Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna Vésteinn Valgarðsson skrifar 27. október 2017 11:15 Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar