Erlent

Um 270 þúsund hafa flúið frá Búrma

Samúel Karl Ólason skrifar
Menn vopnaðir hnífum og teygjubyssum ganga fram hjá brennandi húsi í Rakhine-héraði.
Menn vopnaðir hnífum og teygjubyssum ganga fram hjá brennandi húsi í Rakhine-héraði. Vísir/AFP
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 270 þúsund rohingjamúslimar hafi flúið frá Búrma til Bangladess á einungis tveimur vikum. Það er töluverð aukning frá því í gær þegar stofnunin áætlaði í gær að um 164 þúsund manns hefðu flúið.

„Þessi aukning endurspeglar ekki endilega gífurlega aukningu heldur vitum við af fjölda fólks sem við vissum ekki áður af,“ segir talskona UNHCR samkvæmt frétt Reuters.

Rohingjafólkið segist á flótta undan átökum og ofbeldi hersins og vopnaðra hópa í Rakhine-héraði.

Átökin hófust þegar meðlimir vígahóps sem inniheldur rohingjafólk réðst á lögreglustöðvar í héraðinu. Þá hófst umfangsmikil sókn hers Búrma en flóttamenn segja herinn og vopnaða hópa fólks hafa brennt heilu þorpin til grunna og beitt rohingjafólk miklu ofbeldi.

Þá hafa blaðamenn orðið vitni að þorpum brenna.








Tengdar fréttir

Segir stjórnvöld Búrma vernda alla íbúa

Sameinuðu þjóðirnar vara við því að ofbeldið í Rakhine-héraði geti leitt til hörmunga en 150 þúsund manns hafa flúið á einungis tólf dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×