Sjálfbærni styður viðskiptaleg markmið Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2017 16:45 Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar