Alvöru kosningaeftirlit Björn Leví Gunnarsson skrifar 19. október 2017 09:15 Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun