Nóg komið af subbuskap Áslaug Friðriksdóttir skrifar 6. september 2017 07:00 Sumarið er tíminn þar sem svo áþreifanlegt er hvað borginni er lítið og illa sinnt. Viðhald og hreinsun í borgarlandinu er einfaldlega til skammar. Því er auðskilið af hverju óánægju gætir meðal íbúa. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur sinna þessu sjálfsagða verkefni af alúð. Munurinn er stingandi. Oft er fjallað um ímynd borga, eða jafnvel ímynd lands og þjóðar. Ímynd Íslands hefur til dæmis stundum verið talin vera „hrein og ósnert náttúra“. Talsvert er lagt í að vinna að alls kyns fagurri framtíðarsýn innan borgarkerfisins. Til dæmis fjallar framtíðarsýn ferðamálastefnu borgarinnar um að borgin verði eftirsóttur ferðamannastaður allt árið um kring. Hún verði þekkt sem áhugaverð menningarborg í nábýli við einstæða náttúru. Einnig að unnið skuli að því að sérstaða Reykjavíkur tengist nýtingu hreinnar orku, heits vatns og fyrsta flokks aðstöðu. Þetta er hins vegar ekki tilfinningin sem fólk fær þegar ferðast er um borgina. Borg sem vel er viðhaldið er mun líklegri til þess að ná slíkum markmiðum heldur en borg þar sem heilu svæðin fá að drabbast niður, hreinsun gatna og grasslætti er illa sinnt, illgresi tekur yfir og margt virðist í niðurníðslu. Nauðsynlegt er að leggja vinnu í að hreinsa götur og torg eftir annasamar nætur og forða árrisulu fólki frá því að þurfa að stikla yfir vafasamar leifar næturgestanna. Er þetta ekki bara alveg augljóst? Viðhorfskannanir hafa sýnt að borgarbúar eru ekki ánægðir með borgina miðað við íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess þó að nýta sér þær niðurstöður ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hætta þátttöku í samanburðarkönnuninni. Betra hefði verið að setja á fót enn frekari vinnu til að komast að því hvernig mætti bæta þá neikvæðu ímynd sem borgarbúar hafa af borginni. Ein góð leið væri örugglega að ganga til verks við hreinsun og viðhald þannig að borgarbúar sjái og finni að vel er hugsað um eigur þeirra og geti verið stoltir af borg sinni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn þar sem svo áþreifanlegt er hvað borginni er lítið og illa sinnt. Viðhald og hreinsun í borgarlandinu er einfaldlega til skammar. Því er auðskilið af hverju óánægju gætir meðal íbúa. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur sinna þessu sjálfsagða verkefni af alúð. Munurinn er stingandi. Oft er fjallað um ímynd borga, eða jafnvel ímynd lands og þjóðar. Ímynd Íslands hefur til dæmis stundum verið talin vera „hrein og ósnert náttúra“. Talsvert er lagt í að vinna að alls kyns fagurri framtíðarsýn innan borgarkerfisins. Til dæmis fjallar framtíðarsýn ferðamálastefnu borgarinnar um að borgin verði eftirsóttur ferðamannastaður allt árið um kring. Hún verði þekkt sem áhugaverð menningarborg í nábýli við einstæða náttúru. Einnig að unnið skuli að því að sérstaða Reykjavíkur tengist nýtingu hreinnar orku, heits vatns og fyrsta flokks aðstöðu. Þetta er hins vegar ekki tilfinningin sem fólk fær þegar ferðast er um borgina. Borg sem vel er viðhaldið er mun líklegri til þess að ná slíkum markmiðum heldur en borg þar sem heilu svæðin fá að drabbast niður, hreinsun gatna og grasslætti er illa sinnt, illgresi tekur yfir og margt virðist í niðurníðslu. Nauðsynlegt er að leggja vinnu í að hreinsa götur og torg eftir annasamar nætur og forða árrisulu fólki frá því að þurfa að stikla yfir vafasamar leifar næturgestanna. Er þetta ekki bara alveg augljóst? Viðhorfskannanir hafa sýnt að borgarbúar eru ekki ánægðir með borgina miðað við íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess þó að nýta sér þær niðurstöður ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hætta þátttöku í samanburðarkönnuninni. Betra hefði verið að setja á fót enn frekari vinnu til að komast að því hvernig mætti bæta þá neikvæðu ímynd sem borgarbúar hafa af borginni. Ein góð leið væri örugglega að ganga til verks við hreinsun og viðhald þannig að borgarbúar sjái og finni að vel er hugsað um eigur þeirra og geti verið stoltir af borg sinni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar