Par+barn: ástarþríhyrningurinn þegar tveir verða þrír Sigrún Júlíusdóttir skrifar 17. október 2017 07:00 Að eignast barn krefst undirbúnings og stuðnings. Pör velja í vaxandi mæli að eignast barn á réttum tíma. Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem bæði njóta og bera ábyrgð á. Þrátt fyrir skipulagningu hefur tilkoma barns alltaf mikil og oft óvænt áhrif í parsambandinu. Fjölskyldufræðsla í framhaldsskólum og fjölskyldu- og félagsráðgjöf í heilsugæslu getur hér skipt sköpum.Tveir verða þrír Þau sem áður voru tvö ein, elskendur sem horfðu í augu hvors annars, beina nú augunum að litla krílinu. Tveir verða þrír! Í mannlegum samskiptum er þrenndin, hversu heilbrigð sem hún er, líklega ein flóknasta samskiptaeiningin. Það er erfið staða að verða „þriðja hjól“ eða tvenndin sem þriðji aðilinn er ekki sáttur við. Áður en varir finnur parið að ást og umhugsun í aðeins eina átt, hefur sín takmörk. Móðir og faðir þurfa sinn tíma og parsambandið þarf sína rækt svo breytingin úr tveimur í þrjá styrki sambandið en ógni því ekki. Vitað er að tilfinningaálag og hlutverkaröskun sem fylgir fyrsta skeiðinu eftir fæðingu barns skapa oft sambúðarerfiðleika og auka líkur á skilnaði. Foreldrum, sem nýta sér fræðslu og aðstoð og takast meðvitað á við þessar breyttu aðstæður, tekst oftast að komast hjá blindgötum. Þótt staðan sé flókin er hún kannski sú eðlilegasta af öllum og í raun ávísun á þroska og hamingju.Parsambandið þarf næringu og vernd Rannsóknir og meðferðarreynsla sýna að oft er móðirin svo upptekin af tilfinningasambandinu við nýfædda barnið sitt að hún næstum gleymir að sinna sjálfri sér og makanum. Honum finnst hann þá kannski utanveltu, verður sár og leiður og finnur sér ekki stað í nýja mynstrinu. Þegar hann reynir að vera sjálfum sér nógur, eða vera enn duglegri að vinna, getur móðirin túlkað það sem áhugaleysi um sig og barnið. Tilfinningar vonbrigða og óöryggis takast á hjá báðum. Lyndissveiflur og hormónaröskun móðurinnar gera hana auðsærða, stundum afundna. Ótti við að særa, vera of kröfuharður eða sjálfmiðaður þegar báðir þrá umburðarlyndi og umhyggju koma þá í veg fyrir hreinskiptar samræður. Afleiðingin verður sú að parið fjarlægist þótt þau langi innst inni mest af öllu að deila tilfinningum sínum og hjálpast að. Það er á þessum punkti sem annað eða bæði þurfa að stíga fram, skapa góðar aðstæður fyrir einlægt samtal um nýju stöðuna og allt það flókna sem er að gerast - sumt ljóst en annað leynt. Fjölskylduráðgjöf getur líka losað um hnútana.Að vera í liði Fyrsta kastið eftir fæðingu barns reynir á samstöðu parsins og heilindi. Gott getur verið að afmarka tíma á hverjum degi til að spjalla, gera lista, ræða verkefnin og skipta þeim. Á þessu tímabili kemst parið oft að því að þau hafa ólíkar þarfir og lífssýn, sem er eðlilegt og ekki hindrun í sjálfu sér. Þvert á móti getur parið bætt hvort annað upp. Sambandið verður þá skemmtilegra og fjölbreytilegra, en það reynir á hæfnina til að semja og breyta sér. Við það færast þau nær hvort öðru, finna vináttuna, að þau eru félagar -í liði. Það er líka nauðsynlegt að vera stundum tvö ein. Í göngutúr þar sem hvorki sími, tölva, sjónvarp eða barnagrátur trufla getur verið auðveldara að tala óþvingað saman og finna „spegil“ hvort í öðru, uppörvun, samstöðu og leiðréttingu. Þegar þau gefa meiri gaum hvort að öðru vex traust, nálægð og sátt, og auðveldara verður að hlú að ástarlífinu og skapa rými fyrir samveru, nánd og kynlíf. Þangað sækja þau kraftinn sem gerir þau aflögufær til að standast eðlilegar kröfur sem barn gerir, og deila gleðinni yfir því. Þannig fá þau staðfestingu á ástinni: framtíðarveganesti fyrir sig - og barnið.Vitundarvakning 1001 dags. Höfundur er félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00 Það er ekkert til sem heitir ungbarn Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að eignast barn krefst undirbúnings og stuðnings. Pör velja í vaxandi mæli að eignast barn á réttum tíma. Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem bæði njóta og bera ábyrgð á. Þrátt fyrir skipulagningu hefur tilkoma barns alltaf mikil og oft óvænt áhrif í parsambandinu. Fjölskyldufræðsla í framhaldsskólum og fjölskyldu- og félagsráðgjöf í heilsugæslu getur hér skipt sköpum.Tveir verða þrír Þau sem áður voru tvö ein, elskendur sem horfðu í augu hvors annars, beina nú augunum að litla krílinu. Tveir verða þrír! Í mannlegum samskiptum er þrenndin, hversu heilbrigð sem hún er, líklega ein flóknasta samskiptaeiningin. Það er erfið staða að verða „þriðja hjól“ eða tvenndin sem þriðji aðilinn er ekki sáttur við. Áður en varir finnur parið að ást og umhugsun í aðeins eina átt, hefur sín takmörk. Móðir og faðir þurfa sinn tíma og parsambandið þarf sína rækt svo breytingin úr tveimur í þrjá styrki sambandið en ógni því ekki. Vitað er að tilfinningaálag og hlutverkaröskun sem fylgir fyrsta skeiðinu eftir fæðingu barns skapa oft sambúðarerfiðleika og auka líkur á skilnaði. Foreldrum, sem nýta sér fræðslu og aðstoð og takast meðvitað á við þessar breyttu aðstæður, tekst oftast að komast hjá blindgötum. Þótt staðan sé flókin er hún kannski sú eðlilegasta af öllum og í raun ávísun á þroska og hamingju.Parsambandið þarf næringu og vernd Rannsóknir og meðferðarreynsla sýna að oft er móðirin svo upptekin af tilfinningasambandinu við nýfædda barnið sitt að hún næstum gleymir að sinna sjálfri sér og makanum. Honum finnst hann þá kannski utanveltu, verður sár og leiður og finnur sér ekki stað í nýja mynstrinu. Þegar hann reynir að vera sjálfum sér nógur, eða vera enn duglegri að vinna, getur móðirin túlkað það sem áhugaleysi um sig og barnið. Tilfinningar vonbrigða og óöryggis takast á hjá báðum. Lyndissveiflur og hormónaröskun móðurinnar gera hana auðsærða, stundum afundna. Ótti við að særa, vera of kröfuharður eða sjálfmiðaður þegar báðir þrá umburðarlyndi og umhyggju koma þá í veg fyrir hreinskiptar samræður. Afleiðingin verður sú að parið fjarlægist þótt þau langi innst inni mest af öllu að deila tilfinningum sínum og hjálpast að. Það er á þessum punkti sem annað eða bæði þurfa að stíga fram, skapa góðar aðstæður fyrir einlægt samtal um nýju stöðuna og allt það flókna sem er að gerast - sumt ljóst en annað leynt. Fjölskylduráðgjöf getur líka losað um hnútana.Að vera í liði Fyrsta kastið eftir fæðingu barns reynir á samstöðu parsins og heilindi. Gott getur verið að afmarka tíma á hverjum degi til að spjalla, gera lista, ræða verkefnin og skipta þeim. Á þessu tímabili kemst parið oft að því að þau hafa ólíkar þarfir og lífssýn, sem er eðlilegt og ekki hindrun í sjálfu sér. Þvert á móti getur parið bætt hvort annað upp. Sambandið verður þá skemmtilegra og fjölbreytilegra, en það reynir á hæfnina til að semja og breyta sér. Við það færast þau nær hvort öðru, finna vináttuna, að þau eru félagar -í liði. Það er líka nauðsynlegt að vera stundum tvö ein. Í göngutúr þar sem hvorki sími, tölva, sjónvarp eða barnagrátur trufla getur verið auðveldara að tala óþvingað saman og finna „spegil“ hvort í öðru, uppörvun, samstöðu og leiðréttingu. Þegar þau gefa meiri gaum hvort að öðru vex traust, nálægð og sátt, og auðveldara verður að hlú að ástarlífinu og skapa rými fyrir samveru, nánd og kynlíf. Þangað sækja þau kraftinn sem gerir þau aflögufær til að standast eðlilegar kröfur sem barn gerir, og deila gleðinni yfir því. Þannig fá þau staðfestingu á ástinni: framtíðarveganesti fyrir sig - og barnið.Vitundarvakning 1001 dags. Höfundur er félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands.
Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00
Það er ekkert til sem heitir ungbarn Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. 11. október 2017 10:00
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar