Af hverju er Eyfirðingum gróflega mismunað? Sigmundur Einar Ófeigsson skrifar 25. október 2017 07:00 Nútímasamfélag án rafmagns er óhugsandi. Við tökum rafmagni sem sjálfsögðum hlut á hverju degi enda er það samofið flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Allir gera ráð fyrir því að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum heimila og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. En svo er alls ekki. Raforkunni er nefnilega misskipt eftir landshlutum. Sumir landsmenn búa við skert aðgengi að rafmagni. Ótrúlegt, en satt. Ástæðan er ekki sú að það vanti raforku.Öryggisleysi íbúa og atvinnulífs Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með tilheyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Kostnaðurinn er fjórfaldur á við rafmagnið og mengun miklu meiri. Fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar framleiðslu og tjóns á búnaði. Atvinnuuppbygging á sér enga framtíð við þessi skilyrði. Málið er grafalvarlegt og þolir enga bið. Öryggi íbúa og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði er ógnað. Ef ekkert verður að gert þá leggst byggðin af og Eyfirðingar flýja til Reykjavíkur.Ábyrgðarlaus pólitík flöskuháls Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komin að þanmörkum. Það getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Miklar takmarkanir í flutningskerfinu torvelda einnig samkeppni á raforkumarkaði sem leiðir af sér hærra raforkuverð og óbreytt kerfi verður hindrun hvað varðar þróun byggðar. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningskerfinu um 70 milljarðar króna. Framkvæmdatími endurnýjunar og styrkingar byggðalínunnar er langur og þess vegna þarf að hefjast handa strax. Það má engan tíma missa.Pólitíkin getur ekki tekið ákvarðanir Öflugir innviðir eins og raforka eru lífæðar samfélagsins. Ef ekki verður farið strax í uppbyggingu byggðalínunnar mun það á næstu árum leiða af sér margvíslega erfiðleika og hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Fyrir notendur raforku á Akureyri og í Eyjafirði skiptir miklu máli að áreiðanleiki raforkuafhendingar sé í lagi. Ef notendur fá ekki raforku þýðir það í flestum tilvikum mikil óþægindi eða fjárhagslegt tap. Eyfirðingar gera þá sjálfsögðu kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað raforkuöryggi varðar. Uppbygging og endurnýjun byggðalínukerfisins varðar auðvitað hag allra landsmanna, um það geta allir verið sammála. Til að geta hafist handa þurfum við að vera sammála um hvernig það er gert. Sú ákvörðun þolir enga bið lengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nútímasamfélag án rafmagns er óhugsandi. Við tökum rafmagni sem sjálfsögðum hlut á hverju degi enda er það samofið flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Allir gera ráð fyrir því að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum heimila og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. En svo er alls ekki. Raforkunni er nefnilega misskipt eftir landshlutum. Sumir landsmenn búa við skert aðgengi að rafmagni. Ótrúlegt, en satt. Ástæðan er ekki sú að það vanti raforku.Öryggisleysi íbúa og atvinnulífs Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með tilheyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Kostnaðurinn er fjórfaldur á við rafmagnið og mengun miklu meiri. Fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar framleiðslu og tjóns á búnaði. Atvinnuuppbygging á sér enga framtíð við þessi skilyrði. Málið er grafalvarlegt og þolir enga bið. Öryggi íbúa og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði er ógnað. Ef ekkert verður að gert þá leggst byggðin af og Eyfirðingar flýja til Reykjavíkur.Ábyrgðarlaus pólitík flöskuháls Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komin að þanmörkum. Það getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Miklar takmarkanir í flutningskerfinu torvelda einnig samkeppni á raforkumarkaði sem leiðir af sér hærra raforkuverð og óbreytt kerfi verður hindrun hvað varðar þróun byggðar. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningskerfinu um 70 milljarðar króna. Framkvæmdatími endurnýjunar og styrkingar byggðalínunnar er langur og þess vegna þarf að hefjast handa strax. Það má engan tíma missa.Pólitíkin getur ekki tekið ákvarðanir Öflugir innviðir eins og raforka eru lífæðar samfélagsins. Ef ekki verður farið strax í uppbyggingu byggðalínunnar mun það á næstu árum leiða af sér margvíslega erfiðleika og hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Fyrir notendur raforku á Akureyri og í Eyjafirði skiptir miklu máli að áreiðanleiki raforkuafhendingar sé í lagi. Ef notendur fá ekki raforku þýðir það í flestum tilvikum mikil óþægindi eða fjárhagslegt tap. Eyfirðingar gera þá sjálfsögðu kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað raforkuöryggi varðar. Uppbygging og endurnýjun byggðalínukerfisins varðar auðvitað hag allra landsmanna, um það geta allir verið sammála. Til að geta hafist handa þurfum við að vera sammála um hvernig það er gert. Sú ákvörðun þolir enga bið lengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar