Nýjar og skapandi áherslur í heilsugæslu Óttarr Proppé skrifar 16. október 2017 07:00 Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heilbrigðisþjónustu og það er áríðandi að halda áfram að styrkja heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu á að efla heilsugæsluna meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar. Það hefur gengið mjög vel að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun. Til að bæta enn frekar þjónustu heilsugæslunnar liggur fyrir í fjármálaáætlun að fjölga næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum til þess að mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda. Fyrsti áfanginn hér er þróunarverkefni um þjónustu næringarfræðinga á nokkrum heilsugæslustöðvum. Enn einn liður til að bæta upplýsingar og aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar er ný gagnvirk heimasíða www.heilsuvera.is með upplýsingum um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf um þjónustuna sem í boði er. Síðan er síkvik og í stöðugri þróun og mun bæta verulega upplýsingaflæði til einstaklinga og ráðgjöf um kerfið sem mikið hefur verið kallað eftir undanfarið. Heilsugæslustöðvar hérlendis voru fyrst settar á um miðjan níunda áratuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun um aukna áherslu á forvarnir, heilsugæslu og eflingu lýðheilsu. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að fylgja þessari þróun eftir með enn þá meiri áherslu á heildræna nálgun, þjónustu sem veitt er af þverfaglegu teymi, með því að nýta mun betur rafræna upplýsingamiðlun og margs konar möguleika fjarheilbrigðisþjónustu. Með aukinni áherslu á rafræn samskipti og nýtingu tækni til meðferðar og upplýsingamiðlunar má til dæmis bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í gegnum samskipti á vefnum og ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi. Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði sem bætir gæði þjónustunnar og eflir möguleika einstaklinganna til heilsueflingar og bættra lífsgæða.Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heilbrigðisþjónustu og það er áríðandi að halda áfram að styrkja heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu á að efla heilsugæsluna meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar. Það hefur gengið mjög vel að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun. Til að bæta enn frekar þjónustu heilsugæslunnar liggur fyrir í fjármálaáætlun að fjölga næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum til þess að mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda. Fyrsti áfanginn hér er þróunarverkefni um þjónustu næringarfræðinga á nokkrum heilsugæslustöðvum. Enn einn liður til að bæta upplýsingar og aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar er ný gagnvirk heimasíða www.heilsuvera.is með upplýsingum um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf um þjónustuna sem í boði er. Síðan er síkvik og í stöðugri þróun og mun bæta verulega upplýsingaflæði til einstaklinga og ráðgjöf um kerfið sem mikið hefur verið kallað eftir undanfarið. Heilsugæslustöðvar hérlendis voru fyrst settar á um miðjan níunda áratuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun um aukna áherslu á forvarnir, heilsugæslu og eflingu lýðheilsu. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að fylgja þessari þróun eftir með enn þá meiri áherslu á heildræna nálgun, þjónustu sem veitt er af þverfaglegu teymi, með því að nýta mun betur rafræna upplýsingamiðlun og margs konar möguleika fjarheilbrigðisþjónustu. Með aukinni áherslu á rafræn samskipti og nýtingu tækni til meðferðar og upplýsingamiðlunar má til dæmis bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í gegnum samskipti á vefnum og ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi. Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði sem bætir gæði þjónustunnar og eflir möguleika einstaklinganna til heilsueflingar og bættra lífsgæða.Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun