Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 10:44 Gísli Þorgeir Kristjánsson og strákarnir í FH þurfa að fara aftur til Rússlands. vísir/eyþór Eins og kom fram í morgun þarf FH að ferðast aftur til St. Pétursborgar til þess eins að framkvæma vítakastkeppni sem ekki var haldin í seinni leik FH og rússneska liðsins í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var þá gripið til framlengingar en eftir hana komst FH áfram með eins marks heildarsigri, 65-64. Finnski eftirlitsmaðurinn gerði aftur á móti stór mistök með því að senda ekki leikinn beint í vítakastkeppni. Dómur er fallinn í málinu og hefur verið ákveðið að úrslitin standa ekki heldur þurfa liðin að mætast í vítakastkeppni um hvort þeirra fer áfram í 3. umferðina.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Ég var bara að fá þessi tíðindi og maður er í hálfgerðu áfalli eins og gefur að skilja,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Vísi. Ásgeiri var augljóslega brugðið við þessi tíðindi en hann bjóst ekki við þessum úrskurði frá EHF. „Maður vildi ekki gefa sér neitt fyrir fram eftir að Rússarnir kærðu. Við skiluðum bara okkar áliti og svo bjóst maður við að það yrði dæmt eðlilega,“ segir Ásgeir, en er það huggun harmi gegn að EHF mun borga brúsann eftir þetta klúður? „Nei, það skiptir engu máli. Maður er bara í áfalli,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir FH-inga ætla að senda frá sér yfirlýsingu seinna í dag en þeir hafa til morguns til að áfrýja þessum úrskurði evrópska handknattleikssambandsins. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38 Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30 FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Eins og kom fram í morgun þarf FH að ferðast aftur til St. Pétursborgar til þess eins að framkvæma vítakastkeppni sem ekki var haldin í seinni leik FH og rússneska liðsins í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var þá gripið til framlengingar en eftir hana komst FH áfram með eins marks heildarsigri, 65-64. Finnski eftirlitsmaðurinn gerði aftur á móti stór mistök með því að senda ekki leikinn beint í vítakastkeppni. Dómur er fallinn í málinu og hefur verið ákveðið að úrslitin standa ekki heldur þurfa liðin að mætast í vítakastkeppni um hvort þeirra fer áfram í 3. umferðina.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Ég var bara að fá þessi tíðindi og maður er í hálfgerðu áfalli eins og gefur að skilja,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Vísi. Ásgeiri var augljóslega brugðið við þessi tíðindi en hann bjóst ekki við þessum úrskurði frá EHF. „Maður vildi ekki gefa sér neitt fyrir fram eftir að Rússarnir kærðu. Við skiluðum bara okkar áliti og svo bjóst maður við að það yrði dæmt eðlilega,“ segir Ásgeir, en er það huggun harmi gegn að EHF mun borga brúsann eftir þetta klúður? „Nei, það skiptir engu máli. Maður er bara í áfalli,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir FH-inga ætla að senda frá sér yfirlýsingu seinna í dag en þeir hafa til morguns til að áfrýja þessum úrskurði evrópska handknattleikssambandsins.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38 Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30 FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38
Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30
FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56