Erlent

Vilja stefna leiðtogum stjórnarandstöðunnar fyrir landráð

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrrverandi utanríkisráðherrann Delcy Rodríguez er forseti hins nýja stjórnlagaþings.
Fyrrverandi utanríkisráðherrann Delcy Rodríguez er forseti hins nýja stjórnlagaþings. Vísir/AFP
Nýja stjórnlagaþingið í Venesúela hefur samþykkt að draga leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrir dómstóla vegna landráðs.

Þeir eru ásakaðir um að styðja við þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela. Aðgerðirnir voru samþykktar eftir að Bandaríkjastjórn lýsti landinu sem einræðisríki.

Þingið var skapað fyrr í sumar af forseta landsins, Nicolás Maduro, með það að markmiði að hrifsa völdin af gamla þjóðþinginu þar sem stjórnarandstaðan eru í meirihluta.

Nær eingöngu stuðningsmenn forsetans eiga sæti í nýja stjórnlagaþinginu.

Fyrrverandi utanríkisráðherrann Delcy Rodríguez, sem stýrir stjórnlagaþinginu, hefur hvatt saksóknara til að hefja rannsókn á málinu þegar í stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×