Að alast upp úti á landi Anna Þórhildur Kristmundsdóttir skrifar 21. október 2017 23:00 Að alast upp úti á landi eru forréttindi, konan í næsta húsi hugsar allveg jafn vel um börnin þín og sín eigin. Á litlum stöðum/byggðum er nágrannakærleikurinn meiri en myndast kannski í stærri byggðum. Það er draumur fyrir fjölskyldufólk að vera í slíkum aðstæðum þar sem að börnin geta að mestu verið úti og leikið sér án þess að foreldrarnir þurfi að hafa sífelldar áhyggjur af þeim. En er það nóg þegar að dregið er úr allri þjónustu? Í mínum heimabæ, Fáskrúðsfirði, er íþróttahús og sundlaug en opnunartímar eru mjög takmarkaðir, sérstaklega yfir sumartímann. Við höfum líka pósthús, kjörbúð og vínbúð allt í sama húsnæði, og ekki er það mjög stórt. Hér er kaffihús, sjoppa og veitingarstaður. Einnig er hér fiskvinnsla og það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélagið væri í dag ef að fiskvinnslan hefði farið, eins og hún gerði á svo mörgum stöðum í kringum landið. Það eru ekki mörg ár síðan að þjónustan var meiri hérna, áður fyrr var hér Landsbanki, hárgreiðslustofa, ljósastofa, fatabúð, ýmsar krambúðir og staðir þar sem að menn gátu hist og létt lundina. Hér var einnig fjörugt félagslíf en með tímanum hefur það líka fjarað út. Hér hefur ekki verið uppbygging í mörg ár. Fyrir hrun átti að byggja þrjú íbúðarhús en þegar að hrunið skall á fór verktakafyrirtækið á hausinn. Síðan þá hafa staðið hér ókláraðir grunnar í meira en tíu ár án þess að nokkur fari í það að klára verkið. Kallar þetta ekki á aðgerðir strax? Áður en það verður of seint? Bærinn minn sameinaðist stóru sveitarfélagi fyrir einhverjum árum og oft heyri ég að það hefðu verið mistök, að gamla hreppstjórnin hefði hugsað betur um bæinn. Mér verður þá hugsað til enn minna bæjarfélags sem er hér í grennd við mitt þar sem að reksturinn hefur gengið illa í mörg ár, þrátt fyrir þá sparnaðaraðgerð að skólastjórinn þar sjái um hreppsmálin- sjái um starf sveitastjóra. Það leiðir mig að þeirri hugsun um hvað væri hægt að gera mikið ef landið allt myndi vinna saman sem ein heild.„Landið allt”Það er sýn, nokkurskonar framkvæmdaáætlun sem að við þurfum núna, áður en það verður of seint.Höfundur er Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, sem skipar 5. sæti fyrir Miðflokkinn í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Að alast upp úti á landi eru forréttindi, konan í næsta húsi hugsar allveg jafn vel um börnin þín og sín eigin. Á litlum stöðum/byggðum er nágrannakærleikurinn meiri en myndast kannski í stærri byggðum. Það er draumur fyrir fjölskyldufólk að vera í slíkum aðstæðum þar sem að börnin geta að mestu verið úti og leikið sér án þess að foreldrarnir þurfi að hafa sífelldar áhyggjur af þeim. En er það nóg þegar að dregið er úr allri þjónustu? Í mínum heimabæ, Fáskrúðsfirði, er íþróttahús og sundlaug en opnunartímar eru mjög takmarkaðir, sérstaklega yfir sumartímann. Við höfum líka pósthús, kjörbúð og vínbúð allt í sama húsnæði, og ekki er það mjög stórt. Hér er kaffihús, sjoppa og veitingarstaður. Einnig er hér fiskvinnsla og það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélagið væri í dag ef að fiskvinnslan hefði farið, eins og hún gerði á svo mörgum stöðum í kringum landið. Það eru ekki mörg ár síðan að þjónustan var meiri hérna, áður fyrr var hér Landsbanki, hárgreiðslustofa, ljósastofa, fatabúð, ýmsar krambúðir og staðir þar sem að menn gátu hist og létt lundina. Hér var einnig fjörugt félagslíf en með tímanum hefur það líka fjarað út. Hér hefur ekki verið uppbygging í mörg ár. Fyrir hrun átti að byggja þrjú íbúðarhús en þegar að hrunið skall á fór verktakafyrirtækið á hausinn. Síðan þá hafa staðið hér ókláraðir grunnar í meira en tíu ár án þess að nokkur fari í það að klára verkið. Kallar þetta ekki á aðgerðir strax? Áður en það verður of seint? Bærinn minn sameinaðist stóru sveitarfélagi fyrir einhverjum árum og oft heyri ég að það hefðu verið mistök, að gamla hreppstjórnin hefði hugsað betur um bæinn. Mér verður þá hugsað til enn minna bæjarfélags sem er hér í grennd við mitt þar sem að reksturinn hefur gengið illa í mörg ár, þrátt fyrir þá sparnaðaraðgerð að skólastjórinn þar sjái um hreppsmálin- sjái um starf sveitastjóra. Það leiðir mig að þeirri hugsun um hvað væri hægt að gera mikið ef landið allt myndi vinna saman sem ein heild.„Landið allt”Það er sýn, nokkurskonar framkvæmdaáætlun sem að við þurfum núna, áður en það verður of seint.Höfundur er Anna Þórhildur Kristmundsdóttir, sem skipar 5. sæti fyrir Miðflokkinn í NA-kjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun