Fjármálamarkaðurinn fyrir og eftir ný lög um greiðsluþjónustu Friðrik Þór Snorrason skrifar 6. september 2017 07:00 Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Markmiðið með þessari grein er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.Nýjar greiðslurásir Í dag eru greiðslukort, debet- eða kreditkort, mest notuðu greiðslumiðlarnir í Evrópu og á Íslandi. Innleiðing þeirra hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var í raun bylting í greiðslumiðlun sem jók öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir neytendur og fyrirtæki. Á liðnum árum hefur gætt nokkurrar gagnrýni á notkun greiðslukorta fyrst og fremst vegna hás kostnaðar við notkun þeirra en enn fremur hafa smásalar gagnrýnt uppgjörstíma. Kostnaðurinn við notkun greiðslukorta er að hluta til tilkominn vegna þess að margir aðilar koma að hverri færslu. Í hvert sinn sem neytandinn borgar með greiðslukorti í verslun er send færslubeiðni í gegnum færsluhirði (t.d. Borgun, Kortaþjónustan eða Valitor), sem er með samning við kortaskema (t.d. Visa eða MasterCard), sem hefur samband við bankann sem gaf út kortið til að fá staðfestingu á að heimild sé til staðar. Ef neytandinn á til næga fjármuni er færslan heimiluð og greiðsla send til færsluhirðisins, sem gerir svo upp við kaupmanninn. Með tilkomu PSD2 löggjafarinnar munu ný tækifæri opnast fyrir smágreiðslumiðlun sem eru mjög frábrugðnar þeim greiðslurásum sem greiðslukortin styðjast við. Þannig gæti banki þróað sitt eigið greiðsluapp, sem væri beintengt innlánareikningi neytandans og hægt væri að nota til að greiða með í verslun á hefðbundnum posa. Þegar slík færsla væri send væri henni ekki miðlað í gegnum færsluhirði eða kortaskemun sem gæti gert þessa nýju greiðslurás hagkvæmari.Heildarmynd á fjármálin Eftir að PSD2 löggjöfin hefur verið innleidd mun líf neytandans einfaldast. Sprotafyrirtæki, sem hefur aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi, gæti þá búið til nýjan netbanka eða app þar sem allar fjárhagsupplýsingar einstaklings er að finna á einum stað sem skapar betri yfirsýn. Það er nokkuð ljóst að nýi netbanki sprotafyrirtækisins mun ekki einungis birta heildarmynd yfir fjármál einstaklingsins, heldur má gera ráð fyrir því að í nýja netbankanum verði einstaklingnum einnig boðið upp á ýmsa virðisaukandi þjónustu, svo sem fjárhagsspár, greiðslumat, áhugaverðar sparnaðarleiðir frá þriðja aðila, o.s.frv. Ef sprotafyrirtækið aflar sér einnig réttinda sem greiðsluvirkjandi þá mun einstaklingurinn einnig geta framkvæmt millifærslur í nýja netbankanum og hefði því sáralitla ástæðu til að nota netbanka bankanna. Hættan fyrir hefðbundna banka er því að fjarlægð þeirra frá viðskiptavininum muni aukast og að nýr ótengdur aðili muni í raun stýra viðskiptasambandi þeirra við neytendur. Í slíkri samkeppni gætu þó bankar einnig nýtt sér PSD2 og aflað sér réttinda sem upplýsingaþjónustuveitandi eða greiðsluvirkjandi. Í næsta pistli verður fjallað um hvaða fyrirtæki eru líkleg til að nota PSD2 tilskipunina sem stökkpall inn á fjármálamarkaðinn. Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun