Alþjóðlegur baráttudagur fyrir mannsæmandi vinnu - 7. október Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS) skrifar 5. október 2017 10:15 Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum. Frá sjónarhorni norrænnar verkalýðshreyfingar er þetta áhyggjuefni vegna þess að popúlismi hefur tilhneigingu til þess að taka eiginhagsmuni fram yfir alþjóðlegt samstarf, lokuð landamæri og verndarhyggju fram yfir frjálst flæði fólks, þjónustu, vöru og fjármagns, og valdboð fram yfir framsækin og frjálslynd gildi. Ein helsta ástæðan fyrir verndarstefnu og popúlisma er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Staðfest er í mörgum rannsóknum þ.á.m. hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, að þróunin síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur haft í för með sér að æ færri njóta góðs af auðlindum samfélagsins. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratugnum hefur viljað auka frjálsræði með því að fækka reglum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu. Útþynnt samstarf aðila vinnumarkaðarins og minni alþjóðleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á vinnustöðum sem á heildarskiptingu gæða, innanlands, í Evrópu og á alþjóðavísu, hefur jafnvel stuðlað að auknum ójöfnuði. Við þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, þar sem fólk er oft og tíðum með óreglulega ráðningarsamninga og kjör sem ekki eru til fyrirmyndar þegar litið er til sanngjarnra og samningsbundinna launa, vinnuumhverfis, félagslegs öryggis, orlofsmála og möguleika til endurmenntunar. Norræna verkalýðshreyfingin telur að besta leiðin til þess að stuðla að félagslegri samstöðu og berjast gegn andlýðræðislegum straumum sé að koma aftur á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna. Á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu – World Day for Decent Work – skorum við á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að styrkja og efla hinar fjórar stoðir í „Decent Work Agenda“, sem samþykktar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnuninni – stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um atvinnumál. Hinar fjórar stoðir Stefnunnar; aukin atvinna, réttindi verkafólks, skilvirkt samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg vernd, miða að því að koma á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna, og eru að miklu leyti í samræmi við grundvallaratriði norræna líkansins. Þannig stuðlar Stefnan einnig að því að ná markmiði 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030). Gerum því markmið 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og hinar fjóru stoðir í „Decent Work Agenda“ Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að kjarna norræns samstarfs.Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum. Frá sjónarhorni norrænnar verkalýðshreyfingar er þetta áhyggjuefni vegna þess að popúlismi hefur tilhneigingu til þess að taka eiginhagsmuni fram yfir alþjóðlegt samstarf, lokuð landamæri og verndarhyggju fram yfir frjálst flæði fólks, þjónustu, vöru og fjármagns, og valdboð fram yfir framsækin og frjálslynd gildi. Ein helsta ástæðan fyrir verndarstefnu og popúlisma er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Staðfest er í mörgum rannsóknum þ.á.m. hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, að þróunin síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur haft í för með sér að æ færri njóta góðs af auðlindum samfélagsins. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratugnum hefur viljað auka frjálsræði með því að fækka reglum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu. Útþynnt samstarf aðila vinnumarkaðarins og minni alþjóðleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á vinnustöðum sem á heildarskiptingu gæða, innanlands, í Evrópu og á alþjóðavísu, hefur jafnvel stuðlað að auknum ójöfnuði. Við þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, þar sem fólk er oft og tíðum með óreglulega ráðningarsamninga og kjör sem ekki eru til fyrirmyndar þegar litið er til sanngjarnra og samningsbundinna launa, vinnuumhverfis, félagslegs öryggis, orlofsmála og möguleika til endurmenntunar. Norræna verkalýðshreyfingin telur að besta leiðin til þess að stuðla að félagslegri samstöðu og berjast gegn andlýðræðislegum straumum sé að koma aftur á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna. Á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu – World Day for Decent Work – skorum við á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að styrkja og efla hinar fjórar stoðir í „Decent Work Agenda“, sem samþykktar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnuninni – stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um atvinnumál. Hinar fjórar stoðir Stefnunnar; aukin atvinna, réttindi verkafólks, skilvirkt samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg vernd, miða að því að koma á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna, og eru að miklu leyti í samræmi við grundvallaratriði norræna líkansins. Þannig stuðlar Stefnan einnig að því að ná markmiði 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030). Gerum því markmið 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og hinar fjóru stoðir í „Decent Work Agenda“ Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að kjarna norræns samstarfs.Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS)
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar