Bréf til Katrínar Jakobsdóttur Edda Þórarinsdóttir skrifar 22. október 2017 17:08 Kæra Katrín. Mannréttindi eru það mikilvægasta í siðmenntuðu þjóðfélagi og heilbrigð stjórnvöld mega aldrei gleyma því. Það eru mannréttindi að fá að kjósa, það eru mannréttindi að búa við réttlátt dómskerfi og það eru mannréttindi að fá að eldast með reisn. Í upphafi lífeyrissjóða á Íslandi var þáttaka í sjóðunum aðeins leyfð launþegum sem voru í verkalýðsfélögum, en þeir sem af einhverjum ástæðum störfuðu sjálfstætt voru flokkaðir sem atvinnurekendur jafnvel þótt þeir væru alla tíð einyrkjar í sínu “fyrirtæki”. Þessi útilokun „atvinnurekenda” til að borga í lífeyrissjóði varði mestalla síðustu öld. Í kjölfar hrunsins 2008 ákvað ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar að leggja svokallaðan „auðlegðarskatt” á þetta fólk og lagðist sá skattur með miklum þunga á nokkuð stóran hóp eldri borgara, eða um 7200 manns. Hóp sem hafði reynt að spara til elliáranna og búa sér til sinn eigin lífeyrissjóð, til dæmis með því að fjárfesta í steinsteypu - kaupa eða byggja húsnæði - eða jafnvel með því að kaupa ríkisskuldabréf. Þetta er hvorki ólöglegt né glæpsamlegt. Í viðtölum við þig nýverið hefur komið fram að þið í VG virðist hafa áhuga á að endurvekja þennan óréttláta skatt og leggja hann á lífeyri þeirra sem ekki fengu tækifæri til að greiða í hefðbundna lífeyrissjóði. Hvaða réttlæti er í því, á meðan þeim sem voru launþegar og gátu geymt ellilífeyri sinn í lífeyrissjóðakerfinu er ekki refsað með auðlegðarskatti? Ég vona að VG sýni þann kjark að draga þessar skattahugmyndir til baka og brjóti ekki mannréttindi á öldruðu fólki. Með kveðju, Edda Þórarinsdóttir - leikkona og fyrrverandi formaður Félags íslenskra leikara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Kæra Katrín. Mannréttindi eru það mikilvægasta í siðmenntuðu þjóðfélagi og heilbrigð stjórnvöld mega aldrei gleyma því. Það eru mannréttindi að fá að kjósa, það eru mannréttindi að búa við réttlátt dómskerfi og það eru mannréttindi að fá að eldast með reisn. Í upphafi lífeyrissjóða á Íslandi var þáttaka í sjóðunum aðeins leyfð launþegum sem voru í verkalýðsfélögum, en þeir sem af einhverjum ástæðum störfuðu sjálfstætt voru flokkaðir sem atvinnurekendur jafnvel þótt þeir væru alla tíð einyrkjar í sínu “fyrirtæki”. Þessi útilokun „atvinnurekenda” til að borga í lífeyrissjóði varði mestalla síðustu öld. Í kjölfar hrunsins 2008 ákvað ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar að leggja svokallaðan „auðlegðarskatt” á þetta fólk og lagðist sá skattur með miklum þunga á nokkuð stóran hóp eldri borgara, eða um 7200 manns. Hóp sem hafði reynt að spara til elliáranna og búa sér til sinn eigin lífeyrissjóð, til dæmis með því að fjárfesta í steinsteypu - kaupa eða byggja húsnæði - eða jafnvel með því að kaupa ríkisskuldabréf. Þetta er hvorki ólöglegt né glæpsamlegt. Í viðtölum við þig nýverið hefur komið fram að þið í VG virðist hafa áhuga á að endurvekja þennan óréttláta skatt og leggja hann á lífeyri þeirra sem ekki fengu tækifæri til að greiða í hefðbundna lífeyrissjóði. Hvaða réttlæti er í því, á meðan þeim sem voru launþegar og gátu geymt ellilífeyri sinn í lífeyrissjóðakerfinu er ekki refsað með auðlegðarskatti? Ég vona að VG sýni þann kjark að draga þessar skattahugmyndir til baka og brjóti ekki mannréttindi á öldruðu fólki. Með kveðju, Edda Þórarinsdóttir - leikkona og fyrrverandi formaður Félags íslenskra leikara.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar