Körfubolti

Höttur skipti um Kana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Moss í leik með Hetti á síðasta tímabili
Moss í leik með Hetti á síðasta tímabili mynd/austurfréttir
Nýliðar Hattar í Dominos deild karla í körfubolta hafa fengið til liðs við sig nýjan bandarískan leikmann.

Leikmaðurinn er þó í raun gamall, en það er Aaron Moss sem spilaði með félaginu á síðasta tímabili. Taylor Stafford hefur í staðinn yfirgefið félagið.

„Okkar mat að þessu sinni var að við þyrftum mann sem gæti dekkað fleiri stöður, veitti okkur meiri fjölbreytni og væri sterkari í teignum,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari félagsins í frétt á vefsíðu Austurfrétta.

„Við vildum ekki taka neina áhættu. Moss stóð sig vel í fyrra og var til í að koma aftur. Þetta gekk hratt fyrir sig, hann kom austur í hádeginu í gær og æfði með liðinu í gærkvöldi.“

Moss var einn besti leikmaður fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili, stoðsendingahæstur með 8,9 stykki í leik, og með 23,5 stig og 12,2 fráköst að meðaltali.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.