Af hverju er Eyfirðingum gróflega mismunað? Sigmundur Einar Ófeigsson skrifar 25. október 2017 07:00 Nútímasamfélag án rafmagns er óhugsandi. Við tökum rafmagni sem sjálfsögðum hlut á hverju degi enda er það samofið flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Allir gera ráð fyrir því að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum heimila og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. En svo er alls ekki. Raforkunni er nefnilega misskipt eftir landshlutum. Sumir landsmenn búa við skert aðgengi að rafmagni. Ótrúlegt, en satt. Ástæðan er ekki sú að það vanti raforku.Öryggisleysi íbúa og atvinnulífs Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með tilheyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Kostnaðurinn er fjórfaldur á við rafmagnið og mengun miklu meiri. Fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar framleiðslu og tjóns á búnaði. Atvinnuuppbygging á sér enga framtíð við þessi skilyrði. Málið er grafalvarlegt og þolir enga bið. Öryggi íbúa og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði er ógnað. Ef ekkert verður að gert þá leggst byggðin af og Eyfirðingar flýja til Reykjavíkur.Ábyrgðarlaus pólitík flöskuháls Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komin að þanmörkum. Það getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Miklar takmarkanir í flutningskerfinu torvelda einnig samkeppni á raforkumarkaði sem leiðir af sér hærra raforkuverð og óbreytt kerfi verður hindrun hvað varðar þróun byggðar. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningskerfinu um 70 milljarðar króna. Framkvæmdatími endurnýjunar og styrkingar byggðalínunnar er langur og þess vegna þarf að hefjast handa strax. Það má engan tíma missa.Pólitíkin getur ekki tekið ákvarðanir Öflugir innviðir eins og raforka eru lífæðar samfélagsins. Ef ekki verður farið strax í uppbyggingu byggðalínunnar mun það á næstu árum leiða af sér margvíslega erfiðleika og hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Fyrir notendur raforku á Akureyri og í Eyjafirði skiptir miklu máli að áreiðanleiki raforkuafhendingar sé í lagi. Ef notendur fá ekki raforku þýðir það í flestum tilvikum mikil óþægindi eða fjárhagslegt tap. Eyfirðingar gera þá sjálfsögðu kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað raforkuöryggi varðar. Uppbygging og endurnýjun byggðalínukerfisins varðar auðvitað hag allra landsmanna, um það geta allir verið sammála. Til að geta hafist handa þurfum við að vera sammála um hvernig það er gert. Sú ákvörðun þolir enga bið lengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nútímasamfélag án rafmagns er óhugsandi. Við tökum rafmagni sem sjálfsögðum hlut á hverju degi enda er það samofið flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Allir gera ráð fyrir því að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum heimila og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. En svo er alls ekki. Raforkunni er nefnilega misskipt eftir landshlutum. Sumir landsmenn búa við skert aðgengi að rafmagni. Ótrúlegt, en satt. Ástæðan er ekki sú að það vanti raforku.Öryggisleysi íbúa og atvinnulífs Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með tilheyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Kostnaðurinn er fjórfaldur á við rafmagnið og mengun miklu meiri. Fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar framleiðslu og tjóns á búnaði. Atvinnuuppbygging á sér enga framtíð við þessi skilyrði. Málið er grafalvarlegt og þolir enga bið. Öryggi íbúa og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði er ógnað. Ef ekkert verður að gert þá leggst byggðin af og Eyfirðingar flýja til Reykjavíkur.Ábyrgðarlaus pólitík flöskuháls Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komin að þanmörkum. Það getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Miklar takmarkanir í flutningskerfinu torvelda einnig samkeppni á raforkumarkaði sem leiðir af sér hærra raforkuverð og óbreytt kerfi verður hindrun hvað varðar þróun byggðar. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningskerfinu um 70 milljarðar króna. Framkvæmdatími endurnýjunar og styrkingar byggðalínunnar er langur og þess vegna þarf að hefjast handa strax. Það má engan tíma missa.Pólitíkin getur ekki tekið ákvarðanir Öflugir innviðir eins og raforka eru lífæðar samfélagsins. Ef ekki verður farið strax í uppbyggingu byggðalínunnar mun það á næstu árum leiða af sér margvíslega erfiðleika og hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Fyrir notendur raforku á Akureyri og í Eyjafirði skiptir miklu máli að áreiðanleiki raforkuafhendingar sé í lagi. Ef notendur fá ekki raforku þýðir það í flestum tilvikum mikil óþægindi eða fjárhagslegt tap. Eyfirðingar gera þá sjálfsögðu kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað raforkuöryggi varðar. Uppbygging og endurnýjun byggðalínukerfisins varðar auðvitað hag allra landsmanna, um það geta allir verið sammála. Til að geta hafist handa þurfum við að vera sammála um hvernig það er gert. Sú ákvörðun þolir enga bið lengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar