Gætum jafnræðis og látum ÖLL börn njóta gjaldfrjálsrar grunnmenntunar Erna Reynisdótir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu. Velferðarvaktin, sem Barnaheill eiga fulltrúa í, hefur einnig tekið málið upp á sína arma og m.a. látið gera könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna grunnskólabarna í öllum 74 sveitarfélögum landsins. Samtökin fagna heilshugar niðurstöðum þeirrar könnunar. Þar kemur fram að 55,4% sveitarfélaga ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn án endurgjalds frá og með skólaárinu 2017-2018. Eru þetta gleðitíðindi fyrir þau grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum en því miður endurspeglar þetta hlutfall ekki fjölda þeirra grunnskólabarna á landinu sem munu njóta góðs af þessu. Stærstu sveitarfélögin á landinu, Reykjavík og Kópavogur, eru til dæmis ekki inni í þessari prósentutölu. Bæði þessi sveitarfélög segjast þó ætla að draga úr kostnaðarþátttöku grunnskólanemenda vegna skólagagna. Það er vissulega skref í rétta átt en kemur ekki í veg fyrir hættuna á mismunun á milli barna innan sama sveitarfélags. Í könnuninni kemur fram að í 18 sveitarfélögum er kostnaður á nemendur í sama árgangi misjafn á milli skóla. Börn í sama árgangi, í sama sveitarfélagi, en mismunandi skólum eru að greiða mismikið fyrir námsgögn og er það algjörlega óásættanlegt og mismunun barna sveitarfélagsins. Barnaheill telja það því gríðarlega mikilvægt að 31. grein grunnskólalaga sé breytt á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna í skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í undirskriftasöfnun og studdu samtökin í baráttu sinni fyrir gjaldfrjálsri grunnmenntun í raun. Það er mikils virði að sjá árangur af þeirri vinnu í niðurstöðum þessarar könnunnar. En björninn er ekki unninn fyrr en glufunni í grunnskólalögunum hefur verið lokað. Því ítreka samtökin áskorun sína og þjóðarinnar til þingheims um að taka fyrir þessa gjaldtöku með breytingu á 31. grein grunnskólalaga og stuðla þar með að þeim jöfnuði sem grunnskólar þessa lands eiga að standa fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu. Velferðarvaktin, sem Barnaheill eiga fulltrúa í, hefur einnig tekið málið upp á sína arma og m.a. látið gera könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna grunnskólabarna í öllum 74 sveitarfélögum landsins. Samtökin fagna heilshugar niðurstöðum þeirrar könnunar. Þar kemur fram að 55,4% sveitarfélaga ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn án endurgjalds frá og með skólaárinu 2017-2018. Eru þetta gleðitíðindi fyrir þau grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum en því miður endurspeglar þetta hlutfall ekki fjölda þeirra grunnskólabarna á landinu sem munu njóta góðs af þessu. Stærstu sveitarfélögin á landinu, Reykjavík og Kópavogur, eru til dæmis ekki inni í þessari prósentutölu. Bæði þessi sveitarfélög segjast þó ætla að draga úr kostnaðarþátttöku grunnskólanemenda vegna skólagagna. Það er vissulega skref í rétta átt en kemur ekki í veg fyrir hættuna á mismunun á milli barna innan sama sveitarfélags. Í könnuninni kemur fram að í 18 sveitarfélögum er kostnaður á nemendur í sama árgangi misjafn á milli skóla. Börn í sama árgangi, í sama sveitarfélagi, en mismunandi skólum eru að greiða mismikið fyrir námsgögn og er það algjörlega óásættanlegt og mismunun barna sveitarfélagsins. Barnaheill telja það því gríðarlega mikilvægt að 31. grein grunnskólalaga sé breytt á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna í skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í undirskriftasöfnun og studdu samtökin í baráttu sinni fyrir gjaldfrjálsri grunnmenntun í raun. Það er mikils virði að sjá árangur af þeirri vinnu í niðurstöðum þessarar könnunnar. En björninn er ekki unninn fyrr en glufunni í grunnskólalögunum hefur verið lokað. Því ítreka samtökin áskorun sína og þjóðarinnar til þingheims um að taka fyrir þessa gjaldtöku með breytingu á 31. grein grunnskólalaga og stuðla þar með að þeim jöfnuði sem grunnskólar þessa lands eiga að standa fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun