Þekktast plötusnúður græmsins á landinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. október 2017 10:00 Spooky er einn öflugasti græm plötusnúður heimsins. Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira