Sjónræn innrás í gamla Austurbæjarbíó Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 19:13 Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira