Sjónræn innrás í gamla Austurbæjarbíó Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 19:13 Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Nýtt safn sem sérhæfir sig í sýningum á ferðasögum útlendinga á Íslandi, náttúru landsins og fréttnæmum atburðum hefur hreiðrar um síg í gamla Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Sýningin er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum en ætti einnig að höfða til Íslendinga sem vilja njóta sögu landsins og fegurðar þess í lifandi myndum. Austurbæjarbíó og síðar Austurbær hafa gengt mikilvægu hlutverki í skemmtanalífi og menningarsögu Reykjavíkur í sjötíu ár. En nú hefur þetta merkilega hús fengið nýtt hlutverk. Jón Gunnar Bergs er framkvæmdastjóri „Tales From Icelands,“ sem gæti útlagst „Sögur af Íslandi,“ sem hefur yfirtekið þetta forna kvikmynda- og leikhús. „Nú er búið að opna hér sýningu sem heitir Tails From Iceland. Hún er tvískipt og samanstendur af landslagssýningu á neðri hæðinni sem er byggð upp á myndböndum frá útlendingum. Þriggja til fjögurra mínútna myndböndum sem lýsa upplifun þeirra á landi og þjóð. Glöggt er gests augað. Upp á efri hæðinni erum við með fréttasýningu sem heitir hvað var að frétta og sýnir hápunkta íslensks samfélags á síðast liðnum fimmtíu árum,“ segir Jón Gunnar. Austurbæjarbíó var og er enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar og hýsti lengi vel stærsta samkomusal borgarinnar með sæti fyrir rúmlega sex hundruð manns. Þar hafa verið kvikmyndasýningar. leiksýningar og settir upp söngleikir og á efri hæðinni var Silfurtunglið, einn vinsælasti skemmtistaður landsins á áratugum áður. Hvernig eru útlendingar að taka þessari sýningu, er hún einstök í sinni röð hér? „Hún er ekki bara einstök í sinni röð hér. Hún er einstök í öllum heiminum því svona sýning hefur hvergi verið sett upp annars staðar. Við höfum fengið frábæra dóma á Trip Adviser, erum þar með fullt hús stiga. Búin að hafa opið hér í mánuð og gætum ekki verið ánægðari,“ segir Jón Gunnar. Þar sem Silfurtunglið var áður má nú sjá myndbönd um helstu fréttaviðburði á Íslandi á síðustu áratugum, allt frá eldsumbrotum til leiðtogafundar stórveldanna og allt þar á milli. „Og þetta er lifandi sýning. Við komum til með að breyta efninu eftir því sem fram líða stundir. Bæði náttúrlega fréttasýningunni og jafnframt hér á neðri hæðinni,“ segir Jón Gunnar. Þá verði meðal annars sett upp myndband um Airways tónlistarhátíðina sem standi fyrir dyrum. Stóri kvikmyndasalurinn er enn í uppbyggingu en þar er fyrirhugað að bjóða upp á einstaka upplifun innan nokkurra mánaða þar sem einnig verði hægt að bjóða upp á glæsilegustu veislur í miðborginni að sögn Jóns Gunnars Bergs.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira