Alvöru kosningaeftirlit Björn Leví Gunnarsson skrifar 19. október 2017 09:15 Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun