Jökulsárlón á Breiðamerkursandi – Jökulsárlón eftir stíflun Jökulsár Páll Imsland skrifar 8. september 2017 07:00 Við framkvæmdir eins og lýst er í annarri grein minni af þremur um Jökulsárlón myndi eðli Jökulsárlóns breytast. Það yrði ekki lengur sjávarlón með ísöltu vatni og breytilegu hitastigi, heldur stöðuvatn sem fengi vatn sitt við bráðnun Breiðamerkurjökuls og innrennsli úr nágrenninu. Slíkar aðgerðir myndu þegar frá líður hægja verulega á bráðnun Breiðamerkurjökuls. Bráðnun hans er hraðari en annarra jökla vegna þess mikla varma sem berst inn í lónið með sjónum á innfallinu. Sjórinn sem inn streymir er hlýr og allur varminn fer í að bræða ísinn, jökulinn og fljótandi jaka. Vatnið sem rennur út úr lóninu á útfalli er orðið kalt, komið niður undir bræðslumark íss, þ.e.a.s. niður undir 0°C. Stíflun Jökulsár leiðir þannig til hægari bráðnunar Breiðamerkurjökuls. Við það mun skriðhraði hans fram í lónið minnka. Jakar myndu eftir það brotna framan af jöklinum í minna mæli en nú gerist og Breiðamerkurjökull myndi í raun rýrna til muna hægar en hann gerir nú. Lagnaðarísar á lóninu yrðu mun algengari á vetrum en nú er, bæði þykkari og auk þess myndu þeir endast mun lengur. Upp úr ísnum sköguðu íströllin, innifrosnir jakar og ísbjörg. Við þetta myndi skapast önnur gerð af ævintýraheimi en sú sumarmynd sem einkennist af fljótandi borgarís.Breytt lífríki Lífríkið myndi breytast verulega. Sjávarlífheimurinn sem setur nú sterkan svip á lónið, einkum frammi við ána, með selum og síli, átu, sjófugli og sjávarfiskum mun hverfa að verulegu leyti. Námundin við hafið mun þó ráða því að ekki hverfi þetta allt. Í stað þess mun koma lífríki sem ber sterkari einkenni stöðuvatna, líklega nokkru tegundafátækari en núverandi lífheimur er. Hitastig vatnsins í stöðuvatninu yrði að jafnaði lægra en það er í sjávarlóninu og selta vatnsins mun lægri. Vatnið yrði annars konar vistkerfi. Ferðamannaparadísin Jökulsárlón yrði ekki hin sama eftir stíflun. Aðdráttarafl staðarins hyrfi samt áreiðanlega ekki, en líklega yrðu svokallaðir ferðaþjónustuaðilar að endurskipuleggja starfsemina og leggja nýjar áherslur að minnsta kosti yfir vetrartímann. Líklega kæmu mun fleiri og meiri vetrarmöguleikar ferðamennskunnar til álita en nú er. Í þessum þrem greinum mínum hef ég fjallað stuttlega um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá ýmsum hliðum. Niðurstöður þessara greinaskrifa eru einkum þrjár: Það var líklega bæði óþarft og gagnslaust að friða Jökulsárlón og nágrenni og það hjálpar hvorki mannlífi nútímans né framtíðarinnar. Það mun ekki tryggja núverandi ástand náttúrunnar á svæðinu til frambúðar og aðgang komandi kynslóða að þeirri náttúru, sem er verið að friða. Jökulsárlón sem svokölluð ferðamannaparadís mun breytast við nauðsynlegar strandvarnir á svæðinu. Kannski munu þar skapast möguleikar til vetrarparadísar í ferðamennsku, möguleikar sem ekki eru nú til staðar. Við strandvarnir munu á hinn bóginn samgöngur um Breiðamerkursand verða varanlegar og línulagnir tryggar til langrar framtíðar. Allt stefnir nú í að þetta muni hverfa innan skamms ef ekkert er að gert til að tryggja framtíð þess. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við framkvæmdir eins og lýst er í annarri grein minni af þremur um Jökulsárlón myndi eðli Jökulsárlóns breytast. Það yrði ekki lengur sjávarlón með ísöltu vatni og breytilegu hitastigi, heldur stöðuvatn sem fengi vatn sitt við bráðnun Breiðamerkurjökuls og innrennsli úr nágrenninu. Slíkar aðgerðir myndu þegar frá líður hægja verulega á bráðnun Breiðamerkurjökuls. Bráðnun hans er hraðari en annarra jökla vegna þess mikla varma sem berst inn í lónið með sjónum á innfallinu. Sjórinn sem inn streymir er hlýr og allur varminn fer í að bræða ísinn, jökulinn og fljótandi jaka. Vatnið sem rennur út úr lóninu á útfalli er orðið kalt, komið niður undir bræðslumark íss, þ.e.a.s. niður undir 0°C. Stíflun Jökulsár leiðir þannig til hægari bráðnunar Breiðamerkurjökuls. Við það mun skriðhraði hans fram í lónið minnka. Jakar myndu eftir það brotna framan af jöklinum í minna mæli en nú gerist og Breiðamerkurjökull myndi í raun rýrna til muna hægar en hann gerir nú. Lagnaðarísar á lóninu yrðu mun algengari á vetrum en nú er, bæði þykkari og auk þess myndu þeir endast mun lengur. Upp úr ísnum sköguðu íströllin, innifrosnir jakar og ísbjörg. Við þetta myndi skapast önnur gerð af ævintýraheimi en sú sumarmynd sem einkennist af fljótandi borgarís.Breytt lífríki Lífríkið myndi breytast verulega. Sjávarlífheimurinn sem setur nú sterkan svip á lónið, einkum frammi við ána, með selum og síli, átu, sjófugli og sjávarfiskum mun hverfa að verulegu leyti. Námundin við hafið mun þó ráða því að ekki hverfi þetta allt. Í stað þess mun koma lífríki sem ber sterkari einkenni stöðuvatna, líklega nokkru tegundafátækari en núverandi lífheimur er. Hitastig vatnsins í stöðuvatninu yrði að jafnaði lægra en það er í sjávarlóninu og selta vatnsins mun lægri. Vatnið yrði annars konar vistkerfi. Ferðamannaparadísin Jökulsárlón yrði ekki hin sama eftir stíflun. Aðdráttarafl staðarins hyrfi samt áreiðanlega ekki, en líklega yrðu svokallaðir ferðaþjónustuaðilar að endurskipuleggja starfsemina og leggja nýjar áherslur að minnsta kosti yfir vetrartímann. Líklega kæmu mun fleiri og meiri vetrarmöguleikar ferðamennskunnar til álita en nú er. Í þessum þrem greinum mínum hef ég fjallað stuttlega um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá ýmsum hliðum. Niðurstöður þessara greinaskrifa eru einkum þrjár: Það var líklega bæði óþarft og gagnslaust að friða Jökulsárlón og nágrenni og það hjálpar hvorki mannlífi nútímans né framtíðarinnar. Það mun ekki tryggja núverandi ástand náttúrunnar á svæðinu til frambúðar og aðgang komandi kynslóða að þeirri náttúru, sem er verið að friða. Jökulsárlón sem svokölluð ferðamannaparadís mun breytast við nauðsynlegar strandvarnir á svæðinu. Kannski munu þar skapast möguleikar til vetrarparadísar í ferðamennsku, möguleikar sem ekki eru nú til staðar. Við strandvarnir munu á hinn bóginn samgöngur um Breiðamerkursand verða varanlegar og línulagnir tryggar til langrar framtíðar. Allt stefnir nú í að þetta muni hverfa innan skamms ef ekkert er að gert til að tryggja framtíð þess. Höfundur er jarðfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar