Pólitískur styrkur Björt Ólafsdóttir skrifar 22. september 2017 06:00 Björt framtíð varð til árið 2012 þegar fjölbreyttur hópur fólks með sömu hugsjónir tók höndum saman um að setja mark sitt á að breyta stjórnmálum á Íslandi. Við vildum gera umbætur á íhaldssömu og stöðnuðu stjórnmálakerfinu, auka samráð og vinna að málum á faglegri og gagnsærri máta. Við vildum axla ábyrgð, ekki bara gagnrýna, heldur taka þátt og framkvæma. Það þurfti því ekki koma neinum á óvart að Björt framtíð skyldi sýna ábyrgð eftir að önnur stjórnarmyndun var tvívegis fullreynd og ákveða að taka þátt í ríkisstjórn með það að markmiði að vinna að breytingum innan frá. Annað grunngildi okkar í Bjartri framtíð er traust. Það er undirstaða góðs samstarfs og hluti af því að vera lýðræðisafl að bera traust til annarra. Þetta grunngildi og reyndar mörg önnur voru því miður þverbrotin í síðustu viku þegar upp komst að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu tekið eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag. Siðferði og samskiptareglur manna á milli í trúnaðarstörfum fyrir heila þjóð snúast ekki um lögfræði eða þær reglur sem þar er að finna um trúnað. Traust er undirstaðan. Traust er tilfinning um að allt sé í lagi og óhætt sé að halda áfram. Það hvarf þegar við urðum þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gat stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls er kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ekki gott að halda áfram. Þannig öxluðum við ábyrgð á ný átta mánuðum síðar og sögðum okkur frá ríkisstjórnarsamstarfinu. Það þarf staðfestu og hugrekki til að ganga frá góðum verkefnum sem við hefðum helst af öllu viljað halda áfram með. Gott siðferði þarf hins vegar að vera ofar öllu – þess vegna stendur Björt framtíð á styrkum stoðum. Okkar kjarni er styrkari en 100 ára gömul stjórnmálastofnun getur státað af.Höfundur er umhverfisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Björt framtíð varð til árið 2012 þegar fjölbreyttur hópur fólks með sömu hugsjónir tók höndum saman um að setja mark sitt á að breyta stjórnmálum á Íslandi. Við vildum gera umbætur á íhaldssömu og stöðnuðu stjórnmálakerfinu, auka samráð og vinna að málum á faglegri og gagnsærri máta. Við vildum axla ábyrgð, ekki bara gagnrýna, heldur taka þátt og framkvæma. Það þurfti því ekki koma neinum á óvart að Björt framtíð skyldi sýna ábyrgð eftir að önnur stjórnarmyndun var tvívegis fullreynd og ákveða að taka þátt í ríkisstjórn með það að markmiði að vinna að breytingum innan frá. Annað grunngildi okkar í Bjartri framtíð er traust. Það er undirstaða góðs samstarfs og hluti af því að vera lýðræðisafl að bera traust til annarra. Þetta grunngildi og reyndar mörg önnur voru því miður þverbrotin í síðustu viku þegar upp komst að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu tekið eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag. Siðferði og samskiptareglur manna á milli í trúnaðarstörfum fyrir heila þjóð snúast ekki um lögfræði eða þær reglur sem þar er að finna um trúnað. Traust er undirstaðan. Traust er tilfinning um að allt sé í lagi og óhætt sé að halda áfram. Það hvarf þegar við urðum þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gat stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls er kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ekki gott að halda áfram. Þannig öxluðum við ábyrgð á ný átta mánuðum síðar og sögðum okkur frá ríkisstjórnarsamstarfinu. Það þarf staðfestu og hugrekki til að ganga frá góðum verkefnum sem við hefðum helst af öllu viljað halda áfram með. Gott siðferði þarf hins vegar að vera ofar öllu – þess vegna stendur Björt framtíð á styrkum stoðum. Okkar kjarni er styrkari en 100 ára gömul stjórnmálastofnun getur státað af.Höfundur er umhverfisráðherra
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun