Hafnarfjarðarbær hættir að kaupa skólamáltíðir af ISS Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 20:00 Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira