Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 20. september 2017 10:40 Þetta er spurning sem öll börn fá á einhverjum tímapunkti. Við munum öll eftir því að velta þessari spurningu fyrir okkur og máta okkur í ýmis hlutverk. Við ætlum okkur öll að verða eitthvað, gera eitthvað, hafa hlutverk og tilgang í framtíðinni þegar við verðum stór. Það er ýmislegt sem bendir til að hluti unga fólksins okkar líði ekki nógu vel og hafi misst sjónar á að þau geti orðið eitthvað þegar þau verða stór. Samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun hefur fjöldi ungs fólks undir 30 ára á örokulífeyri og endurhæfingarlífeyri tvöfaldast frá árinu 2000. Algengasta orsök örorku eru geðraskanir. Aðrar birtingamyndir vandans eru mikið brottfall úr framhaldsskólum, aukinn kvíði ungs fólk, vímuefnaneysla og svo eru ungu mennirnir okkar að deyja, sjálfsvíg ungra karla eru sorglegasta birtingarmynd þessarar vanlíðunar. En hver er skýringin á þessu? Það má finna ýmsar skýringar enda kröfurnar á börnin okkar miklar. Ein stór skýring mætti kalla áföll. Börnin okkar upplifa ýmis konar áföll í uppvextinum sem, ef ekki er unnið með, geta haft alvarlegar afleiðingar á þroska og getu til að takast á við flókinn heim. Þau sem lenda í þessari stöðu eru alltaf að gera sitt besta, reyna að vera í skóla, reyna að vera í vinnu, reyna að vera til en lenda stöðugt í að mistakast þar sem litla hjálp er að fá, sem verður til þess að þau hætta að trúa því að þau geti fundið leiðina sína. Við erum að bregðast þeim. Við eigum að halda utan um unga fólkið okkar, hlusta á þau og hjálpa þeim til að finna að þau hafi tilgang og geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Við eigum innviðina, við eigum fagfólkið og við eigum peningana. Enda mun hver króna sem fer í slíkt verkefni skila sér margfalt til baka. Lausnirnar og úrræðin eru til hjá öðrum þjóðum, við eigum að nýta okkur þekkingu og reynslu annarra til að finna bestu leiðirnar. Setja svo upp áætlun til að fyrirbyggja vanlíðan og búa til þétt net sem grípur þau sem lenda í vanda. Stjórnvöld sem vinna í okkar umboði eiga að taka ábyrgð á þessum málum af festu. Við getum ekki falið okkur á bak við ýmis sjálfstæð félagasamtök. Þau vinna vissulega gott verk og munu gera það áfram en eru háð fjármagni frá ári til árs. Við eigum að hlú að þessum sprotum en þeir eiga ekki að bera ábyrgð á verkefninu. Það er stjórnvalda og samtryggingakerfisins okkar. Við höfum ekki efni á því að missa fólkið okkar út með þessum hætti, unga fólkið er framtíðin og við eigum að gera betur okkur öllum til heilla.Höfundur er vinnusálfræðingur og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem öll börn fá á einhverjum tímapunkti. Við munum öll eftir því að velta þessari spurningu fyrir okkur og máta okkur í ýmis hlutverk. Við ætlum okkur öll að verða eitthvað, gera eitthvað, hafa hlutverk og tilgang í framtíðinni þegar við verðum stór. Það er ýmislegt sem bendir til að hluti unga fólksins okkar líði ekki nógu vel og hafi misst sjónar á að þau geti orðið eitthvað þegar þau verða stór. Samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun hefur fjöldi ungs fólks undir 30 ára á örokulífeyri og endurhæfingarlífeyri tvöfaldast frá árinu 2000. Algengasta orsök örorku eru geðraskanir. Aðrar birtingamyndir vandans eru mikið brottfall úr framhaldsskólum, aukinn kvíði ungs fólk, vímuefnaneysla og svo eru ungu mennirnir okkar að deyja, sjálfsvíg ungra karla eru sorglegasta birtingarmynd þessarar vanlíðunar. En hver er skýringin á þessu? Það má finna ýmsar skýringar enda kröfurnar á börnin okkar miklar. Ein stór skýring mætti kalla áföll. Börnin okkar upplifa ýmis konar áföll í uppvextinum sem, ef ekki er unnið með, geta haft alvarlegar afleiðingar á þroska og getu til að takast á við flókinn heim. Þau sem lenda í þessari stöðu eru alltaf að gera sitt besta, reyna að vera í skóla, reyna að vera í vinnu, reyna að vera til en lenda stöðugt í að mistakast þar sem litla hjálp er að fá, sem verður til þess að þau hætta að trúa því að þau geti fundið leiðina sína. Við erum að bregðast þeim. Við eigum að halda utan um unga fólkið okkar, hlusta á þau og hjálpa þeim til að finna að þau hafi tilgang og geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Við eigum innviðina, við eigum fagfólkið og við eigum peningana. Enda mun hver króna sem fer í slíkt verkefni skila sér margfalt til baka. Lausnirnar og úrræðin eru til hjá öðrum þjóðum, við eigum að nýta okkur þekkingu og reynslu annarra til að finna bestu leiðirnar. Setja svo upp áætlun til að fyrirbyggja vanlíðan og búa til þétt net sem grípur þau sem lenda í vanda. Stjórnvöld sem vinna í okkar umboði eiga að taka ábyrgð á þessum málum af festu. Við getum ekki falið okkur á bak við ýmis sjálfstæð félagasamtök. Þau vinna vissulega gott verk og munu gera það áfram en eru háð fjármagni frá ári til árs. Við eigum að hlú að þessum sprotum en þeir eiga ekki að bera ábyrgð á verkefninu. Það er stjórnvalda og samtryggingakerfisins okkar. Við höfum ekki efni á því að missa fólkið okkar út með þessum hætti, unga fólkið er framtíðin og við eigum að gera betur okkur öllum til heilla.Höfundur er vinnusálfræðingur og móðir.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar