Opið bréf til yfirvalda í velferðarmálum Garðar Baldvinsson og Eyjólfur Magnússon Scheving skrifar 21. ágúst 2017 16:13 Höndin hefur frá fyrstu tíð haft það að meginmarkmiði sínu að hafa sem minnsta yfirbyggingu – og meginhugsunin er að fara til fólksins og gera heimilið að miðstöð hjálparstarfsins. Höndin mannræktarsamtök hefur núna starfað á þessum grundvelli í tólf ár. Hugmyndafræði Handarinnar byggir á aðstoð við lítilmagnann í samfélaginu. Höndin fer til skjólstæðinga sinna og aðstoðar þá, eins konar heimaþjónusta. Margir skjólstæðingar Handarinnar búa einnig úti á landi, Árborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og jafnvel í Stykkishólmi. Stór hluti af starfi Handarinnar er líka viðtalsþjónusta, bæði er skjólstæðingum boðið heim til formanns félagsins og líka eru viðtöl heima hjá þeim. Ennfremur er snar þáttur í starfinu að ræða við fólk í síma, meðal annars til að fylgja eftir aðstoðinni sem veitt er úti á vettvangi en líka til að fylgjast með hvernig skjólstæðingunum gengur að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Þessi hugmyndafræði um að fara með þjónustuna út til fólksins þar sem þörfin er mest er ekki uppfinning Handarinnar en því miður hefur samfélagið færst æ meira frá slíkri þjónustu. Þess vegna er það okkur ánægjuefni að Landspítalinn er nú að hefjast handa um að færa hluta af sinni þjónustu út til fólksins, að fara heim til fólks og veit því þjónustu og aðstoð að einhverju leyti þar, enda betra og ódýrara fyrir samfélagið og alla. Eins og gefur að skilja fylgja þessu starfi veruleg útgjöld. Höndin hefur fengið framlög frá opinberum aðilum, meðal annars Reykjavíkurborg sem og fyrirtækjum og einstaklingum og erum við þakklát öllum þessum góðu aðilum. Stærstu styrkirnir hafa ennfremur komið frá Alþingi þangað til minni styrkir voru færðir til ráðherra árið 2009. Hafa framlög til Handarinnar farið hríðlækkandi síðustu ár. Á þessu ári var styrkur velferðarráðherra til dæmis lækkaður út tveimur milljónum í eina milljón. Þrátt fyrir umleitun félagsins hafa ekki fengist nein svör frá ráðherra eða ráðuneyti til skýringar á þessari lækkun. Fari svo að framlagið hækki ekki á næsta ári er stór hætta á að starfsemi Handarinnar leggist af og tugir skjólstæðinga verði þá aftur úti á guði og gaddinum. Höndin hefur ekki fólk á launum við að sinna þjónustunni sem hún veitir. Sum félög fá einnig og jafnframt stór framlög frá hinu opinbera annars staðar frá til að standa straum af launum starfsmanna og húsaleigu, jafnvel til margra verkefna í senn, en ekki er hægt að fá nánari upplýsingar um slíkt þrátt fyrir eftirgrennslan, þótt stjórnsýslan eigi að vera bæði opin og gagnsæ núorðið. Það er auðvitað kraftaverki líkast að Höndin skuli hafa haldið úti starfsemi sinni í tólf ár með þessum litlu fjármunum sem hún hefur haft yfir að ráða. Ráðdeild forráðamanna félagsins hefur verið með eindæmum. Þess vegna er enn furðulegra að stjórnvöld skuli nú á þessu ári skerða framlög til starfs Handarinnar um helming og stefna þessari mikilvægu aðstoð við lítilmagna samfélagsins þannig í voða. Höfundar eru stofnandi og ritari Handarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Höndin hefur frá fyrstu tíð haft það að meginmarkmiði sínu að hafa sem minnsta yfirbyggingu – og meginhugsunin er að fara til fólksins og gera heimilið að miðstöð hjálparstarfsins. Höndin mannræktarsamtök hefur núna starfað á þessum grundvelli í tólf ár. Hugmyndafræði Handarinnar byggir á aðstoð við lítilmagnann í samfélaginu. Höndin fer til skjólstæðinga sinna og aðstoðar þá, eins konar heimaþjónusta. Margir skjólstæðingar Handarinnar búa einnig úti á landi, Árborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og jafnvel í Stykkishólmi. Stór hluti af starfi Handarinnar er líka viðtalsþjónusta, bæði er skjólstæðingum boðið heim til formanns félagsins og líka eru viðtöl heima hjá þeim. Ennfremur er snar þáttur í starfinu að ræða við fólk í síma, meðal annars til að fylgja eftir aðstoðinni sem veitt er úti á vettvangi en líka til að fylgjast með hvernig skjólstæðingunum gengur að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Þessi hugmyndafræði um að fara með þjónustuna út til fólksins þar sem þörfin er mest er ekki uppfinning Handarinnar en því miður hefur samfélagið færst æ meira frá slíkri þjónustu. Þess vegna er það okkur ánægjuefni að Landspítalinn er nú að hefjast handa um að færa hluta af sinni þjónustu út til fólksins, að fara heim til fólks og veit því þjónustu og aðstoð að einhverju leyti þar, enda betra og ódýrara fyrir samfélagið og alla. Eins og gefur að skilja fylgja þessu starfi veruleg útgjöld. Höndin hefur fengið framlög frá opinberum aðilum, meðal annars Reykjavíkurborg sem og fyrirtækjum og einstaklingum og erum við þakklát öllum þessum góðu aðilum. Stærstu styrkirnir hafa ennfremur komið frá Alþingi þangað til minni styrkir voru færðir til ráðherra árið 2009. Hafa framlög til Handarinnar farið hríðlækkandi síðustu ár. Á þessu ári var styrkur velferðarráðherra til dæmis lækkaður út tveimur milljónum í eina milljón. Þrátt fyrir umleitun félagsins hafa ekki fengist nein svör frá ráðherra eða ráðuneyti til skýringar á þessari lækkun. Fari svo að framlagið hækki ekki á næsta ári er stór hætta á að starfsemi Handarinnar leggist af og tugir skjólstæðinga verði þá aftur úti á guði og gaddinum. Höndin hefur ekki fólk á launum við að sinna þjónustunni sem hún veitir. Sum félög fá einnig og jafnframt stór framlög frá hinu opinbera annars staðar frá til að standa straum af launum starfsmanna og húsaleigu, jafnvel til margra verkefna í senn, en ekki er hægt að fá nánari upplýsingar um slíkt þrátt fyrir eftirgrennslan, þótt stjórnsýslan eigi að vera bæði opin og gagnsæ núorðið. Það er auðvitað kraftaverki líkast að Höndin skuli hafa haldið úti starfsemi sinni í tólf ár með þessum litlu fjármunum sem hún hefur haft yfir að ráða. Ráðdeild forráðamanna félagsins hefur verið með eindæmum. Þess vegna er enn furðulegra að stjórnvöld skuli nú á þessu ári skerða framlög til starfs Handarinnar um helming og stefna þessari mikilvægu aðstoð við lítilmagna samfélagsins þannig í voða. Höfundar eru stofnandi og ritari Handarinnar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun