

Ég neita að trúa...
...að besti umhverfisráðherra allra tíma verði sendur heim af þingi en stóriðjusinnar og þeir sem selja landið okkar ódýrt til að hægt sé að forða arðinum af auðlindum úr landi í gegnum skattaundanskot haldi velli. Íslendingar elska landið sitt og standa vörð um auðlindir. Eins og Björt framtíð.
...að heilbrigðisráðherra sem setti heildarstefnumótun í náinni samvinnu allra aðila á dagskrá verði sendur heim af þingi en ekki þeir sem hugsa grunnt og í plástrum til skamms tíma. Að efling geðheilbrigðismála, fjarheilbrigðisþjónustu fyrir dreifðar byggðir og styrking heilsugæslu með aðkomu fleiri stétta sé túlkuð sem aðgerðaleysi. Íslendingar vilja jafnt aðgengi allra að öflugri heilbrigðisþjónustu, þar sem skýrt er kveðið á um hvaða þjónustu skal veita, hvar og af hverjum. Eins og Björt framtíð.
...að efling skapandi greina á öllum sviðum þjóðlífsins, allt frá skólum til ferðaþjónustunnar, verði kosin út af þingi á meðan fulltrúar stöðnunar fá brautargengi. Íslendingar vilja skapandi framtíð þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín og eru metnir að verðleikum. Eins og Björt framtíð.
...að heiðarlegt fólk sem segir satt og vinnur alfarið í þágu almennings án þess að þiggja styrki frá fyrirtækjum verði sent heim af þingi, á meðan þeir sem reiða sig á fjársterka bakhjarla og stunda grímulaust hagsmunapot njóta stuðnings. Íslendingar vilja að Alþingi starfi fyrir Jón og Gunnu, ekki bara séra Jón. Eins og Björt framtíð.
...að flokkurinn sem á met í að styðja frumvörp og tillögur annarra á þingi og vinnur þannig með virkum hætti að auknu samtali milli „herbúða“ verði sendur heim en átakapólitík eigi áfram sviðið. Það er gamaldags að togast á og slást „af því bara“, framtíðin þarf samvinnu. Íslendingar vilja breytta pólitík sem getur starfað saman án þess að sífellt sjóði uppúr. Eins og Björt framtíð.
...að ungt fólk og ungar konur njóti ekki stuðnings til að láta til sín taka í löggjöf okkar til framtíðar, en einsleitur hópur fortíðarinnar fylli þingsætin. Framtíðarland þarf framtíðarfólk. Íslendingar vilja fjölbreytt sjónarhorn og öfluga blöndu ólíkra einstaklinga á þingi, fólk sem endurspeglar þjóðina. Eins og Björt framtíð.
...að þjónandi forysta verði send heim af þingi, en foringjaræði og fílabeinsturnar standi eftir. Alþingi þarf fólk sem kann að hlusta, ekki bara skipa fyrir og vaða áfram hver með sína skoðun. Íslendingar vilja að Alþingismenn þjóni þjóðinni, ekki öfugt. Eins og Björt framtíð.
...að flokkurinn sem fær fatlað fólk kjörið á þing til að tala sínu eigin máli sé sendur heim, en eftir sitji hópur sem talar um að leyfa „þeim sem minna mega sín“ að „vera með“ án þess að hleypa öllum inn í herbergið. Íslendingar vilja að allar raddir heyrist. Eins og Björt framtíð.
...að flokkur sem miðar allt starf sitt að því að staða ungs fólks í landinu batni, börnin okkar erfi óspillta náttúru, hægt sé að ná sér í menntun án þess að fara á hausinn, finna þak yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum, komast á milli staða án þess að eiga fleiri en einn bíl, eignast og annast fjölskyldu og stunda vinnu þannig að sólarhringurinn dugi til, þurfi að pakka saman. Að raddir unga fólksins verði þaggaðar en áfram unnið að því að styðja þá sem mest hafa. Íslendingar vilja styðja ungt fólk. Eins og Björt framtíð.
...að flokkur sem lætur verkin tala, oftast án hávaða og láta, fái reisupassann en innantómir frasar og klisjukennd óábyrg loforð haldi velli. Íslendingar vilja athafnir umfram orð. Eins og Björt framtíð.
...að þjóðin haldi að stöðugleiki náist með því að kjósa áfram sama gamla kerfið sem hefur nú margsinnis steytt á skeri og talar fyrir áframhaldandi kyrrstöðu, þvermóðsku og fortíðarþrá. Stöðugleiki fæst með því að stilla klukkuna á „núna“, ræða saman af alvöru og heiðarleika um hvernig við nýtum til fulls tækifæri okkar frábæra lands til framtíðar. Ekki með hagsmunagæslu fyrir hönd gamalla valdablokka eða fortíðarþrá eftir gömlum tíma. Íslendingar vilja Bjarta framtíð.
Ég neita að trúa að íslenskir kjósendur láti það gerast að breytingaraflið Björt framtíð verði þaggað í hel. Það hryggir mig ekki, það gerir mig reiða. Ísland á betra skilið.
Höfundur er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og skipar oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar