Hafnarfjarðarbær hættir að kaupa skólamáltíðir af ISS Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 20:00 Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent