Fjármálamarkaðurinn fyrir og eftir ný lög um greiðsluþjónustu Friðrik Þór Snorrason skrifar 6. september 2017 07:00 Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun