Opið bréf til yfirvalda í velferðarmálum Garðar Baldvinsson og Eyjólfur Magnússon Scheving skrifar 21. ágúst 2017 16:13 Höndin hefur frá fyrstu tíð haft það að meginmarkmiði sínu að hafa sem minnsta yfirbyggingu – og meginhugsunin er að fara til fólksins og gera heimilið að miðstöð hjálparstarfsins. Höndin mannræktarsamtök hefur núna starfað á þessum grundvelli í tólf ár. Hugmyndafræði Handarinnar byggir á aðstoð við lítilmagnann í samfélaginu. Höndin fer til skjólstæðinga sinna og aðstoðar þá, eins konar heimaþjónusta. Margir skjólstæðingar Handarinnar búa einnig úti á landi, Árborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og jafnvel í Stykkishólmi. Stór hluti af starfi Handarinnar er líka viðtalsþjónusta, bæði er skjólstæðingum boðið heim til formanns félagsins og líka eru viðtöl heima hjá þeim. Ennfremur er snar þáttur í starfinu að ræða við fólk í síma, meðal annars til að fylgja eftir aðstoðinni sem veitt er úti á vettvangi en líka til að fylgjast með hvernig skjólstæðingunum gengur að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Þessi hugmyndafræði um að fara með þjónustuna út til fólksins þar sem þörfin er mest er ekki uppfinning Handarinnar en því miður hefur samfélagið færst æ meira frá slíkri þjónustu. Þess vegna er það okkur ánægjuefni að Landspítalinn er nú að hefjast handa um að færa hluta af sinni þjónustu út til fólksins, að fara heim til fólks og veit því þjónustu og aðstoð að einhverju leyti þar, enda betra og ódýrara fyrir samfélagið og alla. Eins og gefur að skilja fylgja þessu starfi veruleg útgjöld. Höndin hefur fengið framlög frá opinberum aðilum, meðal annars Reykjavíkurborg sem og fyrirtækjum og einstaklingum og erum við þakklát öllum þessum góðu aðilum. Stærstu styrkirnir hafa ennfremur komið frá Alþingi þangað til minni styrkir voru færðir til ráðherra árið 2009. Hafa framlög til Handarinnar farið hríðlækkandi síðustu ár. Á þessu ári var styrkur velferðarráðherra til dæmis lækkaður út tveimur milljónum í eina milljón. Þrátt fyrir umleitun félagsins hafa ekki fengist nein svör frá ráðherra eða ráðuneyti til skýringar á þessari lækkun. Fari svo að framlagið hækki ekki á næsta ári er stór hætta á að starfsemi Handarinnar leggist af og tugir skjólstæðinga verði þá aftur úti á guði og gaddinum. Höndin hefur ekki fólk á launum við að sinna þjónustunni sem hún veitir. Sum félög fá einnig og jafnframt stór framlög frá hinu opinbera annars staðar frá til að standa straum af launum starfsmanna og húsaleigu, jafnvel til margra verkefna í senn, en ekki er hægt að fá nánari upplýsingar um slíkt þrátt fyrir eftirgrennslan, þótt stjórnsýslan eigi að vera bæði opin og gagnsæ núorðið. Það er auðvitað kraftaverki líkast að Höndin skuli hafa haldið úti starfsemi sinni í tólf ár með þessum litlu fjármunum sem hún hefur haft yfir að ráða. Ráðdeild forráðamanna félagsins hefur verið með eindæmum. Þess vegna er enn furðulegra að stjórnvöld skuli nú á þessu ári skerða framlög til starfs Handarinnar um helming og stefna þessari mikilvægu aðstoð við lítilmagna samfélagsins þannig í voða. Höfundar eru stofnandi og ritari Handarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Höndin hefur frá fyrstu tíð haft það að meginmarkmiði sínu að hafa sem minnsta yfirbyggingu – og meginhugsunin er að fara til fólksins og gera heimilið að miðstöð hjálparstarfsins. Höndin mannræktarsamtök hefur núna starfað á þessum grundvelli í tólf ár. Hugmyndafræði Handarinnar byggir á aðstoð við lítilmagnann í samfélaginu. Höndin fer til skjólstæðinga sinna og aðstoðar þá, eins konar heimaþjónusta. Margir skjólstæðingar Handarinnar búa einnig úti á landi, Árborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og jafnvel í Stykkishólmi. Stór hluti af starfi Handarinnar er líka viðtalsþjónusta, bæði er skjólstæðingum boðið heim til formanns félagsins og líka eru viðtöl heima hjá þeim. Ennfremur er snar þáttur í starfinu að ræða við fólk í síma, meðal annars til að fylgja eftir aðstoðinni sem veitt er úti á vettvangi en líka til að fylgjast með hvernig skjólstæðingunum gengur að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Þessi hugmyndafræði um að fara með þjónustuna út til fólksins þar sem þörfin er mest er ekki uppfinning Handarinnar en því miður hefur samfélagið færst æ meira frá slíkri þjónustu. Þess vegna er það okkur ánægjuefni að Landspítalinn er nú að hefjast handa um að færa hluta af sinni þjónustu út til fólksins, að fara heim til fólks og veit því þjónustu og aðstoð að einhverju leyti þar, enda betra og ódýrara fyrir samfélagið og alla. Eins og gefur að skilja fylgja þessu starfi veruleg útgjöld. Höndin hefur fengið framlög frá opinberum aðilum, meðal annars Reykjavíkurborg sem og fyrirtækjum og einstaklingum og erum við þakklát öllum þessum góðu aðilum. Stærstu styrkirnir hafa ennfremur komið frá Alþingi þangað til minni styrkir voru færðir til ráðherra árið 2009. Hafa framlög til Handarinnar farið hríðlækkandi síðustu ár. Á þessu ári var styrkur velferðarráðherra til dæmis lækkaður út tveimur milljónum í eina milljón. Þrátt fyrir umleitun félagsins hafa ekki fengist nein svör frá ráðherra eða ráðuneyti til skýringar á þessari lækkun. Fari svo að framlagið hækki ekki á næsta ári er stór hætta á að starfsemi Handarinnar leggist af og tugir skjólstæðinga verði þá aftur úti á guði og gaddinum. Höndin hefur ekki fólk á launum við að sinna þjónustunni sem hún veitir. Sum félög fá einnig og jafnframt stór framlög frá hinu opinbera annars staðar frá til að standa straum af launum starfsmanna og húsaleigu, jafnvel til margra verkefna í senn, en ekki er hægt að fá nánari upplýsingar um slíkt þrátt fyrir eftirgrennslan, þótt stjórnsýslan eigi að vera bæði opin og gagnsæ núorðið. Það er auðvitað kraftaverki líkast að Höndin skuli hafa haldið úti starfsemi sinni í tólf ár með þessum litlu fjármunum sem hún hefur haft yfir að ráða. Ráðdeild forráðamanna félagsins hefur verið með eindæmum. Þess vegna er enn furðulegra að stjórnvöld skuli nú á þessu ári skerða framlög til starfs Handarinnar um helming og stefna þessari mikilvægu aðstoð við lítilmagna samfélagsins þannig í voða. Höfundar eru stofnandi og ritari Handarinnar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun