Stafræn straumhvörf á fjármálamarkaði Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Markaðir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun