að án Guðs er ekki að finna neinn grundvöll fyrir hugsun okkar og skynsemi (burtséð frá því hvað við annars hugsum og hvernig við notum skynsemina). En ef horft er út frá sjónarhóli kristinnar trúar lítur myndin allt öðruvísi út. Kristin trú minnir okkur nefnilega á að á undan öllu öðru var ekki ekkert, ekki dautt og skilningsvana efni, eða viljalaust blint afl. Nei, í upphafi var Orðið! Ἐν ἀρχῇἦν ὁ λόγος ... eins og segir í upphafi Jóhannesarguðspjalli Logos! Hugsun, skynsemi, vit og vilji. Þegar kemur að því að útskýra hvers vegna alheimurinn er skiljanlegur og hvers vegna við höfum aðgengi að honum á áreiðanlegan hátt í gegnum hugsun okkar og vit (að minnsta kosti að hluta til), þá á kristin guðstrú mun skynsamlegra svar en guðleysið. Ástæðan er að hvort tveggja, alheimurinn og hugsun okkar, er af sömu rót runnið þegar allt kemur til alls. Hvort tveggja er afleiðing hugsunar og vits, skapandi orðs Guðs. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hversu áreiðanleg er hugsun okkar? Er hún traustsins verð? Hvað með skynsemina? Er hún jafn skynsamleg og af er látið? Slíkar spurningar hljóma ef til vill kjánalega. Ýmsir af mínum ágætu guðlausu vinum - þó alls ekki allir - líta svo á að það að vera kristinnar trúar í dag er í besta falli aum afsökun fyrir þá sem ekki nenna að hugsa og nota sína heilbrigðu skynsemi. Raunin er sú, segja þessir ágætu guðleysingjar, að trú er í mótsögn við vísindalega og skynsamlega hugsun. Ólíkt guðleysinu sjáðu! Guðleysi og vísindaleg og skynsamleg hugsun falli nefnilega saman eins og hanski og hönd. Raunar sé um eitt og hið sama að ræða. Svo þar sem vísindaleg og heilbrigð hugsun ræður ferð hlýtur niðurstaðan óhjákvæmilega að vera á guðlausum nótum. Ef þú sumsé fellst ekki á guðleysið þá hefur þú gefið alla hugsun og skynsemi upp á bátinn. Eða svo er sagt. Hér er rétt að staldra við og spyrja okkar ágæta guðlausa vin áhugaverðrar spurningar. Hvað er hugsun? Hvað er skynsemi? Það er að segja ef við göngum út frá forsendum guðleysisins. Guðleysi er jú í eðli sínu smættandi. Samkvæmt því verður að útskýra allt neðan frá, út frá hinu smáa. Á forsendum efnislegs og náttúrulegs ferlis af einum toga eða öðrum. Önnur útskýring er ekki í boði. Allt á sér, og getur ekki annað en átt sér, náttúrulegar orsakir. Það er jú skilgreiningin á náttúruhyggju. Veruleikinn er ekki annað en efni sem lýtur blindum lögmálum náttúrunnar. Og það á auðvitað líka við um hugsun okkar. Hún er ekki undanskilin smættarhyggjunni. Hugsun er ekki fólgin í öðru en taugaboðun í heilanum okkar. Í rafboðum sem skjótast frá einum stað til annars. Í raun er enginn munur á huga okkar og heila. Um er að ræða eitt og það sama. Það minnir á vísindamanninn - sem jafnframt var sannfærður guðleysingi - sem spurður var hvað hann notaði þegar hann stundaði vísindi. - Hugann, sagði hann. - Og hvað er hann, var hann spurður tilbaka. Vísindamaðurinn velktist ekki í vafa um þá röklegu niðurstöðu sem leiddi af hans guðlausu lífsskoðun. - Tja, sagði hann, hugur minn er það sama og heilinn í mér. - Og hvað er heilinn? - Ja, hann er tilviljunarkennd afurð blinds og hugsunarlauss náttúlegs ferlis án nokkurs tilgangs og merkingar. - Jæja, sagði hinn. Af hverju treystirðu þá á hugsun þína? Hvers vegna trúir þú nokkru sem hún segir þér? Já, það er góð spurning. Ef tölvan þín væri ekkert annað en tilviljunarkennd afurð blinds og hugsunarlauss náttúlegs ferlis án nokkurs tilgangs og merkingar, mundir þú nota hana eða treysta á það sem hún segði þér? Þegar allt kemur til alls er þetta spurningin! Hver er áreiðanleiki hugsunar okkar og skynsemi? Hafa vitsmunalegir eiginleikar okkar sannleikann yfirleitt að leiðarljósi? Nei! Ekki samkvæmt okkar ágæta vini guðleysingjanum. Og út frá guðlausu sjónarhorni hefur hann rétt fyrir sér. Það sem rekur þróunina áfram, samkvæmt guðleysinu, og hefur framleitt meðal annars vit okkar og hugsun, hefur ekkert með sannleika að gera heldur fyrst og síðast aðlögun og afkomu. Hvaða þýðingu hefur það? Jú, eins og efnafræðingurinn J. Haldane minnti á fyrir all löngu síðan, ef hugsun mín er ekki fólgin í öðru en atómum á hreyfingu í heilanum á mér - kerfi sem er afleiðing blinds náttúrulegs ferlis - af hverju ætti ég að trúa eða treysta nokkru sem hún segir mér, þar á meðal því að heilinn í mér samanstandi af atómum? Já, hvers vegna? Og hvaða ástæðu hef ég þá til að trúa því og treysta að guðleysi eða náttúruhyggja sé sönn? Mér sýnist svarið nokkuð augljóst, þótt ég þykist vita að okkar ágæti vinur guðleysinginn sé mér ekki sammála. En burtséð frá því get ég ekki annað en velt vöngum yfir því hvers vegna honum finnst skynsamlegt að gangast við því sem grefur undan og gerir að engu þá skynsemi sem hann þó gerir tilkall til í krafti guðleysis síns. Það er eins og saga undan sér greinina sem maður situr á. Ef það er rétt, eins og Richard Dawkins og allir hinir náttúruhyggjusinnarnir halda fram, að við erum ekkert annað en afleiðing blinds og hugsunarlauss náttúrlegs ferlis, þá hafa þeir gefið okkur góða ástæðu til að efast um áreiðanleika vitsmuna okkar og hugsunar. Og þá höfum við góða ástæðu til að efast um allt sem hugsun okkar og vit vilja telja okkur trú um - og þar á meðal er trúarjátning náttúruhyggjunnar, guðleysið sjálft! Það er því ekki að sjá að Guð eða guðstrú sé í mótsögn við skynsamlega hugsun heldur þvert á móti guðleysið. Það þykir mér merkilegt! Það er ekki bara að höndin virðist alltof lítil fyrir hanskann, heldur virðist vanta sjálfan hanskann. Þetta hefur að sjálfsögðu ekkert með getu okkar til að hugsa að gera. Minn ágæti vinur guðleysinginn getur vitaskuld hugsað og beitt sinni heilbrigðu skynsemi á sama hátt og ég. Og það gerir hann oft og iðullega á mun dýpri og afkastameiri hátt en ég. Nei, málið snýst um að án Guðs er ekki að finna neinn grundvöll fyrir hugsun okkar og skynsemi (burtséð frá því hvað við annars hugsum og hvernig við notum skynsemina). En ef horft er út frá sjónarhóli kristinnar trúar lítur myndin allt öðruvísi út. Kristin trú minnir okkur nefnilega á að á undan öllu öðru var ekki ekkert, ekki dautt og skilningsvana efni, eða viljalaust blint afl. Nei, í upphafi var Orðið! Ἐν ἀρχῇἦν ὁ λόγος ... eins og segir í upphafi Jóhannesarguðspjalli Logos! Hugsun, skynsemi, vit og vilji. Þegar kemur að því að útskýra hvers vegna alheimurinn er skiljanlegur og hvers vegna við höfum aðgengi að honum á áreiðanlegan hátt í gegnum hugsun okkar og vit (að minnsta kosti að hluta til), þá á kristin guðstrú mun skynsamlegra svar en guðleysið. Ástæðan er að hvort tveggja, alheimurinn og hugsun okkar, er af sömu rót runnið þegar allt kemur til alls. Hvort tveggja er afleiðing hugsunar og vits, skapandi orðs Guðs. Höfundur er prestur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun