Fátækt er pólitísk ákvörðun Vilborg Oddsdóttir skrifar 17. október 2017 07:45 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem er að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Vonandi næst þetta markmið, þó ekki væri nema að því marki að engin börn búi við fátækt. Samkvæmt Hagstofu Íslands bjuggu árið 2015 um 1,3 prósent landsmanna eða um 4.300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi, svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæði heitu, geta farið í a.m.k. vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hugarfar og þekking skiptir miklu máli þegar finna skal lausnir. Hugarfar sem mótast af því að sjá möguleikana í stað glataðra tækifæra, styrk hverrar manneskju í stað veikleika, að taka ábyrgð í stað þess að firra sig henni, að sjá hvert maður vill komast og finna svo leiðina þangað.Forgangsröðum fyrir börnin okkar Við þurfum skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra. Þekking og skilningur hvers einstaklings á sjálfum sér, getu, hæfileikum, rétti og stöðu skiptir miklu máli. Með því að auka aðgengi þeirra sem búa við fátækt að þeim sem taka ákvarðanir er hægt að taka þau skref sem til þarf til að útrýma fátækt á forsendum þeirra sem við hana búa. Einnig skiptir miklu máli að úrræði velferðarþjónustunnar byggist á viðhorfum þar sem horft er til styrkleika, gæða og réttar í stað vanmáttar, skorts og ölmusu. Að styðja við og bæta stöðu fjölskyldna styrkir stöðu barna. Að rjúfa einangrun foreldra styrkir stöðu barna. Að styrkja menntun ungmenna er grundvallaratriði gagnvart því rjúfa vítahring fátæktar. Við verðum að tryggja að að öll börn njóti heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Efla þarf upplýsingagjöf um íslenska velferðarkerfið til fólks af erlendum uppruna. Við verðum að forgangsraða fjármunum í félagslega innviði, aðeins þannig náum við því markmiði að útrýma fátækt þannig að ekkert barn á Íslandi þurfi að búa við þær aðstæður.Höfundur er félagsráðgjafi og skipar fimmta sætið á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem er að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Vonandi næst þetta markmið, þó ekki væri nema að því marki að engin börn búi við fátækt. Samkvæmt Hagstofu Íslands bjuggu árið 2015 um 1,3 prósent landsmanna eða um 4.300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi, svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæði heitu, geta farið í a.m.k. vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hugarfar og þekking skiptir miklu máli þegar finna skal lausnir. Hugarfar sem mótast af því að sjá möguleikana í stað glataðra tækifæra, styrk hverrar manneskju í stað veikleika, að taka ábyrgð í stað þess að firra sig henni, að sjá hvert maður vill komast og finna svo leiðina þangað.Forgangsröðum fyrir börnin okkar Við þurfum skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra. Þekking og skilningur hvers einstaklings á sjálfum sér, getu, hæfileikum, rétti og stöðu skiptir miklu máli. Með því að auka aðgengi þeirra sem búa við fátækt að þeim sem taka ákvarðanir er hægt að taka þau skref sem til þarf til að útrýma fátækt á forsendum þeirra sem við hana búa. Einnig skiptir miklu máli að úrræði velferðarþjónustunnar byggist á viðhorfum þar sem horft er til styrkleika, gæða og réttar í stað vanmáttar, skorts og ölmusu. Að styðja við og bæta stöðu fjölskyldna styrkir stöðu barna. Að rjúfa einangrun foreldra styrkir stöðu barna. Að styrkja menntun ungmenna er grundvallaratriði gagnvart því rjúfa vítahring fátæktar. Við verðum að tryggja að að öll börn njóti heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Efla þarf upplýsingagjöf um íslenska velferðarkerfið til fólks af erlendum uppruna. Við verðum að forgangsraða fjármunum í félagslega innviði, aðeins þannig náum við því markmiði að útrýma fátækt þannig að ekkert barn á Íslandi þurfi að búa við þær aðstæður.Höfundur er félagsráðgjafi og skipar fimmta sætið á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar