Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. október 2017 22:05 Aldrei hefur hærra hlutfall íslenskra bóka verið prentað utan landssteinanna. Vísir/Valli Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann. Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann.
Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00