Opið bréf til yfirvalda í velferðarmálum Garðar Baldvinsson og Eyjólfur Magnússon Scheving skrifar 21. ágúst 2017 16:13 Höndin hefur frá fyrstu tíð haft það að meginmarkmiði sínu að hafa sem minnsta yfirbyggingu – og meginhugsunin er að fara til fólksins og gera heimilið að miðstöð hjálparstarfsins. Höndin mannræktarsamtök hefur núna starfað á þessum grundvelli í tólf ár. Hugmyndafræði Handarinnar byggir á aðstoð við lítilmagnann í samfélaginu. Höndin fer til skjólstæðinga sinna og aðstoðar þá, eins konar heimaþjónusta. Margir skjólstæðingar Handarinnar búa einnig úti á landi, Árborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og jafnvel í Stykkishólmi. Stór hluti af starfi Handarinnar er líka viðtalsþjónusta, bæði er skjólstæðingum boðið heim til formanns félagsins og líka eru viðtöl heima hjá þeim. Ennfremur er snar þáttur í starfinu að ræða við fólk í síma, meðal annars til að fylgja eftir aðstoðinni sem veitt er úti á vettvangi en líka til að fylgjast með hvernig skjólstæðingunum gengur að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Þessi hugmyndafræði um að fara með þjónustuna út til fólksins þar sem þörfin er mest er ekki uppfinning Handarinnar en því miður hefur samfélagið færst æ meira frá slíkri þjónustu. Þess vegna er það okkur ánægjuefni að Landspítalinn er nú að hefjast handa um að færa hluta af sinni þjónustu út til fólksins, að fara heim til fólks og veit því þjónustu og aðstoð að einhverju leyti þar, enda betra og ódýrara fyrir samfélagið og alla. Eins og gefur að skilja fylgja þessu starfi veruleg útgjöld. Höndin hefur fengið framlög frá opinberum aðilum, meðal annars Reykjavíkurborg sem og fyrirtækjum og einstaklingum og erum við þakklát öllum þessum góðu aðilum. Stærstu styrkirnir hafa ennfremur komið frá Alþingi þangað til minni styrkir voru færðir til ráðherra árið 2009. Hafa framlög til Handarinnar farið hríðlækkandi síðustu ár. Á þessu ári var styrkur velferðarráðherra til dæmis lækkaður út tveimur milljónum í eina milljón. Þrátt fyrir umleitun félagsins hafa ekki fengist nein svör frá ráðherra eða ráðuneyti til skýringar á þessari lækkun. Fari svo að framlagið hækki ekki á næsta ári er stór hætta á að starfsemi Handarinnar leggist af og tugir skjólstæðinga verði þá aftur úti á guði og gaddinum. Höndin hefur ekki fólk á launum við að sinna þjónustunni sem hún veitir. Sum félög fá einnig og jafnframt stór framlög frá hinu opinbera annars staðar frá til að standa straum af launum starfsmanna og húsaleigu, jafnvel til margra verkefna í senn, en ekki er hægt að fá nánari upplýsingar um slíkt þrátt fyrir eftirgrennslan, þótt stjórnsýslan eigi að vera bæði opin og gagnsæ núorðið. Það er auðvitað kraftaverki líkast að Höndin skuli hafa haldið úti starfsemi sinni í tólf ár með þessum litlu fjármunum sem hún hefur haft yfir að ráða. Ráðdeild forráðamanna félagsins hefur verið með eindæmum. Þess vegna er enn furðulegra að stjórnvöld skuli nú á þessu ári skerða framlög til starfs Handarinnar um helming og stefna þessari mikilvægu aðstoð við lítilmagna samfélagsins þannig í voða. Höfundar eru stofnandi og ritari Handarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Höndin hefur frá fyrstu tíð haft það að meginmarkmiði sínu að hafa sem minnsta yfirbyggingu – og meginhugsunin er að fara til fólksins og gera heimilið að miðstöð hjálparstarfsins. Höndin mannræktarsamtök hefur núna starfað á þessum grundvelli í tólf ár. Hugmyndafræði Handarinnar byggir á aðstoð við lítilmagnann í samfélaginu. Höndin fer til skjólstæðinga sinna og aðstoðar þá, eins konar heimaþjónusta. Margir skjólstæðingar Handarinnar búa einnig úti á landi, Árborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og jafnvel í Stykkishólmi. Stór hluti af starfi Handarinnar er líka viðtalsþjónusta, bæði er skjólstæðingum boðið heim til formanns félagsins og líka eru viðtöl heima hjá þeim. Ennfremur er snar þáttur í starfinu að ræða við fólk í síma, meðal annars til að fylgja eftir aðstoðinni sem veitt er úti á vettvangi en líka til að fylgjast með hvernig skjólstæðingunum gengur að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Þessi hugmyndafræði um að fara með þjónustuna út til fólksins þar sem þörfin er mest er ekki uppfinning Handarinnar en því miður hefur samfélagið færst æ meira frá slíkri þjónustu. Þess vegna er það okkur ánægjuefni að Landspítalinn er nú að hefjast handa um að færa hluta af sinni þjónustu út til fólksins, að fara heim til fólks og veit því þjónustu og aðstoð að einhverju leyti þar, enda betra og ódýrara fyrir samfélagið og alla. Eins og gefur að skilja fylgja þessu starfi veruleg útgjöld. Höndin hefur fengið framlög frá opinberum aðilum, meðal annars Reykjavíkurborg sem og fyrirtækjum og einstaklingum og erum við þakklát öllum þessum góðu aðilum. Stærstu styrkirnir hafa ennfremur komið frá Alþingi þangað til minni styrkir voru færðir til ráðherra árið 2009. Hafa framlög til Handarinnar farið hríðlækkandi síðustu ár. Á þessu ári var styrkur velferðarráðherra til dæmis lækkaður út tveimur milljónum í eina milljón. Þrátt fyrir umleitun félagsins hafa ekki fengist nein svör frá ráðherra eða ráðuneyti til skýringar á þessari lækkun. Fari svo að framlagið hækki ekki á næsta ári er stór hætta á að starfsemi Handarinnar leggist af og tugir skjólstæðinga verði þá aftur úti á guði og gaddinum. Höndin hefur ekki fólk á launum við að sinna þjónustunni sem hún veitir. Sum félög fá einnig og jafnframt stór framlög frá hinu opinbera annars staðar frá til að standa straum af launum starfsmanna og húsaleigu, jafnvel til margra verkefna í senn, en ekki er hægt að fá nánari upplýsingar um slíkt þrátt fyrir eftirgrennslan, þótt stjórnsýslan eigi að vera bæði opin og gagnsæ núorðið. Það er auðvitað kraftaverki líkast að Höndin skuli hafa haldið úti starfsemi sinni í tólf ár með þessum litlu fjármunum sem hún hefur haft yfir að ráða. Ráðdeild forráðamanna félagsins hefur verið með eindæmum. Þess vegna er enn furðulegra að stjórnvöld skuli nú á þessu ári skerða framlög til starfs Handarinnar um helming og stefna þessari mikilvægu aðstoð við lítilmagna samfélagsins þannig í voða. Höfundar eru stofnandi og ritari Handarinnar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar