Jökulsárlón á Breiðamerkursandi – Jökulsárlón eftir stíflun Jökulsár Páll Imsland skrifar 8. september 2017 07:00 Við framkvæmdir eins og lýst er í annarri grein minni af þremur um Jökulsárlón myndi eðli Jökulsárlóns breytast. Það yrði ekki lengur sjávarlón með ísöltu vatni og breytilegu hitastigi, heldur stöðuvatn sem fengi vatn sitt við bráðnun Breiðamerkurjökuls og innrennsli úr nágrenninu. Slíkar aðgerðir myndu þegar frá líður hægja verulega á bráðnun Breiðamerkurjökuls. Bráðnun hans er hraðari en annarra jökla vegna þess mikla varma sem berst inn í lónið með sjónum á innfallinu. Sjórinn sem inn streymir er hlýr og allur varminn fer í að bræða ísinn, jökulinn og fljótandi jaka. Vatnið sem rennur út úr lóninu á útfalli er orðið kalt, komið niður undir bræðslumark íss, þ.e.a.s. niður undir 0°C. Stíflun Jökulsár leiðir þannig til hægari bráðnunar Breiðamerkurjökuls. Við það mun skriðhraði hans fram í lónið minnka. Jakar myndu eftir það brotna framan af jöklinum í minna mæli en nú gerist og Breiðamerkurjökull myndi í raun rýrna til muna hægar en hann gerir nú. Lagnaðarísar á lóninu yrðu mun algengari á vetrum en nú er, bæði þykkari og auk þess myndu þeir endast mun lengur. Upp úr ísnum sköguðu íströllin, innifrosnir jakar og ísbjörg. Við þetta myndi skapast önnur gerð af ævintýraheimi en sú sumarmynd sem einkennist af fljótandi borgarís.Breytt lífríki Lífríkið myndi breytast verulega. Sjávarlífheimurinn sem setur nú sterkan svip á lónið, einkum frammi við ána, með selum og síli, átu, sjófugli og sjávarfiskum mun hverfa að verulegu leyti. Námundin við hafið mun þó ráða því að ekki hverfi þetta allt. Í stað þess mun koma lífríki sem ber sterkari einkenni stöðuvatna, líklega nokkru tegundafátækari en núverandi lífheimur er. Hitastig vatnsins í stöðuvatninu yrði að jafnaði lægra en það er í sjávarlóninu og selta vatnsins mun lægri. Vatnið yrði annars konar vistkerfi. Ferðamannaparadísin Jökulsárlón yrði ekki hin sama eftir stíflun. Aðdráttarafl staðarins hyrfi samt áreiðanlega ekki, en líklega yrðu svokallaðir ferðaþjónustuaðilar að endurskipuleggja starfsemina og leggja nýjar áherslur að minnsta kosti yfir vetrartímann. Líklega kæmu mun fleiri og meiri vetrarmöguleikar ferðamennskunnar til álita en nú er. Í þessum þrem greinum mínum hef ég fjallað stuttlega um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá ýmsum hliðum. Niðurstöður þessara greinaskrifa eru einkum þrjár: Það var líklega bæði óþarft og gagnslaust að friða Jökulsárlón og nágrenni og það hjálpar hvorki mannlífi nútímans né framtíðarinnar. Það mun ekki tryggja núverandi ástand náttúrunnar á svæðinu til frambúðar og aðgang komandi kynslóða að þeirri náttúru, sem er verið að friða. Jökulsárlón sem svokölluð ferðamannaparadís mun breytast við nauðsynlegar strandvarnir á svæðinu. Kannski munu þar skapast möguleikar til vetrarparadísar í ferðamennsku, möguleikar sem ekki eru nú til staðar. Við strandvarnir munu á hinn bóginn samgöngur um Breiðamerkursand verða varanlegar og línulagnir tryggar til langrar framtíðar. Allt stefnir nú í að þetta muni hverfa innan skamms ef ekkert er að gert til að tryggja framtíð þess. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við framkvæmdir eins og lýst er í annarri grein minni af þremur um Jökulsárlón myndi eðli Jökulsárlóns breytast. Það yrði ekki lengur sjávarlón með ísöltu vatni og breytilegu hitastigi, heldur stöðuvatn sem fengi vatn sitt við bráðnun Breiðamerkurjökuls og innrennsli úr nágrenninu. Slíkar aðgerðir myndu þegar frá líður hægja verulega á bráðnun Breiðamerkurjökuls. Bráðnun hans er hraðari en annarra jökla vegna þess mikla varma sem berst inn í lónið með sjónum á innfallinu. Sjórinn sem inn streymir er hlýr og allur varminn fer í að bræða ísinn, jökulinn og fljótandi jaka. Vatnið sem rennur út úr lóninu á útfalli er orðið kalt, komið niður undir bræðslumark íss, þ.e.a.s. niður undir 0°C. Stíflun Jökulsár leiðir þannig til hægari bráðnunar Breiðamerkurjökuls. Við það mun skriðhraði hans fram í lónið minnka. Jakar myndu eftir það brotna framan af jöklinum í minna mæli en nú gerist og Breiðamerkurjökull myndi í raun rýrna til muna hægar en hann gerir nú. Lagnaðarísar á lóninu yrðu mun algengari á vetrum en nú er, bæði þykkari og auk þess myndu þeir endast mun lengur. Upp úr ísnum sköguðu íströllin, innifrosnir jakar og ísbjörg. Við þetta myndi skapast önnur gerð af ævintýraheimi en sú sumarmynd sem einkennist af fljótandi borgarís.Breytt lífríki Lífríkið myndi breytast verulega. Sjávarlífheimurinn sem setur nú sterkan svip á lónið, einkum frammi við ána, með selum og síli, átu, sjófugli og sjávarfiskum mun hverfa að verulegu leyti. Námundin við hafið mun þó ráða því að ekki hverfi þetta allt. Í stað þess mun koma lífríki sem ber sterkari einkenni stöðuvatna, líklega nokkru tegundafátækari en núverandi lífheimur er. Hitastig vatnsins í stöðuvatninu yrði að jafnaði lægra en það er í sjávarlóninu og selta vatnsins mun lægri. Vatnið yrði annars konar vistkerfi. Ferðamannaparadísin Jökulsárlón yrði ekki hin sama eftir stíflun. Aðdráttarafl staðarins hyrfi samt áreiðanlega ekki, en líklega yrðu svokallaðir ferðaþjónustuaðilar að endurskipuleggja starfsemina og leggja nýjar áherslur að minnsta kosti yfir vetrartímann. Líklega kæmu mun fleiri og meiri vetrarmöguleikar ferðamennskunnar til álita en nú er. Í þessum þrem greinum mínum hef ég fjallað stuttlega um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá ýmsum hliðum. Niðurstöður þessara greinaskrifa eru einkum þrjár: Það var líklega bæði óþarft og gagnslaust að friða Jökulsárlón og nágrenni og það hjálpar hvorki mannlífi nútímans né framtíðarinnar. Það mun ekki tryggja núverandi ástand náttúrunnar á svæðinu til frambúðar og aðgang komandi kynslóða að þeirri náttúru, sem er verið að friða. Jökulsárlón sem svokölluð ferðamannaparadís mun breytast við nauðsynlegar strandvarnir á svæðinu. Kannski munu þar skapast möguleikar til vetrarparadísar í ferðamennsku, möguleikar sem ekki eru nú til staðar. Við strandvarnir munu á hinn bóginn samgöngur um Breiðamerkursand verða varanlegar og línulagnir tryggar til langrar framtíðar. Allt stefnir nú í að þetta muni hverfa innan skamms ef ekkert er að gert til að tryggja framtíð þess. Höfundur er jarðfræðingur.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar