Að alast upp úti á landi Anna Þórhildur Kristmundsdóttir skrifar 21. október 2017 23:00 Að alast upp úti á landi eru forréttindi, konan í næsta húsi hugsar allveg jafn vel um börnin þín og sín eigin. Á litlum stöðum/byggðum er nágrannakærleikurinn meiri en myndast kannski í stærri byggðum. Það er draumur fyrir fjölskyldufólk að vera í slíkum aðstæðum þar sem að börnin geta að mestu verið úti og leikið sér án þess að foreldrarnir þurfi að hafa sífelldar áhyggjur af þeim. En er það nóg þegar að dregið er úr allri þjónustu? Í mínum heimabæ, Fáskrúðsfirði, er íþróttahús og sundlaug en opnunartímar eru mjög takmarkaðir, sérstaklega yfir sumartímann. Við höfum líka pósthús, kjörbúð og vínbúð allt í sama húsnæði, og ekki er það mjög stórt. Hér er kaffihús, sjoppa og veitingarstaður. Einnig er hér fiskvinnsla og það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélagið væri í dag ef að fiskvinnslan hefði farið, eins og hún gerði á svo mörgum stöðum í kringum landið. Það eru ekki mörg ár síðan að þjónustan var meiri hérna, áður fyrr var hér Landsbanki, hárgreiðslustofa, ljósastofa, fatabúð, ýmsar krambúðir og staðir þar sem að menn gátu hist og létt lundina. Hér var einnig fjörugt félagslíf en með tímanum hefur það líka fjarað út. Hér hefur ekki verið uppbygging í mörg ár. Fyrir hrun átti að byggja þrjú íbúðarhús en þegar að hrunið skall á fór verktakafyrirtækið á hausinn. Síðan þá hafa staðið hér ókláraðir grunnar í meira en tíu ár án þess að nokkur fari í það að klára verkið. Kallar þetta ekki á aðgerðir strax? Áður en það verður of seint? Bærinn minn sameinaðist stóru sveitarfélagi fyrir einhverjum árum og oft heyri ég að það hefðu verið mistök, að gamla hreppstjórnin hefði hugsað betur um bæinn. Mér verður þá hugsað til enn minna bæjarfélags sem er hér í grennd við mitt þar sem að reksturinn hefur gengið illa í mörg ár, þrátt fyrir þá sparnaðaraðgerð að skólastjórinn þar sjái um hreppsmálin- sjái um starf sveitastjóra. Það leiðir mig að þeirri hugsun um hvað væri hægt að gera mikið ef landið allt myndi vinna saman sem ein heild.„Landið allt”Það er sýn, nokkurskonar framkvæmdaáætlun sem að við þurfum núna, áður en það verður of seint.Höfundur er Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, sem skipar 5. sæti fyrir Miðflokkinn í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Að alast upp úti á landi eru forréttindi, konan í næsta húsi hugsar allveg jafn vel um börnin þín og sín eigin. Á litlum stöðum/byggðum er nágrannakærleikurinn meiri en myndast kannski í stærri byggðum. Það er draumur fyrir fjölskyldufólk að vera í slíkum aðstæðum þar sem að börnin geta að mestu verið úti og leikið sér án þess að foreldrarnir þurfi að hafa sífelldar áhyggjur af þeim. En er það nóg þegar að dregið er úr allri þjónustu? Í mínum heimabæ, Fáskrúðsfirði, er íþróttahús og sundlaug en opnunartímar eru mjög takmarkaðir, sérstaklega yfir sumartímann. Við höfum líka pósthús, kjörbúð og vínbúð allt í sama húsnæði, og ekki er það mjög stórt. Hér er kaffihús, sjoppa og veitingarstaður. Einnig er hér fiskvinnsla og það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélagið væri í dag ef að fiskvinnslan hefði farið, eins og hún gerði á svo mörgum stöðum í kringum landið. Það eru ekki mörg ár síðan að þjónustan var meiri hérna, áður fyrr var hér Landsbanki, hárgreiðslustofa, ljósastofa, fatabúð, ýmsar krambúðir og staðir þar sem að menn gátu hist og létt lundina. Hér var einnig fjörugt félagslíf en með tímanum hefur það líka fjarað út. Hér hefur ekki verið uppbygging í mörg ár. Fyrir hrun átti að byggja þrjú íbúðarhús en þegar að hrunið skall á fór verktakafyrirtækið á hausinn. Síðan þá hafa staðið hér ókláraðir grunnar í meira en tíu ár án þess að nokkur fari í það að klára verkið. Kallar þetta ekki á aðgerðir strax? Áður en það verður of seint? Bærinn minn sameinaðist stóru sveitarfélagi fyrir einhverjum árum og oft heyri ég að það hefðu verið mistök, að gamla hreppstjórnin hefði hugsað betur um bæinn. Mér verður þá hugsað til enn minna bæjarfélags sem er hér í grennd við mitt þar sem að reksturinn hefur gengið illa í mörg ár, þrátt fyrir þá sparnaðaraðgerð að skólastjórinn þar sjái um hreppsmálin- sjái um starf sveitastjóra. Það leiðir mig að þeirri hugsun um hvað væri hægt að gera mikið ef landið allt myndi vinna saman sem ein heild.„Landið allt”Það er sýn, nokkurskonar framkvæmdaáætlun sem að við þurfum núna, áður en það verður of seint.Höfundur er Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, sem skipar 5. sæti fyrir Miðflokkinn í NA-kjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar