
Nóg komið af subbuskap
Oft er fjallað um ímynd borga, eða jafnvel ímynd lands og þjóðar. Ímynd Íslands hefur til dæmis stundum verið talin vera „hrein og ósnert náttúra“. Talsvert er lagt í að vinna að alls kyns fagurri framtíðarsýn innan borgarkerfisins. Til dæmis fjallar framtíðarsýn ferðamálastefnu borgarinnar um að borgin verði eftirsóttur ferðamannastaður allt árið um kring. Hún verði þekkt sem áhugaverð menningarborg í nábýli við einstæða náttúru. Einnig að unnið skuli að því að sérstaða Reykjavíkur tengist nýtingu hreinnar orku, heits vatns og fyrsta flokks aðstöðu. Þetta er hins vegar ekki tilfinningin sem fólk fær þegar ferðast er um borgina.
Borg sem vel er viðhaldið er mun líklegri til þess að ná slíkum markmiðum heldur en borg þar sem heilu svæðin fá að drabbast niður, hreinsun gatna og grasslætti er illa sinnt, illgresi tekur yfir og margt virðist í niðurníðslu. Nauðsynlegt er að leggja vinnu í að hreinsa götur og torg eftir annasamar nætur og forða árrisulu fólki frá því að þurfa að stikla yfir vafasamar leifar næturgestanna. Er þetta ekki bara alveg augljóst?
Viðhorfskannanir hafa sýnt að borgarbúar eru ekki ánægðir með borgina miðað við íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess þó að nýta sér þær niðurstöður ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hætta þátttöku í samanburðarkönnuninni. Betra hefði verið að setja á fót enn frekari vinnu til að komast að því hvernig mætti bæta þá neikvæðu ímynd sem borgarbúar hafa af borginni. Ein góð leið væri örugglega að ganga til verks við hreinsun og viðhald þannig að borgarbúar sjái og finni að vel er hugsað um eigur þeirra og geti verið stoltir af borg sinni.
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Tölfræði og raunveruleikinn
Jón Frímann Jónsson skrifar

Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna
Einar Hugi Bjarnason skrifar

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar