Alþjóðlegur baráttudagur fyrir mannsæmandi vinnu - 7. október Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS) skrifar 5. október 2017 10:15 Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum. Frá sjónarhorni norrænnar verkalýðshreyfingar er þetta áhyggjuefni vegna þess að popúlismi hefur tilhneigingu til þess að taka eiginhagsmuni fram yfir alþjóðlegt samstarf, lokuð landamæri og verndarhyggju fram yfir frjálst flæði fólks, þjónustu, vöru og fjármagns, og valdboð fram yfir framsækin og frjálslynd gildi. Ein helsta ástæðan fyrir verndarstefnu og popúlisma er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Staðfest er í mörgum rannsóknum þ.á.m. hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, að þróunin síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur haft í för með sér að æ færri njóta góðs af auðlindum samfélagsins. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratugnum hefur viljað auka frjálsræði með því að fækka reglum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu. Útþynnt samstarf aðila vinnumarkaðarins og minni alþjóðleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á vinnustöðum sem á heildarskiptingu gæða, innanlands, í Evrópu og á alþjóðavísu, hefur jafnvel stuðlað að auknum ójöfnuði. Við þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, þar sem fólk er oft og tíðum með óreglulega ráðningarsamninga og kjör sem ekki eru til fyrirmyndar þegar litið er til sanngjarnra og samningsbundinna launa, vinnuumhverfis, félagslegs öryggis, orlofsmála og möguleika til endurmenntunar. Norræna verkalýðshreyfingin telur að besta leiðin til þess að stuðla að félagslegri samstöðu og berjast gegn andlýðræðislegum straumum sé að koma aftur á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna. Á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu – World Day for Decent Work – skorum við á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að styrkja og efla hinar fjórar stoðir í „Decent Work Agenda“, sem samþykktar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnuninni – stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um atvinnumál. Hinar fjórar stoðir Stefnunnar; aukin atvinna, réttindi verkafólks, skilvirkt samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg vernd, miða að því að koma á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna, og eru að miklu leyti í samræmi við grundvallaratriði norræna líkansins. Þannig stuðlar Stefnan einnig að því að ná markmiði 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030). Gerum því markmið 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og hinar fjóru stoðir í „Decent Work Agenda“ Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að kjarna norræns samstarfs.Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum. Frá sjónarhorni norrænnar verkalýðshreyfingar er þetta áhyggjuefni vegna þess að popúlismi hefur tilhneigingu til þess að taka eiginhagsmuni fram yfir alþjóðlegt samstarf, lokuð landamæri og verndarhyggju fram yfir frjálst flæði fólks, þjónustu, vöru og fjármagns, og valdboð fram yfir framsækin og frjálslynd gildi. Ein helsta ástæðan fyrir verndarstefnu og popúlisma er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Staðfest er í mörgum rannsóknum þ.á.m. hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, að þróunin síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur haft í för með sér að æ færri njóta góðs af auðlindum samfélagsins. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratugnum hefur viljað auka frjálsræði með því að fækka reglum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu. Útþynnt samstarf aðila vinnumarkaðarins og minni alþjóðleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á vinnustöðum sem á heildarskiptingu gæða, innanlands, í Evrópu og á alþjóðavísu, hefur jafnvel stuðlað að auknum ójöfnuði. Við þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, þar sem fólk er oft og tíðum með óreglulega ráðningarsamninga og kjör sem ekki eru til fyrirmyndar þegar litið er til sanngjarnra og samningsbundinna launa, vinnuumhverfis, félagslegs öryggis, orlofsmála og möguleika til endurmenntunar. Norræna verkalýðshreyfingin telur að besta leiðin til þess að stuðla að félagslegri samstöðu og berjast gegn andlýðræðislegum straumum sé að koma aftur á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna. Á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu – World Day for Decent Work – skorum við á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að styrkja og efla hinar fjórar stoðir í „Decent Work Agenda“, sem samþykktar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnuninni – stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um atvinnumál. Hinar fjórar stoðir Stefnunnar; aukin atvinna, réttindi verkafólks, skilvirkt samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg vernd, miða að því að koma á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna, og eru að miklu leyti í samræmi við grundvallaratriði norræna líkansins. Þannig stuðlar Stefnan einnig að því að ná markmiði 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030). Gerum því markmið 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og hinar fjóru stoðir í „Decent Work Agenda“ Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að kjarna norræns samstarfs.Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS)
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar