Körfubolti

Hildur aðstoðar Ívar og hann er búinn að velja landsliðið fyrir nóvember-leikina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er leikreyndasti leikmaður hópsins.
Helena Sverrisdóttir er leikreyndasti leikmaður hópsins. Vísir/Ernir
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fimmtán manna hóp fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni EM 2019.

Undankeppni EuroBasket kvenna, EM 2019, hefst þann 11. nóvember með heimaleik landsliðsins í Laugardalshöllinni.

Þá kemur sterkt lið Svartfjallalands í heimsókn en Ísland leikur í fjögurra liða riðli ásamt Svartfjallalandi, Bosníu og Slóvakíu.  

Hildur Sigurðardóttir hefur verið að gera frábæra hluti með nýliða Breiðabliks í Domino´s deild kvenna og hún er nú orðin aðstoðarþjálfari Ívars.

Um er að ræða mjög sterkan riðil og léku til að mynda Svartfjallaland og Slóvakía á EM kvenna nú í sumar.

Leikið verður í landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 6.-16. nóvember og verða leikdagar eftirtaldir:

11. nóv.: Ísland-Svartfjallaland kl. 16.00 í Laugardalshöll

15. nóv.: Slóvakía-Ísland í Ruzomberok, Slóvakíu

Ívar Ásgrímsson og hans aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 15 leikmenn sem þeir ætla að boða inn til æfinga fyrir verkefnið nú í nóvember og eru eftirtaldir leikmenn í hópnum:

Það vekur athygli að þarna eru margar stelpur sem geta spilað nálægt körfunni en þá fá ungar stelpur tækifærið hjá Ívari að þessu sinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir mun allar berjast um það að spila undir körfunni í þessum leikjum.

Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur eru báðar í landsliðshópnum að þessu sinni. Guðbjörg er ein af fjórum Valskonum í liðinu en ekkert félag á fleiri leikmenn í hópnum að þessu sinni.

Hin efnilegi leikstjórnandi úr Haukum, Þóra Kristín Jónsdóttir, kemur nú inn í hópinn í fyrsta sinn fyrir keppnisleik en hún fékk sín fyrstu tækifæri í æfingaferð í sumar.

Tveir leikmenn eru í hópnum sem spila erlendis en það eru þær Hildur Björg Kjartansdóttir sem spilar með Leganés á  Spáni og Sandra Lind Þrastardóttir sem spilar með Horsholms í Danmörku.

Landsliðshópurinn:

Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell 13 landsleikir

Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík   3

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Valur   2

Embla Kristínardóttir, Grindavík 14

Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík   5

Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur 10

Hallveig Jónsdóttir, Valur 10

Helena Sverrisdóttir, Haukar 64

Hildur Björg Kjartansdóttir, Leganés, Spánn  17

Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjarnan 40

Ragnheiður Benónísdóttir, Valur   3

Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholms, Danmörk  14

Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrímur 49

Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík   7

Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar   2
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.