Fjármálamarkaðurinn fyrir og eftir ný lög um greiðsluþjónustu Friðrik Þór Snorrason skrifar 6. september 2017 07:00 Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun