Ísland mun betur búið til að mæta áföllum nú en eftir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2017 19:30 Bankakerfið er mun betur statt nú en fyrir hrun til að bregðast við mögulegum áföllum í þjóðarbúskapnum, til dæmis ef ferðamönnum fækkaði umtalsvert, að mati Seðlabanka Íslands. Staða heimilanna hafi einnig stórbatnað á undanförnum árum og horfur séu á áframhaldandi hagvexti á næstu árum. Útlán til heimila og fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja í ferðaþjónustu, eru að aukast. En Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því. Þetta sé í takti við aukinn hagvöxt. Talsmenn Seðlabankans kynntu rit sitt fjármálastöðugleika í dag en þar kemur fram að bæði fyrirtæki og heimili hafi notað hagvöxt og aukinn kaupmátt á undanförnum árum til að greiða niður skuldir. Þótt verð íbúðarhúsnæðis hafi náð hæstu hæðum eins og það var fyrir hrun, standi bankakerfið, heimilin og fyrirtækin mun betur nú og skuldastaðan gagnvart útlöndum sé góð. Bönkunum bjóðist líka mun betri vaxtakjör en á árunum eftir hrun og eigi því auðvelt með að endurfjármagna 105 milljarða lán á næsta ári. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum segir það ekki síst vera hraðan og mikinn vöxt ferðaþjónustunnar sem bætt hafi stöðu þjóðarbúsins á undanförnum árum. En nú eru um 20 prósent útlána bankanna til fyrirtækja til ferðaþjónustunnar, svipað hlutfall og til sjávarútvegsins. „Staðan er nokkuð góð. Við höfum búið við góðar aðstæður undanfarið og fjármálakerfið stendur jafnframt sterkt. En við erum að byrja að sjá taktinn í uppsveiflunni í fjármálasveiflunni byrja að aukast. Útlánin eru að aukast svo við þurfum núna að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Harpa. Útlán til heimilanna hafa aðallega aukist vegna húsnæðiskaupa með auknum kaupmætti þeirra og þá er munurinn á byggingarkostnaði og húnsæðisverði orðinn slíkur að nú borgi sig að byggja á nýjan leik. En staða heimilanna sé góð um þessar mundir. Seðlabankinn býst ekki við alvarlegum áföllum í efnahagslífinu á næstu árum en segir áhættuna helst liggja í stöðu ferðaþjónustunnar og húsnæðisverði. Ef ferðamönnum fækkaði af einhverjum sökum gæti til að mynda hluti um 4.500 íbúða í útleigu til ferðamanna komið inn á almenna markaðinn og valdið verðlækkun. „Við erum nýbúin að fá gögn í hús frá AirBnB og munum greina þau nánar. En eins og þetta birtist okkur núna virðist þetta vera að hafa umtalsverð áhrif á markaðinn,“ segir Harpa. En jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði umtalsvert sem smitaðist út í aðra hluta efnahagslífsins þoli bankakerfið umtalsvert áfall, en þurfi að fara sér hægt í arðgreiðslum og líta fram á veginn.Myndum við vera í svipaðri stöðu og í hruninu haustið 2008 eða myndi kerfið þola áfallið betur? „Já, kerfið þolir áfallið mun betur. Það er mun meira eigið fé og lausafé inni í kerfinu í dag,“ segir Harpa. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Bankakerfið er mun betur statt nú en fyrir hrun til að bregðast við mögulegum áföllum í þjóðarbúskapnum, til dæmis ef ferðamönnum fækkaði umtalsvert, að mati Seðlabanka Íslands. Staða heimilanna hafi einnig stórbatnað á undanförnum árum og horfur séu á áframhaldandi hagvexti á næstu árum. Útlán til heimila og fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja í ferðaþjónustu, eru að aukast. En Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því. Þetta sé í takti við aukinn hagvöxt. Talsmenn Seðlabankans kynntu rit sitt fjármálastöðugleika í dag en þar kemur fram að bæði fyrirtæki og heimili hafi notað hagvöxt og aukinn kaupmátt á undanförnum árum til að greiða niður skuldir. Þótt verð íbúðarhúsnæðis hafi náð hæstu hæðum eins og það var fyrir hrun, standi bankakerfið, heimilin og fyrirtækin mun betur nú og skuldastaðan gagnvart útlöndum sé góð. Bönkunum bjóðist líka mun betri vaxtakjör en á árunum eftir hrun og eigi því auðvelt með að endurfjármagna 105 milljarða lán á næsta ári. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum segir það ekki síst vera hraðan og mikinn vöxt ferðaþjónustunnar sem bætt hafi stöðu þjóðarbúsins á undanförnum árum. En nú eru um 20 prósent útlána bankanna til fyrirtækja til ferðaþjónustunnar, svipað hlutfall og til sjávarútvegsins. „Staðan er nokkuð góð. Við höfum búið við góðar aðstæður undanfarið og fjármálakerfið stendur jafnframt sterkt. En við erum að byrja að sjá taktinn í uppsveiflunni í fjármálasveiflunni byrja að aukast. Útlánin eru að aukast svo við þurfum núna að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Harpa. Útlán til heimilanna hafa aðallega aukist vegna húsnæðiskaupa með auknum kaupmætti þeirra og þá er munurinn á byggingarkostnaði og húnsæðisverði orðinn slíkur að nú borgi sig að byggja á nýjan leik. En staða heimilanna sé góð um þessar mundir. Seðlabankinn býst ekki við alvarlegum áföllum í efnahagslífinu á næstu árum en segir áhættuna helst liggja í stöðu ferðaþjónustunnar og húsnæðisverði. Ef ferðamönnum fækkaði af einhverjum sökum gæti til að mynda hluti um 4.500 íbúða í útleigu til ferðamanna komið inn á almenna markaðinn og valdið verðlækkun. „Við erum nýbúin að fá gögn í hús frá AirBnB og munum greina þau nánar. En eins og þetta birtist okkur núna virðist þetta vera að hafa umtalsverð áhrif á markaðinn,“ segir Harpa. En jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði umtalsvert sem smitaðist út í aðra hluta efnahagslífsins þoli bankakerfið umtalsvert áfall, en þurfi að fara sér hægt í arðgreiðslum og líta fram á veginn.Myndum við vera í svipaðri stöðu og í hruninu haustið 2008 eða myndi kerfið þola áfallið betur? „Já, kerfið þolir áfallið mun betur. Það er mun meira eigið fé og lausafé inni í kerfinu í dag,“ segir Harpa.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira