Sjálfbærni styður viðskiptaleg markmið Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2017 16:45 Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun