
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti
Sú stjórnarskrá Íslands, sem nú er í gildi, er frá 1944. Hún var samþykkt í skyndi með þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að marka sjálfstæði Íslands frá konungsríkinu Danmörku við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Stjórnarskráin var að miklu leyti byggð á þeirri dönsku, og ekki gafst tími til þess að gera nema óverulegar breytingar á henni. Þessi stjórnarskrá kann að hafa hentað Dönum vel á fimmta áratug síðustu aldar, en hún endurspeglar ekki íslenskan samtíma. Til dæmis var ákvæðum, sem vörðuðu konung, aðeins breytt með því að nefna forseta í hans stað. Því var frestað að taka af skarið í mikilvægum málefnum á borð við valdsvið forseta og skipulag kosningakerfis. Þetta var gert vegna þess að um var að ræða bráðabirgðaskjal sem til stóð að endurskoða síðar, enda hefur verið litið á stjórnarskrána sem tímabundinn sáttmála allar götur síðan. Þó hafði aldrei farið fram gagnger endurskoðun á henni, né tilraun til að skipta henni út.
Meðal þeirra fjölmörgu atriða sem þyrfti að endurskoða má nefna peningamálin. Samkvæmt dönsku stjórnarskránni frá 1944 hefur Alþingi fullt umboð til þess að ráðstafa fjárhag Íslendinga. Með öðrum orðum er það Alþingi eitt sem ræður því hverja skuli skattleggja og hve mikið, hvernig sjóðum skuli ráðstafað eða hvort eigi að hætta að veita úr þeim, og hvaða fyrirtækjum skuli hygla og hverjum ekki. Þetta er ein aðferðin við að stjórna landinu, en ef til vill mætti bæta hana með því að fela kjósendum örlítinn skerf löggjafarvaldsins. Finnst þér þú borga of mikla skatta? Þarf skóli barna þinna að fá ríflegri fjárveitingu? Fær fyrirtæki keppinautarins betri fyrirgreiðslu en fyrirtækið þitt? Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er ekkert hægt að gera nema bíða eftir næstu kosningum, og kjósa þá frambjóðendur sem heita því að taka á þessum vandamálum, en óvíst er um efndir og árangur. Ef stjórnarskránni væri hins vegar breytt þannig að tíu prósent kjósenda geti krafist atkvæðagreiðslu um umdeild lög getur þú sem kjósandi þokað málum áleiðis.
Sumir bera því við að of erfitt sé að breyta stjórnarskrá. Þeir hafa nokkuð til síns máls. Auðvitað á að vera erfitt að breyta stjórnarskrá. Ef einfaldur meirihluti nægði til þess að gera stórfelldar breytingar á stjórnarskrá Íslendinga mundi slíkt leiða til óstöðugleika og óvissu. Hvorugt er eftirsóknarvert sem þjóðareinkenni. Einstaklingar og fyrirtæki reiða sig á stöðugleika stofnana, þannig má búa í haginn og öðlast sálarró. Þó kemur fyrir að samfélag neyðist til innri endurskoðunar. Það gerist þegar ósamræmið hrannast upp smám saman milli þjóðfélagssáttmálans og daglegs lífs, og verður loks réttarríkinu fjötur um fót. Þá er nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni.
Þessar meginreglur er að finna í stjórnarskrá Íslands og það er mjög erfitt að breyta henni. Aðeins Alþingi hefur vald til þess að breyta íslensku stjórnarskránni frá 1944, og breytingarnar þarf að staðfesta tvívegis, enda þurfa tvö sitjandi þing að samþykkja þær. Eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna er Alþingi leyst upp, gengið er til kosninga og síðan þarf nýkjörið þing líka að staðfesta breytingarnar. Í báðum tilvikum ber að staðfesta sömu breytingar, án nokkurra leiðréttinga. Loks þarf forsetinn að staðfesta niðurstöðuna. Þetta ferli er svo erfitt í framkvæmd að aðeins hefur verið lagt í að breyta stjórnarskránni með umfangsmiklum hætti einu sinni á þeim 73 árum sem hún hefur verið í gildi. Það var árið 1995 (VII. kafli, um mannréttindi).
Eiga Íslendingar að hika við að breyta stjórnarskránni af því að það er svo erfitt? Svo sannarlega ekki. Það er heldur ekki eðli Íslendinga að sætta sig bljúgir við orðinn hlut og hætta við að sækjast eftir æskilegum breytingum. Afrekið verður meira eftir því sem hindranirnar eru stærri. Ef hægt væri að breyta stjórnarskránni með pennastriki mundi það gert árlega. Verkefnið er erfitt, en sú vitneskja á að vera hvatning til dáða, enda er það ómaksins vert fyrir bragðið.
Nú er rétti tíminn til að bæta stjórnarskrá Íslands, hvort sem maður telur að þar sé kreppa eða að kreppan sé liðin hjá. Á friðartímum sjá menn ekki ástæðu til að breyta grunnvirkjum, og svara að bragði: til hvers ætti að breyta því sem er í góðu lagi? Þegar kreppa er yfirvofandi er einmitt kjörið að velta fyrir sér stjórnarskrárbreytingum, ekki í því skyni að virkja tímabundin átök til að þvinga fram róttækar breytingar, heldur til þess að breyta slíkri orku í uppbyggilegt verkefni. Jafnvel þegar kreppan er liðin hjá búa stjórnvöld enn yfir þeim eiginleikum sem komu henni af stað. Ef til vill er stutt í næsta hrun af þeirra völdum. Í báðum tilvikum felst hvatning til þess að breyta stjórnarskránni. Hvort sem menn telja að landið sé að sökkva í sæ eður ei er tímabært að endurskoða stjórnarskrána einmitt nú.
Höfundur er lagaprófessor við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum.
Fyrri greinar í flokknum „Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar“ má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir

Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti
Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa.

Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti
Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti.

Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti
Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin.
Skoðun

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Höfum alla burði til þess
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls
Erna Bjarnadóttir skrifar

Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!
Kristín Magnúsdóttir skrifar

Líkindi með guðstrú og djöflatrú
Gunnar Björgvinsson skrifar

Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn
Zeljka Kristín Klobucar skrifar

Vér vesalingar
Ingólfur Sverrisson skrifar