Fátækt er pólitísk ákvörðun Vilborg Oddsdóttir skrifar 17. október 2017 07:45 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem er að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Vonandi næst þetta markmið, þó ekki væri nema að því marki að engin börn búi við fátækt. Samkvæmt Hagstofu Íslands bjuggu árið 2015 um 1,3 prósent landsmanna eða um 4.300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi, svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæði heitu, geta farið í a.m.k. vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hugarfar og þekking skiptir miklu máli þegar finna skal lausnir. Hugarfar sem mótast af því að sjá möguleikana í stað glataðra tækifæra, styrk hverrar manneskju í stað veikleika, að taka ábyrgð í stað þess að firra sig henni, að sjá hvert maður vill komast og finna svo leiðina þangað.Forgangsröðum fyrir börnin okkar Við þurfum skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra. Þekking og skilningur hvers einstaklings á sjálfum sér, getu, hæfileikum, rétti og stöðu skiptir miklu máli. Með því að auka aðgengi þeirra sem búa við fátækt að þeim sem taka ákvarðanir er hægt að taka þau skref sem til þarf til að útrýma fátækt á forsendum þeirra sem við hana búa. Einnig skiptir miklu máli að úrræði velferðarþjónustunnar byggist á viðhorfum þar sem horft er til styrkleika, gæða og réttar í stað vanmáttar, skorts og ölmusu. Að styðja við og bæta stöðu fjölskyldna styrkir stöðu barna. Að rjúfa einangrun foreldra styrkir stöðu barna. Að styrkja menntun ungmenna er grundvallaratriði gagnvart því rjúfa vítahring fátæktar. Við verðum að tryggja að að öll börn njóti heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Efla þarf upplýsingagjöf um íslenska velferðarkerfið til fólks af erlendum uppruna. Við verðum að forgangsraða fjármunum í félagslega innviði, aðeins þannig náum við því markmiði að útrýma fátækt þannig að ekkert barn á Íslandi þurfi að búa við þær aðstæður.Höfundur er félagsráðgjafi og skipar fimmta sætið á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem er að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Vonandi næst þetta markmið, þó ekki væri nema að því marki að engin börn búi við fátækt. Samkvæmt Hagstofu Íslands bjuggu árið 2015 um 1,3 prósent landsmanna eða um 4.300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi, svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæði heitu, geta farið í a.m.k. vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hugarfar og þekking skiptir miklu máli þegar finna skal lausnir. Hugarfar sem mótast af því að sjá möguleikana í stað glataðra tækifæra, styrk hverrar manneskju í stað veikleika, að taka ábyrgð í stað þess að firra sig henni, að sjá hvert maður vill komast og finna svo leiðina þangað.Forgangsröðum fyrir börnin okkar Við þurfum skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra. Þekking og skilningur hvers einstaklings á sjálfum sér, getu, hæfileikum, rétti og stöðu skiptir miklu máli. Með því að auka aðgengi þeirra sem búa við fátækt að þeim sem taka ákvarðanir er hægt að taka þau skref sem til þarf til að útrýma fátækt á forsendum þeirra sem við hana búa. Einnig skiptir miklu máli að úrræði velferðarþjónustunnar byggist á viðhorfum þar sem horft er til styrkleika, gæða og réttar í stað vanmáttar, skorts og ölmusu. Að styðja við og bæta stöðu fjölskyldna styrkir stöðu barna. Að rjúfa einangrun foreldra styrkir stöðu barna. Að styrkja menntun ungmenna er grundvallaratriði gagnvart því rjúfa vítahring fátæktar. Við verðum að tryggja að að öll börn njóti heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Efla þarf upplýsingagjöf um íslenska velferðarkerfið til fólks af erlendum uppruna. Við verðum að forgangsraða fjármunum í félagslega innviði, aðeins þannig náum við því markmiði að útrýma fátækt þannig að ekkert barn á Íslandi þurfi að búa við þær aðstæður.Höfundur er félagsráðgjafi og skipar fimmta sætið á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun