Svarar Steingrími fullum hálsi: „Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 21:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lét Steingrím heyra það á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri. vísir/stefán Á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri sagði Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi og uppskar mikið lófaklapp menntskælinga. „Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum. „Svona ummæli og fordómar viðgangast ef enginn mótmælir þeim. Við þurfum auðvitað að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Áslaug í samtali við Vísi en hún bætir við að mönnum geti að sjálfsögðu orðið á en að sér hafi fundist mikilvægt að svara ummælum sem þessum, sérstaklega á fundi ungmenna. „Ég bara veit það að „fatlaður“ eru of oft notað sem niðrandi orð og mér finnst það miður. Það er leiðinlegt að þeim sé stillt upp þannig að þau séu lélegri eða verri eins og þetta var sett upp,“ segir Áslaug sem segir málið standa sér nærri þar sem hún eigi fatlaða systur. „Mér finnst bara alltaf mjög mikilvægt að þegar þetta kemur upp - af því þetta stendur mér nærri - að svara þessu svo þetta viðgangist ekki og verði ekki talinn eðlilegur talsmáti af því það er nú bara svoleiðis að orðið fatlaður á ekki að vera notað sem neikvætt eða niðrandi orð, sama um hvað er talað,“ segir Áslaug að endingu.Hér að neðan er hægt að sjá myndskeið af ummælunum. Uppfært: Blaðamanni hefur verið bent á að Steingrímur hafi beðist afsökunar á ummælum sínum seinna á sama fundi. Því skal haldið til haga hér. Afsökunarbeiðni Steingríms hljóðaði svo: „Já, góðir fundarmenn, Það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því hafi ég komið þannig út að ég væri að líkja Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt við einhvers konar líkamlega, andlega fötlun. Það er ekki vel orðað.“ Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri sagði Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi og uppskar mikið lófaklapp menntskælinga. „Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum. „Svona ummæli og fordómar viðgangast ef enginn mótmælir þeim. Við þurfum auðvitað að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Áslaug í samtali við Vísi en hún bætir við að mönnum geti að sjálfsögðu orðið á en að sér hafi fundist mikilvægt að svara ummælum sem þessum, sérstaklega á fundi ungmenna. „Ég bara veit það að „fatlaður“ eru of oft notað sem niðrandi orð og mér finnst það miður. Það er leiðinlegt að þeim sé stillt upp þannig að þau séu lélegri eða verri eins og þetta var sett upp,“ segir Áslaug sem segir málið standa sér nærri þar sem hún eigi fatlaða systur. „Mér finnst bara alltaf mjög mikilvægt að þegar þetta kemur upp - af því þetta stendur mér nærri - að svara þessu svo þetta viðgangist ekki og verði ekki talinn eðlilegur talsmáti af því það er nú bara svoleiðis að orðið fatlaður á ekki að vera notað sem neikvætt eða niðrandi orð, sama um hvað er talað,“ segir Áslaug að endingu.Hér að neðan er hægt að sjá myndskeið af ummælunum. Uppfært: Blaðamanni hefur verið bent á að Steingrímur hafi beðist afsökunar á ummælum sínum seinna á sama fundi. Því skal haldið til haga hér. Afsökunarbeiðni Steingríms hljóðaði svo: „Já, góðir fundarmenn, Það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því hafi ég komið þannig út að ég væri að líkja Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt við einhvers konar líkamlega, andlega fötlun. Það er ekki vel orðað.“
Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira