Framfarir í stað niðurskurðar og aðhalds Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú?
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun