Kosningar og fellibylur í Japan: Útgönguspár gera ráð fyrir sigri Shinzo Abe Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 16:21 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, mun að öllum líkindum endurnýja umboð sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann ræðir hér við blaðamenn eftir að kjörstaðir lokuðu klukkan 20 að japönskum tíma í dag. Vísir/afp Útgönguspár í Japan gera ráð fyrir yfirburðasigri forsætisráðherra landsins, Shinzo Abe, í nýafstöðnum þingkosningum en kjörstaðir lokuðu klukkan ellefu í morgun að íslenskum tíma. Fellibylurinn Lan, sem búist er við að gangi á land aðfararnótt mánudags, hefur gert kjósendum erfitt fyrir á einhverjum svæðum. Íslendingur, sem staddur er í japönsku borginni Osaka, segir lífið ganga sinn vanagang þrátt fyrir óveður og kosningar.Fær umboð til að bregðast við ógninniForsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðaði til óvæntra þingkosninga þann 25. september síðastliðinn, rúmu ári fyrr en áætlað var. Samkvæmt útgönguspám sjónvarpsstöðvarinnar TBS mun flokkur Abe, Frjálslyndir Demókratar, ásamt samstarfsflokknum Komeito, fá 311 sæti af 465 á japanska þinginu. Þannig myndu ríkisstjórnarflokkarnir halda þeim meirihluta sem þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. Talið er að kjörsókn hafi verið um 53,7 prósent. Stuðningur við ríkisstjórn Abe fór dvínandi í sumar en hefur aukist jafnt og þétt í haust. Þessi aukning hefur meðal annars verið rakin til tíðra vopnaprófana Norður-Kóreu undanfarin misseri en Abe sækist eftir endurnýjuðu umboði kjósenda til að bregðast við kjarnorkuógninni. Þá mun Abe koma til með að hrinda umdeildri skattahækkun í framkvæmd en hann verður auk þess sá forsætisráðherra Japans sem setið hefur lengst í embætti.Jakkafataklæddur að predikaKjósendur í milljónatali hættu sér út í hellirigningu og snarpar vindhviður í dag en búist er við því að fellibylurinn Lan gangi á land af fullum þunga á suðurströnd Japans aðfararnótt mánudags. Metfjöldi japanskra kjósenda kaus utan kjörfundar vegna fellibylsins, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN.Trausti Breiðfjörð Magnússon er staddur í japönsku borginni Osaka.Trausti Breiðfjörð MagnússonTrausti Breiðfjörð Magnússon er staddur í Osaka, næststærstu borg Japans, en hann kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum. Aðspurður segist Trausti ekki hafa tekið eftir miklum viðbúnaði í kringum þingkosningarnar. „Ég hef varla orðið var við neinn áróður. Í gær sá ég samt einn jakkafataklæddan mann um borð í stórum jeppa að predika eitthvað um kosningarnar,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Hann telur veðrið geta spilað þar inn í. „Það er búin að vera rigning nánast alla þá tólf daga sem ég hef verið i Japan, sem skýrir kannski hvað það er lítið að gerast úti á götum í kringum kosningarnar.“Lestin stoppuð vegna óveðursVarað er við því að fellibylurinn Lan geti valdið miklum flóðum og aurskriðum þegar hann gengur yfir Japan í nótt. Tokyo, höfuðborg Japans, og Osaka, eru meðal þeirra borga sem gætu orðið hvað verst úti í óveðrinu, að því er fram kemur á vef Accuweather. Trausti segir veðrið í Osaka minna sig, enn sem komið er, á leiðinlegan haustdag á Íslandi en áhrifa fellibylsins gætir þó nú þegar í almenningssamgöngum borgarinnar.Trausti segir margt hafa verið um manninn á yfirbyggðri verslunargötu, þar sem fólk safnaðist saman til að forðast rigninguna.Trausti Breiðfjörð Magnússon„Lífið gengur auðvitað bara sinn vanagang en það eru augljóslega færri að labba um göturnar. Ég stökk aðeins út í dag til að skoða fræga verslunargötu sem er klædd að ofan með þaki. Þar var rosalega „crowded“ því fólk kemst í skjól frá regninu. Ég var svo á leiðinni til baka með lest seinnipartinn þegar það var ákveðið að allir ættu að fara út þvi það yrði ekki haldið lengra í þessu veðri,“ segir Trausti. „Kannski eru byggingarnar að skýla manni fyrir þvi versta en já, þetta er svolitið eins og íslenskt haustveður.“ Tengdar fréttir Japanir búa sig undir „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um Abe Allt stefnir í að Shinzo Abe og flokkur hans muni bera sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fara í Japan þann 22. október. 10. október 2017 15:15 Bandaríkjaher flýgur sprengjuþotum yfir Kóreuskaga Bandaríski og suður-kóreski herinn stunda nú sameiginlegar heræfingar á Kóreuskaga. 11. október 2017 07:12 Japanir ganga til kosninga í fellibyl Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðaði til óvæntra þingkosninga þann 25. september síðastliðinn en talið er að beri sigur úr býtum í kosningunum. 22. október 2017 10:53 Mikill stuðningur við Abe í könnunum Nái flokkur Shinzo Abe forsætisráðherra og samstarfsflokkar hans tveimur þriðju þingsæta mun það gefa þeim færi á að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. október 2017 12:43 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Útgönguspár í Japan gera ráð fyrir yfirburðasigri forsætisráðherra landsins, Shinzo Abe, í nýafstöðnum þingkosningum en kjörstaðir lokuðu klukkan ellefu í morgun að íslenskum tíma. Fellibylurinn Lan, sem búist er við að gangi á land aðfararnótt mánudags, hefur gert kjósendum erfitt fyrir á einhverjum svæðum. Íslendingur, sem staddur er í japönsku borginni Osaka, segir lífið ganga sinn vanagang þrátt fyrir óveður og kosningar.Fær umboð til að bregðast við ógninniForsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðaði til óvæntra þingkosninga þann 25. september síðastliðinn, rúmu ári fyrr en áætlað var. Samkvæmt útgönguspám sjónvarpsstöðvarinnar TBS mun flokkur Abe, Frjálslyndir Demókratar, ásamt samstarfsflokknum Komeito, fá 311 sæti af 465 á japanska þinginu. Þannig myndu ríkisstjórnarflokkarnir halda þeim meirihluta sem þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. Talið er að kjörsókn hafi verið um 53,7 prósent. Stuðningur við ríkisstjórn Abe fór dvínandi í sumar en hefur aukist jafnt og þétt í haust. Þessi aukning hefur meðal annars verið rakin til tíðra vopnaprófana Norður-Kóreu undanfarin misseri en Abe sækist eftir endurnýjuðu umboði kjósenda til að bregðast við kjarnorkuógninni. Þá mun Abe koma til með að hrinda umdeildri skattahækkun í framkvæmd en hann verður auk þess sá forsætisráðherra Japans sem setið hefur lengst í embætti.Jakkafataklæddur að predikaKjósendur í milljónatali hættu sér út í hellirigningu og snarpar vindhviður í dag en búist er við því að fellibylurinn Lan gangi á land af fullum þunga á suðurströnd Japans aðfararnótt mánudags. Metfjöldi japanskra kjósenda kaus utan kjörfundar vegna fellibylsins, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN.Trausti Breiðfjörð Magnússon er staddur í japönsku borginni Osaka.Trausti Breiðfjörð MagnússonTrausti Breiðfjörð Magnússon er staddur í Osaka, næststærstu borg Japans, en hann kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum. Aðspurður segist Trausti ekki hafa tekið eftir miklum viðbúnaði í kringum þingkosningarnar. „Ég hef varla orðið var við neinn áróður. Í gær sá ég samt einn jakkafataklæddan mann um borð í stórum jeppa að predika eitthvað um kosningarnar,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Hann telur veðrið geta spilað þar inn í. „Það er búin að vera rigning nánast alla þá tólf daga sem ég hef verið i Japan, sem skýrir kannski hvað það er lítið að gerast úti á götum í kringum kosningarnar.“Lestin stoppuð vegna óveðursVarað er við því að fellibylurinn Lan geti valdið miklum flóðum og aurskriðum þegar hann gengur yfir Japan í nótt. Tokyo, höfuðborg Japans, og Osaka, eru meðal þeirra borga sem gætu orðið hvað verst úti í óveðrinu, að því er fram kemur á vef Accuweather. Trausti segir veðrið í Osaka minna sig, enn sem komið er, á leiðinlegan haustdag á Íslandi en áhrifa fellibylsins gætir þó nú þegar í almenningssamgöngum borgarinnar.Trausti segir margt hafa verið um manninn á yfirbyggðri verslunargötu, þar sem fólk safnaðist saman til að forðast rigninguna.Trausti Breiðfjörð Magnússon„Lífið gengur auðvitað bara sinn vanagang en það eru augljóslega færri að labba um göturnar. Ég stökk aðeins út í dag til að skoða fræga verslunargötu sem er klædd að ofan með þaki. Þar var rosalega „crowded“ því fólk kemst í skjól frá regninu. Ég var svo á leiðinni til baka með lest seinnipartinn þegar það var ákveðið að allir ættu að fara út þvi það yrði ekki haldið lengra í þessu veðri,“ segir Trausti. „Kannski eru byggingarnar að skýla manni fyrir þvi versta en já, þetta er svolitið eins og íslenskt haustveður.“
Tengdar fréttir Japanir búa sig undir „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um Abe Allt stefnir í að Shinzo Abe og flokkur hans muni bera sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fara í Japan þann 22. október. 10. október 2017 15:15 Bandaríkjaher flýgur sprengjuþotum yfir Kóreuskaga Bandaríski og suður-kóreski herinn stunda nú sameiginlegar heræfingar á Kóreuskaga. 11. október 2017 07:12 Japanir ganga til kosninga í fellibyl Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðaði til óvæntra þingkosninga þann 25. september síðastliðinn en talið er að beri sigur úr býtum í kosningunum. 22. október 2017 10:53 Mikill stuðningur við Abe í könnunum Nái flokkur Shinzo Abe forsætisráðherra og samstarfsflokkar hans tveimur þriðju þingsæta mun það gefa þeim færi á að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. október 2017 12:43 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Japanir búa sig undir „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um Abe Allt stefnir í að Shinzo Abe og flokkur hans muni bera sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fara í Japan þann 22. október. 10. október 2017 15:15
Bandaríkjaher flýgur sprengjuþotum yfir Kóreuskaga Bandaríski og suður-kóreski herinn stunda nú sameiginlegar heræfingar á Kóreuskaga. 11. október 2017 07:12
Japanir ganga til kosninga í fellibyl Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðaði til óvæntra þingkosninga þann 25. september síðastliðinn en talið er að beri sigur úr býtum í kosningunum. 22. október 2017 10:53
Mikill stuðningur við Abe í könnunum Nái flokkur Shinzo Abe forsætisráðherra og samstarfsflokkar hans tveimur þriðju þingsæta mun það gefa þeim færi á að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. október 2017 12:43