Fátækt er pólitísk ákvörðun Vilborg Oddsdóttir skrifar 17. október 2017 07:45 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem er að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Vonandi næst þetta markmið, þó ekki væri nema að því marki að engin börn búi við fátækt. Samkvæmt Hagstofu Íslands bjuggu árið 2015 um 1,3 prósent landsmanna eða um 4.300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi, svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæði heitu, geta farið í a.m.k. vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hugarfar og þekking skiptir miklu máli þegar finna skal lausnir. Hugarfar sem mótast af því að sjá möguleikana í stað glataðra tækifæra, styrk hverrar manneskju í stað veikleika, að taka ábyrgð í stað þess að firra sig henni, að sjá hvert maður vill komast og finna svo leiðina þangað.Forgangsröðum fyrir börnin okkar Við þurfum skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra. Þekking og skilningur hvers einstaklings á sjálfum sér, getu, hæfileikum, rétti og stöðu skiptir miklu máli. Með því að auka aðgengi þeirra sem búa við fátækt að þeim sem taka ákvarðanir er hægt að taka þau skref sem til þarf til að útrýma fátækt á forsendum þeirra sem við hana búa. Einnig skiptir miklu máli að úrræði velferðarþjónustunnar byggist á viðhorfum þar sem horft er til styrkleika, gæða og réttar í stað vanmáttar, skorts og ölmusu. Að styðja við og bæta stöðu fjölskyldna styrkir stöðu barna. Að rjúfa einangrun foreldra styrkir stöðu barna. Að styrkja menntun ungmenna er grundvallaratriði gagnvart því rjúfa vítahring fátæktar. Við verðum að tryggja að að öll börn njóti heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Efla þarf upplýsingagjöf um íslenska velferðarkerfið til fólks af erlendum uppruna. Við verðum að forgangsraða fjármunum í félagslega innviði, aðeins þannig náum við því markmiði að útrýma fátækt þannig að ekkert barn á Íslandi þurfi að búa við þær aðstæður.Höfundur er félagsráðgjafi og skipar fimmta sætið á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem er að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Vonandi næst þetta markmið, þó ekki væri nema að því marki að engin börn búi við fátækt. Samkvæmt Hagstofu Íslands bjuggu árið 2015 um 1,3 prósent landsmanna eða um 4.300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi, svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæði heitu, geta farið í a.m.k. vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hugarfar og þekking skiptir miklu máli þegar finna skal lausnir. Hugarfar sem mótast af því að sjá möguleikana í stað glataðra tækifæra, styrk hverrar manneskju í stað veikleika, að taka ábyrgð í stað þess að firra sig henni, að sjá hvert maður vill komast og finna svo leiðina þangað.Forgangsröðum fyrir börnin okkar Við þurfum skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra. Þekking og skilningur hvers einstaklings á sjálfum sér, getu, hæfileikum, rétti og stöðu skiptir miklu máli. Með því að auka aðgengi þeirra sem búa við fátækt að þeim sem taka ákvarðanir er hægt að taka þau skref sem til þarf til að útrýma fátækt á forsendum þeirra sem við hana búa. Einnig skiptir miklu máli að úrræði velferðarþjónustunnar byggist á viðhorfum þar sem horft er til styrkleika, gæða og réttar í stað vanmáttar, skorts og ölmusu. Að styðja við og bæta stöðu fjölskyldna styrkir stöðu barna. Að rjúfa einangrun foreldra styrkir stöðu barna. Að styrkja menntun ungmenna er grundvallaratriði gagnvart því rjúfa vítahring fátæktar. Við verðum að tryggja að að öll börn njóti heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Efla þarf upplýsingagjöf um íslenska velferðarkerfið til fólks af erlendum uppruna. Við verðum að forgangsraða fjármunum í félagslega innviði, aðeins þannig náum við því markmiði að útrýma fátækt þannig að ekkert barn á Íslandi þurfi að búa við þær aðstæður.Höfundur er félagsráðgjafi og skipar fimmta sætið á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar